Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 723 un (1). Lungnakrabbamein er dæmi um mikil- vægi þessa samspils í myndun sjúkdómsins. Reykingar eru sterkur umhverfisþáttur í mynd- un lungnakrabbameins, en 10% þeirra sem eiga 40 pakkaár að baki fá sjúkdóminn. Erfðafræði- legir eða aðrir þættir virðast þannig einnig gegna hlutverki í myndun lungnakrabbameins eða stuðla að vernd gegn sjúkdómnum (1). Stöðugleiki erfðaefnisins er ein meginfor- senda heilbrigðs lífs en krabbameinsfrumur einkennast meðal annars af óstöðugu erfðaefni. Þegar eðlileg fruma umbreytist í krabbameins- frumu verður uppsöfnun á erfðaefnisbreyt- ingum eða skemmdum sem valda afbrigðilegri hegðun hennar (2). Einkenni þessarar afbrigði- legu hegðunar eru meðal annars þau að krabba- meinsfruman fjölgar sér óeðlilega, hún hlýðir ekki boðum umhverfis síns, sem getur valdið því að hún vex ífarandi í umliggjandi og nálæg- an vef og kemst síðar inn í eitlabrautir og í blóðrásina. Þar getur hún haldið lífi og vaxið í fjarlægum vef og myndað þannig meinvörp. Þó miklar framfarir hafi orðið í að kortleggja þær erfðaefnisbreytingar sem eiga sér stað í krabba- meinsfrumum, er enn mörgum spurningum ósvarað varðandi það hvaða áhrif hver breyting hefur á hegðun krabbameinsfrumunnar. Ljóst er að margar þeirra erfðaefnisbreytinga sem fundist hafa skipta litlu sem engu máli í krabbameinsmyndun. Á hinn bóginn hafa sum- ar þeirra mikla þýðingu fyrir krabbameinssjúk- linginn. I þessari grein verður fjallað um þessar erfða- efnisbreytingar í krabbameinum. Enn fremur verður gerð grein fyrir því hvemig þær breyting- ar hafa áhrif á forvamir, greiningu, mat á horfum og meðferðarval krabbameinssjúklinga. íslensk- ir vísindamenn hafa staðið framarlega í rann- sóknum á sameindaerfðafræði krabbameina, einkum á sviði rannsókna á arfbundnum og ætt- lægum krabbameinum. Hluta þessara rannsókna verður getið hér þar sem við á. Erfðaefnisbreytingar í krabbameinum I eðlilegum vef ríkir jafnvægi á frumuskipt- ingum, frumusérhæfingu og stýrðum frumu- dauða (apoptosis). Þegar krabbainein myndast ríkir hins vegar einskonar stjórnleysi í þessum þáttum og er þetta afleiðing ákveðinna gena- breytinga. I flestum tilfellum má skýra hvernig krabbamein myndast (inynd 1) með breyting- um í tveimur gerðum gena (3). I eðlilegu erfða- efni mannsins eru svonefnd for-æxlisgen (pro- to-oncogenes) sem gegna mikilvægu hlutverki meðal annars í frumuskiptingum og frumusér- hæfingu. Við genamögnun, stökkbreytingar, samruna við stýrigen (promoter), efliröð (en- hancer) eða annað gen (sjá mynd 1) getur þetta for-æxlisgen umbreyst í krabbameinsvaldandi æxlisgen (oncogene). Við þessa umbreytingu getur tvennt gerst: Annars vegar að prótínið sem genið skráir fyrir verði ofvirkt og hins vegar að prótínið verði tjáð í of miklum mæli vegna genamögnunar eða vegna þess að það kemst í nálægð við virkt stýrigen. Þetta getur valdið óeðlilegum frumuvexti. Þekktir krabba- meinsvaldar eins og veirur, útfjólublátt ljós, jónandi geislar og ýmis krabbameinsvaldandi efni geta virkjað æxlisgen (1). Rannsóknir á krabbameinsvaldandi veirum hafa leitt til greiningar margra æxlisgena svo og for-æxlisgena. Krabbameinsvaldandi veirur eru flestar retróveirur sem innihalda RNA og einkennast af tilvist bakrita (reverse transcript- ase). Bakriti þessi hvetur umritun RNA veir- unnar í DNA sem skeytist síðan inn í eðlilegt erfðaefni heilbrigðrar frumu. Við þetta getur skráning gena hafist sem hvetja krabbameins- myndun. Þau gen sem einangruð hafa verið úr slíkum retróveirum eru æxlisgen sem hafa for- skeytið v- á undan nafni sínu. Það merkilega við þessar rannsóknir var, að þær leiddu til þess að í erfðefni heilbrigðra frumna fundust gen, for-æxlisgen, sem höfðu mjög sambærilega uppbyggingu og æxlisgen. Fengu þessi for- æxlisgen forskeytið c- á undan nafni sínu. Til dæmis hefur æxlisgenið í Rous sarcoma veir- unni verið skilgreint og nefnist v-src. Samsvar- andi for-æxlisgen í heilbrigðum frumum nefn- ist c-src. Síðari rannsóknir leiddu svo í ljós að þessi for-æxlisgen gegndu mikilvægu hlutverki í frumuvexti og frumuskiptingum heilbrigðra frumna (4). Rannsóknir á krabbameinsvaldandi veirum hafa þannig óbeint leitt til aukinnar þekkingar á forsendum eðlilegs frumuvaxtar. Önnur gen sem skipta máli við krabbameins- myndun eru svonefnd bæligen (tumor sup- pressor genes) en afurðir þeirra geta bælt krabbameinsmyndun. Við stökkbreytingar, end- urraðanir eða tap á þessum genum, getur genið hætt að tjá krabbameinsbælandi-prótínið og hættan á myndun krabbameins eykst (mynd 1) (3). Til þess að bæligenið verði óvirkt og stuðli að krabbameinsmyndun þurfa báðar samsætur (allele) gensins að tapast. Æxlisgen: Eins og mynd 1 sýnir þá eru eink-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.