Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 58
COZ/JPsR COMR'
(lósartan 50 mg/HCTZ 12,5 mg, MSD)
Fyrsti AII hemillinn í lyfjablöndu
Hagstætt verð
COZ4NI (lósartan, MSD)1105 kv. & ddCI (fieildarverð)
COZ4NI COMR: 105 kr. á dag
B-merkt lyf- 100 daga skammtur ftostar 1500 kr. fyrir sjúklinginn
Þolist vel -
Cozaar Comp. (MSO. 950133) Töflur; C09 DA 01 R B
Hver lafla inniheldur: Losartanum INN. kalíumsalf, 50mg og hydrochlorothiazidum INN 12,5 mg.
Eiginleikar: Lósartan blokkar AT1 viðtæki í vefjum. meðal annars í sléttum veggjum æða. Lyfið keppir við
angíótensin II hormón og kemur í veg fyrir samdrátt grannra slagæða og lækkar blóðþrýsting. Plasma renín virkni
og angiótensín II þéttni (sermi eykst þegar lyfið er gefið. Lósartan frásogast að fullu. 2/3 hlutar lyfsins umbrotna
fljótt og aðgengi er 33 %. Lyfið umbrotnar í lifur og eitt umbrotsefni er virkt. Hámarksþéttni lyfsins i sermi næst
eftir 1 klst, en umbrotsefnið hefur miklu lengri helmingunartíma, eða um 9 klst. Eftir 24 klst er enn verulegur hluti
virks umbrotsefnis i sermi. Helmingur (58%) umbrotsefna útskiljast í hægðum og 35% í þvagi. Nýrnabilun hefur
ekki áhrif á útskilnað lyfsins, en hjá lifrarbiluðum einstaklingum er aðgengi verulega aukið. Tíazíð er þvagræsilyf
með blóðþrýstingslækkandi verkun. Blokkar enduruppsog natríumjóna í nýrnagöngum og eykur nýrnaútskilnað
natríums, klóríðs, kalsíums, magnesíums, bíkarbónats og vatns. Minnkar nýrnaútskilnað kaliums. Lengd verkun-
ar er 6-12 klst. Ábendingar: Háþrýstingur, hjá sjúklingum sem þurfa á fjöllyfjameðferð að halda. Frábendingar:
Ofnæmi fyrir innihaldsefnum. Sjúklingar með þvagþurrð (anuria). Sjúklingar með ofnæmi fyrir súlfonamið-
afleiðum. Meðganga og brjóstagjöf: Lyfið á ekki að nota á meðgöngu þar sem lyf skyld lósartani, ACE-hamlar,
geta valdið fósturskemmdum. Ekki á heldur að nota lyfið hjá konum með börn á brjósti, þar sem tiazíð skiljast út
i brjóstamjólk, en ekki er kunnugt um hvort lósartan skilst út í brjóstamjólk. Varúð: Lyfið á ekki að nota hjá sjúkl-
ingum með skerta lifrarstarfsemi eða alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatíninklerans <30 ml/mín). Lyfið á ekki
að nota hjá sjúklingum með þrengsli i nýrnaslagæðum. Eins og á við um alla háþrýstingsmeðferð getur lágþrýst-
ingur með einkennum komið fyrir. Þetta sést helst hjá sjúklingum með vökva- og elektrólýtatruflanir. Mælingar á
elektrólýtum á að framkvæma með viðeigandi millibili, eins og hjá sjúklingum, sem fá meðferð með þvagræsi-
lyfjum. Tíazíðmeðferð getur haft áhrif á sykurþol. Leiðréttingar á lyfjaskömmtum við meðferð á sykursýki, þ.m.t.
viðbótarverkunITW
insúlínskömmtum, getur verið nauðsynleg. Aukaverkanir: Algengar (>1%): Almennar: Svimi. Sjaldgætar (0,1-
í%j; Stöðubundinn lágþrýstingur. Mjög sjaldgælar (<0,1%): Almennar: Otnæmisbjúgur (einkum íandliti, vörum
og tungu). Meltingarfærí: Niðurgangur. Breytingará blóðgildum: í klinískum rannsóknum voru klínískt mikilvægar
breytingar á blóðgildum sjaldan tengdar Cozaar Comp. gjöf. Hækkað kalium í blóði (>5.5 mmól/l) kom fyrir hjá
0,3% sjúklinga, en f þessum rannsóknum, var ekki þörf á að hætta meðferð með Cozaar Comp. vegna hækkunar
á kalíum í blóði. Hækkanir á ALAT komu sjaldan fyrir og gengu venjulega tilbaka þegar meðferð var hætt. Milli-
verkanir: Engar þekktar vegna lósartans. Eftirfarandi lyf gætu haft milliverkun við tíazíð þvagræsilyf: Alkohól,
barbitúröt eða svefnlyf (aukning á ortóstatiskum lágþrýstingi getur komið fyrir), sykursýkislyf (i töfluformi eða in-
súlín, þörf getur verið á að leiðrétta skammta á sykursýkislyfi), önnur háþrýstingslyf (viðbótaráhrif á blóðþrýst-
ing), kólesterólamín og kólestipól (gallsýrubindandi lyf, frásog af hýdróklórtíazíði minnkar þegar gallsýrubindandi
lyf er gefið með), barkstera og ACTH (aukin hætta á kaliumskorti), litium (þvagræsilyf minnka nýrnaútskilnað liti-
ums og auka hættu á litíumeitrun), bólgueyðandi lyf (geta minnkað blóðþrýstingslækkandi áhrif þvagræsilyfs).
Skammtastærðir handa fullorðnum: Venjulegur upphafs- og viðhaldsskammtur er ein tafla einu sinni á dag.
Hámarksskammturinn er tvær töflur einu sinni á dag. Oftast nást blóðþrýstingslækkandi áhrif innan þriggja vikna
frá upphafi meðferðar. Sömu skammta má gefa öldruðum. Lyfið má gefa með öðrum háþrýstingslyfjum. Cozaar
Comp. má gefa með eða án matar. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum.
Pakkningar og verð: 28 stk (þynnupakkað); 3523 kr (sept, 1997) 98 stk (þynnupakkað). 10276 kr.(sept, 1997)
íslenskur umboðsaðili: Farmasiaehf, Sfðumúla 32,108 Reykjavík. ‘Skráð vörumerki af E.l.du PONT de NEMOUR
& CO., Wilmington. Tilv.: Mac Kay et al. Losartan and Low-Dose Hydrochlorothiazide in patients with Essential
Hypertension. A Double Blind Placebo-Controlled Trial of Concomitant Administration Compared with Individual
Components. Arch Intern Med 1996;156:278-285.
API-HYZ-DK-0397. HEIMBURGER, Juli 1997 / PRENTTÆKNI