Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 97

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 97
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 797 sem einstaklingar geti fram- vísað alls staðar sem þeir þurfa að leita heilbrigðisþjón- ustu. Það væri mikið gagn af þessu fyrir einstaklinginn og kerfið, hægt að forðast endur- teknar dýrar rannsóknir og meðferðartilraunir. Til þess að þetta sé hagkvæmt þarf mið- lægan heilsugagnabanka, sem notar kort líkt og bankakortin okkar og síðan getum við deilt um það hvort kortin séu debit eða kredit. Samstarfshópur á vegum Norrænu ráðherranefndarinn- ar setti saman nýlega gagna- banka byggðan á gögnum frá öllum Norðurlöndunum til að bera saman upplýsingar og finna nýtanlegan samanburð milli Norðurlandanna. I Nor- egi hafa inenn verið að gera svipaða hluti og hér á landi við skráningu gagna í heilsu- gæslunni, en þar í landi hafa menn einnig uppi hugmyndir um miðlægan gagnabanka, sem ætlaður væri til afnota fyrir ríkið til eftirlits. Finna mátti samt innan þessa Norð- urlandahóps skiptar skoðanir á gagnsemi gagnasöfnunar yfir höfuð. Rök efasemda- manna virtust vera einkum þau að stjórnun gæti orðið erfiðari, því hafi kerfisfólk og læknar yfir upplýsingum úr gagnabanka að ráða gætu þeir hinir sömu þurft að bregðast við þeim og jafnvel að breyta háttum sínum. I Hollandi hefur lengi verið unnið skipulega með gagna- banka á heilbrigðissviði og er mestum gögnum safnað í heilsugæslunni. Hollendingar hafa tekið þá afstöðu að skrá vel upplýsingar um ákveðinn hóp af einstaklingum í sínu þjóðfélagi, eins konar þver- snið, og byggja sínar rann- sóknir á þessum hópi. Hol- lendingar hafa fylgst með okk- ar heilbrigðisgagnagrunnsmál- um í gegnum árin og talið sig getað séð mikla möguleika á merkilegum rannsóknum sem gætu nýst öllum. í Kanada hefur doktor Walter Rosser deildarforseti heimilislækninga og faralds- fræði við háskólann í Toronto leitt rannsóknir sem byggja á gagnagrunnum. Hans rann- sóknir hafa byggst á svipuð- um aðferðum og Hollending- anna, taka fyrir ákveðið þýði eða sjúkdómahóp í heilsu- gæslunni og safna gögnum frá ýmsum stöðum í Kanada og Bandaríkjunum. Doktor Ross- er, sem er virtur og þekktur frumkvöðull í heimilislækn- ingum og faraldsfræði í N- Ameríku, hefur fylgst af ákafa með þróun mála hér á landi og telur hann að gagnabanki í heilbrigðiskerfi hér á landi væri mikilvægur fyrir læknis- rannsóknir alls staðar í heim- inum. I Bandaríkjunum er að finna á nokkrum stöðum öfl- uga einstaklinga, háskóla- deildir og tryggingafyrirtæki sem safna miklum upplýsing- um um einstaklinga til að meta vísindalega og uppbyggilega. Doktor W. Knaus við Virginia háskólann er meðal þeirra fremstu, en hann og hans fólk vinnur með upplýsingar frá ákveðnum svæðum og vinna úr þeim niðurstöður til afnota fyrir vísindin, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og trygg- ingafyrirtæki. I Oregon fylki í Bandaríkjunum hef ég rætt við prófessor Lee Strandberg við Oregon háskólann sem hefur einmitt lýst fyrir mér hvernig tryggingafélög og hið opinbera geta einmitt notað gagnagrunna á uppbyggilegan hátt til að bera kennsl á til dæmis lækna sem skera sig úr í starfsháttum, sem gefi tækifæri á því að skoða hvort einstakir læknar séu að fást við öðruvísi sjúklinga en aðrir eða hvort þeir þurfi hreinlega á því að halda að fara í endur- nrenntun. Hann fullyrðir að árangurinn af gagnagrunni þeim sem hann þekki í Ore- gon sé slíkur að þeir geti ekki án hans verið. Leiðandi aðilar með þekk- ingu á gagnagrunnum í heim- inurn eru teljandi á fingrum annarrar handar. Skilningur sem þeir hafa mætt hingað til hefur ekki verið mikill og fáir læknarhafa viljað setja sig inn í þessi mál eða viljað skilja þau. Fjárhagslegur stuðningur vísindaheimsins hefur líka verið af skornum skammti. Nú í seinni tíð hafa hins vegar stórir aðilar séð möguleika á fjárfestingum í þeirri þekk- ingu sem hægt er að ná út úr slíkum gagnabönkum. Það er sjálfsagt að vinna með slíkum aðilum, en grunnskilyrðið hlýtur að vera að þjóðfélag okkar hafi gagn og arð af því. Það er umhugsunarvert að það væru engin Hvalfjarðar- göng í dag nema af því að sá sem fjármagnar þau sér sér hag í því að grafa þau gegn einkaleyfi til einhverra ára á afrakstri þeirra. Hvemig kom- umst við upp á ströndina hin- um megin við vísindafjörðinn án þess að grafa göng eða byggja brú? Þurfum við virki- lega að bíða meðan vísinda- menn keyra fyrir fjörðinn? Hver segir að þeir fari nógu hratt yfir? Okkar samfélag vill framfarir í vísindum. Framfar- ir í vísindum byggja á fram- sýni og áræðni, þar sem við erum tilbúin að endurskoða viðteknar venjur og hugsun reglulega okkur öllum til góðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.