Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 771 lýsa annað en að þær verði settar í miðlægan grunn til einhverra síðari nota. I öðru lagi er ekki unnt að gera kröfu um upplýst samþykki til ýmissa einstaklinga svo sem bráðveikra sjúklinga, geðsjúkra, bama og einstak- linga með glöp. I þriðja lagi er líklegt að fjöldi þeirra sem neita geti orðið mikill, svo að jafnvel verði heilu sjúklingahópamir undan- skildir en slíkt mun rýra mjög gildi gagnagrunnsins. c. Öfugt samþykki, það er viðkomandi verður að segja til um það ef hann vill ekki að upplýsingar fari í grunn- inn líkt og gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi drögum. Þessi leið er óásættanleg eins og hún er lögð fram. Forsendur þess að sú leið verði farin eru ýmsar. Það verður til dæmis að vera ljóst hvaða upplýsingar eigi að fara í grunninn svo ein- staklingar geti tekið af- stöðu, en ekkert liggur fyrir um það í fyrirliggjandi drögum né greinargerð. I svari ráðuneytisins kemur fram að í samningi rekstrar- leyfishafa við heilbrigðis- stofnanir verði settar tak- markanir sem viðkomandi aðilar, Tölvunefnd og nefnd um starfrækslu gagnagrunns telji rétt að setja. Þessi út- færsla dugar skammt. Er þá gert ráð fyrir að mismun- andi aðilar semji hver um sig um flutning gagna sem þá geta orðið mismunandi þótt um sambærilega starf- semi sé að ræða? Þá getur farið svo að ekki fari inn í grunninn sömu upplýsingar frá hinum ýmsu aðilum en slíkt hlýtur að teljast óheppilegt frá sjónarhóli rekstrarleyfishafa. Verður raunin því ekki sú að nefnd um starfrækslu gagna- grunns og ef til vill Tölvu- nefnd hafi allt að segja um það hvaða upplýsingar fara í grunninn en heilbrigðis- stofnanir lítið sem ekkert? Þetta verður að skýra. Önnur forsenda öfugs sam- þykkis er sú að einstaklingar geti afstýrt því að upplýsingar fari í grunninn á einum stað en þurfi ekki að greina frá því á öllum þeim stöðum sem þeir hafa samskipti við á heil- brigðissviði (sem ekki er skil- greint). Sá aðili sem tæki við slíkum upplýsingum til dæmis landlæknisembættið verður síðan að geta afstýrt innsetn- ingu þeirra tryggilega. Þessi síðasti kostur er hinn lakasti út frá trúnaðarsam- bandi sjúklings og læknis því hann byggir á frumkvæði sjúklingsins til að neita og hann tekur ekki á því vanda- máli að sumir eru ófærir að taka afstöðu, en það er einmitt hlutverk löggjafans og heil- brigðisstarfsfólks að verja þá einstaklinga sérstaklega. 3. Ekki verður farið út í mörg atriði til viðbótar þótt mikið í þessum drögum verð- skuldi nánari umfjöllun enda eru þegar fram komnar þær forsendur sem stjóm LÍ telur skipta máli í höfnun á þeim drögum sem hér eru til um- fjöllunar. Ekki verður þó látið hjá líða að benda á nokkur at- riði sem augljóslega þarf að huga að við endurskoðun ráðuneytis að því gefnu að slík endurskoðun fari fram þrátt fyrir álit LÍ. a. Talsvert er lagt upp úr því í frumvarpsdrögunum að tryggja sem best persónu- vernd. Það felst hins vegar mótsögn í því að segja ann- ars vegar að einstaklingar séu ekki persónugreinan- legir og hins vegar að per- sónugreining geti farið fram á ákveðinn hátt (með greiningarlykli). Hreinlegra er að ganga beint til verks og segja að einstaklingarnir séu persónugreinanlegir og ganga út frá því í allri um- fjöllun og í skipulagi þessa fyrirbæris en eins og segir í svari ráðuneytisins skiptir mestu máli að tryggja per- sónuverndina sem best. Hún verður ekki betri með því eingöngu að fullyrða að einstaklingar séu ekki per- sónugreinanlegir. b. Fram kemur að ráðuneytið er að láta gera kostnaðar- áætlun á uppbyggingu mið- lægs gagnagrunns. Dreifðir gagnagrunnar sem ráðu- neytið lagði talsverða áherslu á í skýrslu sinni um upplýsingar í heilbrigðis- kerfinu þurfa einnig að efl- ast og til þeirra þarf að renna fjármagn til þróunar og upp- byggingar. Er ekki hætta á að þróun þeirra líði fyrir þær áherslur sem lagðar eru á miðlægan grunn? Þeir eru ekki síst mikilvægir fyrir þá sök að ekki fá aðrir aðgang að hinum miðlæga grunni en þeir sem lagt hafi til hans. Það útilokar ekki aðeins þá sem hafa neitað þátttöku í uppbyggingu hans heldur einnig hina sem ekki fengu tækifæri til þess vegna veru sinnar erlendis við vísinda- störf en hyggjast síðan snúa heim og stunda rannsóknir hérlendis. c. Það er mat stjómar LÍ að sérhver læknir er stundar sjúklinga innan stofnunar sem utan hafi um það að segja hvort upplýsingar um sjúklinga hans fari í mið- lægan gagnagrunn. Þetta á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.