Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 82
784
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Umsögn landlæknisembættisins um
endurskoðað frumvarp til laga um
gagnagrunn á heilbrigðissviði
Hér er birt meginniðurstaða landlæknisembættisins um frum-
varp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði ásamt almenn-
um athugasemdum. Auk þess gerir landlæknir athugasemdir
við einstakar greinar frumvarpsins en plássleysi hamlar því
að Læknablaðið geti birt þær allar. Vísað er til þess að þegar
frumvarpið var fyrst lagt fram á síðastliðnu vori birtust hér í
blaðinu athugasemdir landlæknis við einstakar greinar þess.
Meginniðurstaða
Endurskoðað frumvarp til
laga um gagnagrunna á heil-
brigðissviði er mun skýrar
orðað en það sem lagt var fyr-
ir Alþingi vorið 1998. Eftir-
farandi atriði horfa til bóta:
• Sjúklingi er heimilt að
hafna því að upplýsingar
um hann fari í þennan
gagnagrunn.
• Lögin taka ekki til sjúkra-
skrárkerfa einstakra heil-
brigðis- og rannsóknastofn-
ana og gagnasafna vegna
vísindarannsókna á ein-
stökum sjúkdómum.
• Tölvulögin skulu gilda um
þennan gagnagrunn.
Markmið frumvarpsins
er þó eftir sem áður óljóst
þar sem ekki kemur fram
með skýrum hætti hvaða
upplýsingum eigi að safna,
hvernig hægt sé að samhæfa
óskilgreindar upplýsingar
og með hvaða hætti þær eigi
að auka þekkingu til þess að
bæta heilsu og heilbrigðis-
þjónustu.
Landlæknir er enn þeirr-
ar skoðunar að fylgt verði
fyrri stefnu Heilbrigðis- og
tryggingainálaráðuneytisins
þess efnis að gögn varðveit-
ist þar sem þau verða til og
forðast verði að smíða einn
miðlægan allsherjargagna-
grunn með heilsufars-, ætt-
fræði- og erfðaupplýsingum
um íslenska þegna enda
vandséð hvernig tryggja
megi persónuvernd í slíkum
gagnagrunni. Núgildandi
lög, sbr. einkum lög nr. 121/
1989 um skráningu og með-
ferð persónuupplýsinga, II.-
IV. kafla, lög um réttindi
sjúklinga og reglur eru full-
nægjandi fyrir gerð og
vinnslu með slíka gagna-
grunna á heilbrigðissviði.
Telji iöggjafinn engu að
síður að ástæða sé til að setja
sérstök lög um miðlægan
gagnagrunn á heilbrigðissviði
og að markaðsaðila verði veitt
heimild til reksturs slíks gagna-
grunns telur landlæknir brýnt
að tekið verði tillit til eftirfar-
andi sjónarmiða:
• Nauðsynlegt er að skýra
nánar í frumvarpinu með
hvaða hætti sjúklingur geti
hafnað þátttöku og hvernig
farið er með upplýsingar
um látna menn eða þá sem
ekki geta tjáð vilja sinn.
• Rétt er að það komi fram í
lögunum með enn skýrari
hætti en gert er í frum-
varpinu að samhæfing upp-
lýsinga í dreifðum gagna-
grunnum til flutnings í mið-
lægan gagnagrunn hindri
ekki myndun sértækra
gagnagrunna í vísinda-
skyni. Aðgangur vísinda-
manna að hinum miðlæga
gagnagrunni er þó eftir sem
áður takmörkunum háður
samkvæmt frumvarpinu.
• Óháður aðili veiti leyfi til
reksturs gagnagrunnsins,
hafi eftirlit með starfsem-
inni og afturkalli leyfið ef
ekki er farið að fyrirmælum
starfsleyfis. Landlæknir er
ráðunautur ráðherra og rík-
isstjórnar um allt er varðar
heilbrigðismál og einnig
ber landlækni að hafa eftir-
lit með heilbrigðisstarfs-
mönnum, sbr. lög um heil-
brigðisþjónustu, 1. ntgr. 3.
gr. Landlæknir leggur því
eindregið til að í stað þess
að ráðherra skipi nefnd
um gerð og starfrækslu
gagnagrunns samkvæmt
lagafrumvarpinu, sem er
á skjön við gildandi lög,
verði landlækni falið hlut-
verk hennar og embætti
landlæknis eflt með deild
sérhæfðs starfsfólks til að
sinna þessum störfum.
Jafnframt er mikilvægt að
þessi deild hafi eftirlit með
upplýsingavæðingu heil-
brigðisþjónustunnar al-
mennt.
• Enda þótt skýrt sé kveðið á
um það í endurskoðuðu
lagafrumvarpi að heilbrigð-
isráðuneyti og landlæknir