Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 749 ferð persónuupplýsinga er Tölvunefnd falið að fjalla um og heimila aðgang að slíkum upplýsingum. Sérstaða lækn- isstarfsins leiðir af þekkingu hans, hlutverki, ábyrgð og sögulegri hefð. Hlutverk lækn- isins og ábyrgð er vel skil- greind í lögum, og gerir mikl- ar kröfur til hans um samkipti og trúnað við skjólstæðinga sína. Til að geta uppfyllt skyldur sínar og staðið undir ábyrgðinni verður læknirinn að vera faglega sjálfstæður í störfum sínum. I faglegu sjálf- stæði felst meðal annars að læknirinn geti skipulagt og unnið störf sín án valdboðs sem gerir honum ókleift að sinna ábyrgð sinni og rækja skyldur gagnvart skjólstæð- ingum sínum. Sjúkraskrá er eitt mikilvægasta hjálpartæki læknis. I lögum og reglum er kveðið á um skyldu hans til skráningar og um þagnar- skyldu. Þagnarskyldan er for- senda þess trúnaðar sem verð- ur að ríkja milli læknis og þeirra sem til hans leita. Þagn- arskyldan er á ábyrgð hans og þurfi að rjúfa hana verður lækn- ir að sjá um það. Sá skilningur heilbrigðisyfirvalda sem fram kemur í svörum við spurning- um LI til Heilbrigðisráðuneyt- isins á að vekja lækna til um- hugsunar um stöðu sína. Sam- kvæmt því er þeim „sem til þess eru bærir" heimilt að ráð- stafa heilsufarsupplýsingum um skjólstæðinga lækna. Þessi afstaða yfirvalda er óásættan- leg fyrir lækna og brýtur gegn grundvallar siðalögmálum þeirra. Síst af öllu er hægt að fallast á að pólitískt kjörnar stjórnir heilbrigðisstofnana ráði meðferð heilsufarsupp- lýsinga. Miðlægur gagnagrunnur með heilsufarsupplýsingum er óæskilegur, þótt gagnlegur gæti verið. Slíkur grunnur eykur hættuna á því að per- sónuupplýsingar komist í hendur þeirra sem hugsanlega gætu misnotað upplýsingarnar sér til framdráttar eða til fjár- hagslegs ávinnings. Persónu- vemd er aldrei fullkomlega tryggð, í slíkum gagnagrunni verður skaðinn, ef hann skeð- ur, af allt annarri stærðar- gráðu. Einkaleyfi á rekstri slíks gagnagrunns er óæski- legur ekki síst vegna þess að með slíku leyfi eru það ekki lengur læknisfræðileg og sið- ferðileg sjónarmið sem ráða ferðinni í vísindarannsókum, heldur aðallega fjárhagsleg sjónarmið. Slíkt hlýtur að leiða til stöðnunar í íslensku vísindasamfélagi. Ekki hefur verið sýnt fram á með óyggj- andi hætti hver ávinningurinn verður og hvort ávinningurinn er áhætlunnnar virði, né held- ur hvort rekstur gagnagrunns sé forsenda fyrir áframhald- andi starfi erfðarannsóknar- fyrirtækja á íslandi. Fagna ber þeirri miklu vakn- ingu og frumkvæði sem er í mannerfðafræðirannsóknum á Islandi. Hlutirnir gerast hratt, hraðar en við erum vön. Fyrir liggur að nú þegar vantar sár- lega rammalöggjöf um með- ferð erfðafræðiupplýsinga (genetic privacy) á Islandi. Leita þarf leiða til þess að samræma sjónarmið lækna sem vernda eiga viðkvæmar persónuupplýsingar og mann- erfðafræðiupplýsingar og þeirra sem vilja markaðssetja þær. Drög að frumvarpi um gagnagrunn á heilbrigðissviði gerir það ekki í núverandi mynd. Það hlýtur að vera ský- laus krafa lækna að tekið verði tillit til þeirra alvarlegu athugasemda sem þegar hafa verið gerðar við fyrirliggjandi frumvarpsdrög. Mikil ábyrgð hvflir á löggjafarvaldinu að rétt sé um hnútana búið, ekki síst fyrir allan almenning í landinu. Friður mun ekki ríkja í íslensku heilbrigðiskerfi á næstu árum nema að svo sé. Guðmundur Björnsson formaður LI form@icemed.is Vísur frá læknum um gagnagrunnsmálið Eins og við er að búast hefur gagnagrunnsmálið komið við hina skapandi taug hjá hagyrðingum landsins. Hér eru tvær vísur sem ortar eru af ónefndum læknum. Orðhvatur opnum munni ýmsa styggir. Hús sitt á gagnagrunni glanninn byggir. Vondu fári veldur Kári vaknar smári Hlíða. Davíð sári drýpur tári dreifir hári víða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.