Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 751 meðstjómandi, Brynhildur Eyjólfsdóttir meðstjórnandi og formaður Félags ungra lækna, Katrín Fjeldsted meðstjómandi og formaður Félags íslenskra heimilis- lækna, Sigurður Bjömsson meðstjómandi og formaður Sérfræðingafélags íslenskra lækna og Sigurður Olafsson meðstjórnandi. 2. Stjómarmenn sátu allir fund- inn og rituðu undir ályktun- ina. 3. Eins og glögglega kemur fram í ályktuninni er hún andsvar stjórnarinnar við þeim ummælum forsætis- ráðherra á ráðstefnu 22. ágúst, að viðkvæmar upp- lýsingar um sjúklinga lægju á glámbekk, með öðrum orðum, að þeirra væri hirðuleysislega gætt af heil- brigðisstarfsmönnum. Orð þessi féllu í umræðum um drög að frumvarpi til laga um gagnagrunn á heilbrigð- issviði og tengjast óhjá- kvæmilega verndun per- sónuupplýsinga. Stjóm fé- lagsins lítur svo á, að þessi fullyrðing hafi einungis verið til þess ætluð að rýra gildi málflutnings þeirra lækna, sem rætt hafa opin- berlega þá annmarka á per- sónuvernd, sem fram koma í frumvarpsdrögunum. Fram hefur komið að gæsla sjúkragagna er undantekn- ingalítið með viðunandi hætti. Landlæknir hefur lýst þeirri skoðun sinni að sjúkragögn liggi ekki á glámbekk. Stjóm LI er þó ljóst, að sums staðar mætti gera betur í þessum efnum og vill stjómin gjaman eiga við- ræður við hæstvirtan forsæt- isráðherra til að bæta þar um. Það er skoðun stjómar- innar, að hér sé um sjálfstætt úrlausnarefni að ræða og að hugsanlegir gallar á fram- kvæmd gildandi laga um verndun viðkvæmra per- sónuupplýsinga séu ekki gild rök fyrir samþykkt of- annefnds frumvarps. Alyktunin frá 25. ágúst var aðferð stjómar LI til að koma í veg fyrir, að yfirlýs- ing forsætisráðherra um ávirðingar lækna og ann- arra heilbrigðisstarfsmanna við varðveislu viðkvæmra persónuupplýsinga truflaði málefnalega og efnislega umræðu um gagnagrunns- frumvarpið. 4. Stjórn LI getur að framan- sögðu ekki dregið ályktun sína til baka, þar sem hún byggir á staðreyndum, sem við blasa, og er málefnaleg afstaða til orða, sem féllu í umræddu samhengi. Hvort forsætisráðherra afsakar orð sín er auðvitað hans mál eins og það er mál stjórnar Læknafélags Islands, hvort hún biðst afsökunar á álykt- un, sem virðast hafa styggt forsætisherra í hinni póli- tísku orrahríð, sem nú stend- ur um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði og hann tekur þátt í. Stjórn LI væntir þess að fá tækifæri til viðræðna við hæstvirtan forsætisráðherra um verndun persónuupplýs- inga og frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði.“ Við þessu bréfi hefur ekki borist svar frá forsætisráð- herra eða aðstoðarmanni hans. Að gefnu tilefni Nýlega birtust fréttir í tveimur dagblöðum, Degi og DV, um ráðningu Kristjáns Erlendssonar læknis til fyrirtækisins fslenskrar erfðagreiningar ehf. I fréttunum var vitnað til „lækna“ sem töldu að um hagsmunaárekstra væri að ræða þar sem Kristján starfaði bæði á Landspítalanum og við áður- nefnt fyrirtæki. Sumir tóku jafnvel enn dýpra í árinni. Það er algengara en hitt að læknar sem ráðnir eru á sjúkrahús starfi annars staðar. Má þar nefna kennslu við Háskóla íslands, op- inbera ráðgjöf, ráðgjöf í fyrirtækjum, á rannsóknastofum og hjá Krabbameinsfélaginu og svo mætti lengi telja. í öllum þessum tilteknu dæmum er unnt að sjá möguleika á hags- munaárekstrum. Læknafélag íslands heldur fram rétti lækna til starfsfrelsis. Læknafélag íslands hefur átt góð samskipti við Kristján vegna starfa hans í Heilbrigðisráðuneytinu. í þeim samskiptum hefur ríkt trúnaður og heiðarleiki, enda er hann fyrrverandi varaformaður félagsins. Formaður óskar Kristjáni gæfu á nýjum starfsvettvangi og treystir honum manna best til þess að meta hvort um óeðlilega hagsmuna- árekstra sé að ræða í þeim störfum sem hann gegnir. Það hlýtur að vera eitt af grundvallaratriðum í samstarfi lækna að standa saman og verja kollega okkar þegar að þeim er veist á ómaklegan hátt. Eitt verður yfir alla að ganga og í ljósi þess á Læknafélag íslands að láta mál sem þessi til sín taka. Guðmundur Björnsson formaður LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.