Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 101
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
801
Ráðstefna um
rannsóknir í læknadeild
4. og 5. janúar 1999
Ráöstefna um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands veröur haldin í Odda dagana 4. og
5. janúar næstkomandi. Umsjón meö ráöstefnunni hefur Vísindanefnd læknadeildar.
Þátttaka í dagskrá ráðstefnunnar miöast viö kennara og starfsmenn deildarinnar, þaö er í
læknisfræði, lyfjafræöi, hjúkrunarfræöi og sjúkraþjálfun sem og starfsmenn rannsóknastofa
og stofnana sem tengjast deildinni og kennslusjúkrahúsum landsins. Þá er aöilum sem
vinna aö rannsóknum í samvinnu viö starfsmenn læknadeildar einnig boðin þátttaka. Gert
er ráö fyrir frjálsum erindaflutningi (10 mínútur hvert erindi) og spjaldasýningu. Ágripin veröa
gefin út í Fylgiriti Læknablaösins sem mun koma út fyrir ráöstefnuna. Aögangur aö ráöstefn-
unni er öllum heimill, en þátttökugjald veröur auglýst síöar.
Leiðbeiningar fyrir ágrip
* Ágrip (á tölvutæku formi) þurfa aö hafa borist Vísindanefnd, í síöasta lagi 26. október
1998.
* Ágrip mega ekki vera lengri en 2000 letureiningar (characters).
* Ágrip skulu vera á íslensku.
* Eftirfarandi atriöi þurfa aö koma fram í ágripinu í þeirri röö sem þau eru talin upp: titill,
nöfn höfunda, vinnustaðir höfunda, inngangur, efniviöur og aðferðir, niöurstööur og
ályktanir.
* Nafn þess höfundar sem flytur erindið eða kynnir veggspjaldiö skal vera feitletrað.
* Verkefnin þurfa aö vera þess eðlis aö af niðurstöðunum megi draga einhverjar ályktanir.
* Æskilegt er aö textinn sé skrifaöur í Word ritvinnslukerfinu eöa vistaöur fyrir þaö. Notið
Times leturgeröina. Notiö ekki töflur, gröf eöa tilvitnanir.
* Takið fram í tölvupóstinum eöa skrifið á disklinginn hvort ágripið er skrifað á ÞC eöa
Macintosh tölvu.
* Veljiö einhvern eftirfarandi efnisflokka: augnlækningar, barnalæknisfræöi, erföafræöi,
faraldsfræði, hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein, handlæknisfræði, lífeðlisfræöi,
lyfjafræöi, lyflæknisfræöi, sýkla- og smitsjúkdómafræði, hjúkrunarfræöi og sjúkraþjálfun
eöa ýmislegt. Efnisflokkarnir eru miöaöir viö reynslu undanfarinna ára, en möguleiki er aö
bæta viö flokkum ef mörg skyld verkefni lenda í flokknum ýmislegt.
Ágrip skal senda meö tölvupósti til birna@icemed.is, en þau má einnig senda á tölvudisk-
lingum til Birnu Þórðardóttur, Læknablaðinu, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi. Meö ágrip-
unum þurfa aö fylgja upplýsingar um þaö hvort óskaö er eftir aö skýra frá rannsókninni í er-
indi eöa á veggspjaldi, svo og í hvaöa efnisflokki þaö óskast flutt. Reynt veröur aö fara eftir
óskum þátttakenda um þaö hvort verkefni veröi kynnt sem erindi eöa veggspjald en nefndin
áskilur sér þó rétt til þess aö breyta því ef nauðsyn krefur, sömuleiöis aö hafna ágripum sem
uppfylla ekki ofangreind skilyröi. Nánari upplýsingar veitir Vísindanefnd læknadeildar, en
hana skipa:
Ástríður Pálsdóttir Tilraunastöö HÍ, Keldum, s. 567 4700
Eiías Ólafsson taugalækningadeild Landspítalans, s. 560 1660
Hrafn Tulinius Krabbameinsfélagi íslands, s. 562 1414
Jens Guðmundsson kvennadeild Landspítalans, s. 560 1000
Reynir Arngrímsson læknadeild HÍ, s. 587 6216