Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1998, Síða 28

Læknablaðið - 15.10.1998, Síða 28
740 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 semi þvagblöðru og ristils. Einnig sjást truflan- ir á sinaviðbrögðum, snerti-, stöðu- og titrings- skyni (5-8). Einkenni meinvarpa í heilahimnum geta ver- ið fyrstu merki illkynja sjúkdóms, eins og hjá sjúklingi þeim sem hér er lýst, en tíðnitölur eru misvísandi. I rannsókn á 50 sjúklingum með meinvörp í heilahimnum hafði krabbamein áð- ur greinst í öllum nema fjórum (5), en í annarri rannsókn var niðurstaðan allt önnur, þar komu miðtaugakerfiseinkenni fram hjá 75% af 121 sjúklingi áður en upprunaæxli fannst (11). Það er mjög mismunandi hve langur tími líður frá greiningu krabbameins þar til einkenni mein- varpa í heilahimnum koina fram. Stundum líða aðeins nokkrir dagar en lýst hefur verið nokkr- um tilfellum þar sem liðu meira en 10 ár frá greiningu brjóstakrabbameins þar til einkenni þessara meinvarpa komu fram (5,10). Aftur- skyggnar rannsóknir á hópum sjúklinga sýna að mænuvökvi er aldrei algerlega eðlilegur (5,6). Hækkaður mænuvökvaþrýstingur (>180 mm), lækkaður glúkósi (< 2,0 mmól/1) og hækk- uð prótín (> 0,5 g/1) í mænuvökva hefur sést í yfir 70% sjúklinga (5). í langflestum tilfellum sjást hvít blóðkorn í mænuvökva. Nokkrum til- fellum meinvarpa í heilahimnum hefur þó ver- ið lýst þar sem engin hvít blóðkorn fundust (5). Yfirleitt eru einkimdar frumur í meirihluta en hlutfall kleyfkirndra hvítfrumna getur þó verið hátt og í sumum tilfellum yfir 90% (6). Oft er nauðsynlegt að gera nokkrar mænuástungur og taka verulegt magn af mænuvökva til þess að greina krabbameinsfrumur (6), eins og raunin var hjá sjúklingnum sem hér er lýst. Horfur sjúklinga með meinvörp í heilahimnum eru afar slæmar og án meðferðar lifa þeir að með- altali aðeins í fjórar til sex vikur (5,6). Mark- mið meðferðar er bæði að draga úr truflunum á starfsemi miðtaugakerfis og lengja líf sjúk- linga. Bæði er beitt krabbameinslyfjameðferð og geislameðferð. Lyf eru ýmist gefin í æð eða þeim dælt beint í mænuvökva. Þrátt fyrir með- ferð eru horfur slæmar og deyja flestir sjúk- lingar innan sex mánaða frá greiningu mein- varpa í heilahimnum (12). Meðferðin dregur þó oft verulega úr miðtaugakerfiseinkennum svo sem höfuðverkjum, lömunum, krömpum og vitrænni skerðingu. Sumum sjúklingum hrakar þó mjög hratt og þeir deyja innan örfárra daga frá innlögn (12) eins og sá sem hér er lýst. Við lýsum hér sjaldgæfri sjúkdómsmynd sem erfitt er að greina á byrjunarstigum. Mænu- vökvaniðurstöður eru dæmigerðar fyrir langvarandi bólgu í heilahimnum og eru lykill- inn að réttri greiningu. Þakkir Einari Guðlaugssyni frumumeinafræðingi eru færðar sérstakar þakkir. HEIMILDIR 1. Sabin TD. Coma and the acute confusional state in the emergency room. Med Clin N Am 1981; 65: 15-32. 2. Ellner JJ, Bennett JE. Chronic meningitis. Medicine 1974; 55; 341-69. 3. Wilhelm C, Ellner JJ. Chronic meningitis. Neurol Clin 1986; 4: 115-41. 4. Gasecki AP, Bashir RM, Foley J. Leptomeningeal carcino- matosis: a report of 3 cases and review of the literature. Eur Neurol 1992; 32: 74-8. 5. Olson ME, Chemik NL, Posner JB. Infiltration of the lepto- meninges by systemic cancer. Arch Neurol 1974; 30: 122- 37. 6. Little JR, Dale AJD, Okazaki H. Meningeal carcinomatosis: clinical manifestations. Arch Neurol 1974; 30: 138-43. 7. Wasserstrom WR, Glass JP, Posner JB. Diagnosis and treatment of leptomeningeal metastases from solid tumors: experience with 90 patients. Cancer 1981; 49: 759-72. 8. Zachariah B, Zachariah SB, Varghese R, Balducci L. Carcinomatous meningitis: clinical manifestations and management. Int J Clin Pharmacol Therapeut 1995; 33: 7- 12. 9. Moots PL, Harrison MB, Vandenberg SR. Prolonged sur- vival in carcinomatous meningitis associated with breast cancer. Southem Med J 1995; 88: 357-62. 10. Iaconetta G, Lamaida E, Rossi A, Signorelli F, Manto A, Giamundo A. Leptomeningeal carcinomatosis. Acta Neurol 1994; 16:214-20. 11. Vital C, Bruno-Martin F, Henry P, Bergonian M, Leger H. La carcinoma méningée. Bordeaux Med 1970; 3: 2927-8. 12. Jayson GC, Howell A, Harris M, Morgenstem G, Chang J, Ryder WD. Carcinomatous meningitis in patients with breast cancer: an agressive disease variant. Cancer 1994; 74:3135-41.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.