Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 18
730 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 staklingur er því í mikilli hætlu á að fá krabba- mein í ristil eða endagörn en nær öll kirtil- krabbamein eru komin af góðkynja kirtilæxlum (mynd 2). Sjúkdómsheilkennið hereditary non- polyposis colorectal cancer (HNPCC) veldur um 5% allra ristilkrabbameinstilfella (35) og hefur einnig tengst ákveðnum erfðaefnis- skemmdum, þó fjölbreytileiki þeirra sé nokkur. Sjúkdómur þessi erfist með ríkjandi hætti og eru arfberar í aukinni hættu á að fá önnur krabbamein en í ristil, eins og í maga og eggja- stokka. Það hefur verið nefnt hér á undan, að kímlínustökkbreytingar í svokölluðum við- gerðargenum (DNA mismatch and repair gen- es) tengjast þessu heilkenni. Eins og nafn þess- ara gena gefur til kynna, er viðgerðarhæfni erfðaefnisins skert og upp hlaðast aðrar erfða- efnisskemmdir sem auka líkur á krabbameini. Meðalgreiningaraldur sjúklinga með þetta heil- kenni er um 20 árum lægri en hjá sjúklingum sem ekki hafa fjölskyldusögu (35). HNPCC hefur greinst á Islandi í nokkrum fjölskyldum og stökkbreytingar í áðurnefndum viðgerðar- genum hafa fundist í þeim (36). Vitneskja um tilvist ákveðinna erfðaefnis- skemmda getur vissulega komið að gagni og breytt áherslum þegar ákvarðanir eru teknar um hugsanlegar fyrirbyggjandi aðgerðir. Nú liggur fyrir að rannsaka hvort kona sem reynist hafa stökkbreytingu í BRCAl og BRCA2 gen- inu hefði hag af betra eftirliti til dæmis með tíðari brjóstamyndatökum og ómskoðunum á eggjastokkum og jafnvel blóðrannsóknum þar sem leitað er að ákveðnum æxlisvísum. Einnig er enn of snemmt að segja til um þátt fyrir- byggjandi brjósta- eða eggjastokkaskurðað- gerða hjá þessum konum. Sums staðar erlendis hefur þó tíðkast að bjóða konum, sem hafa einungis sterka fjölskyldusögu, upp á slíkar að- gerðir (17). Væntanlega getur greining á stökk- breytingum í BRCAl og BRCA2 genum gefið betri upplýsingar um hættu á tilkoinu sjúkdóms en fjölskyldusagan ein og þannig gert þessar aðgerðir markvissari. Slík erfðagreining gæti ennfremur afmarkað betur hóp kvenna sem hefðu hag af fyrirbyggjandi lyfjameðferð, en nýlega var greint frá því að slík meðferð hjá konum í áhættuhópi gæti minnkað líkur á myndun brjóstakrabbameins um 45% (37). Á hinn bóg- inn myndu slíkar upplýsingar hlífa konum sem ekki hefðu þessar stökkbreytingar við ströngu eftirliti, ónauðsynlegri fyrirbyggjandi meðferð og óþarfa áhyggjum. Það skal þó ítrekað að hættan á því að ákveð- in erfðaefnisskemmd leiði til myndunar krabba- meins getur verið breytileg frá einum þjóðfé- lagshópi til annars, eins og nefnt hefur verið hér að ofan. Islendingur með ákveðna kímlínu- stökkbreytingu í BRCA2 geninu (999del5) virðist þannig vera í minni hættu á að fá brjósta- krabbmein fyrir 70 ára heldur en áður hefur verið lýst í öðrum þjóðfélagshópum (23-25). Að sjálfsögðu þyrfti að taka tillit til þessa þegar ákvarðanir eru teknar um fyrirbyggjandi skurð- eða lyfjameðferðir. Um erfðaráðgjöf verður ekki fjallað hér en þar koma til ýmis siðfræðileg og lagaleg álita- mál (38). II. Að greina krabbamein fyrr: Talið er að um 60% einstaklinga sem greinast með krabba- mein, hafi þá þegar myndað smásæ (micro- scopic) eða stórsæ (macroscopic) fjarmeinvörp, en það eru útbreidd meinvörp sem draga flesta krabbameinssjúklinga að lokum til dauða (39). Það hefði því ótvírætt læknisfræðilegt gildi ef hægt væri að greina krabbamein áður en mein- vörp hafa myndast. Gildi kembileita við grein- ingu krabbameina á læknanlegu stigi er ótví- rætt í brjósta- og leghálskrabbameini og benda nýlegar rannsóknir til að það eigi einnig við um ristilkrabbamein (40,41). Þessar aðferðir hafa þó ennþá ýmsa annmarka til dæmis að mörg góðkynja æxli eru fjarlægð að óþörfu (overdia- gnosis) auk þess sem falskt neikvæðar niður- stöður eru of algengar (42,43). Sameindaerfða- fræðilegar rannsóknir geta verið góð viðbót við þær rannsóknir sem þegar eru gerðar við krabbameinsleit og geta eflt næmni og sértækni kembileitarinnar. Nýting sameindaerfðafræðinnar til þess að greina krabbamein fyrr en verið hefur byggist á því að þekktar séu ákveðnar erfðaefnisskemmd- ir sem koma fyrir snemma í krabbameinsmynd- unarferlinu (mynd 2) og að þær séu algengar í tilteknu krabbameini. Árið 1991 sýndu Sidran- sky og félagar fram á það að hægt væri að greina stökkbreytingar í p53 geni í þvagi sjúklinga með ífarandi blöðrukrabbamein (44). Þó þessi rann- sókn hafi ekki sýnt fram á gildi sitt við að greina blöðrukrabbamein fyrr, því p53 stökkbreytingar sjást seint í myndunarferli blöðrukrabbameins, þá komu þessar niðurstöður mönnum á rétta sporið. Síðar sýndi þessi sami hópur fram á að hægt væri að greina K-ras stökkbreytingar í hægðum ristilkrabbameinssjúklinga sem voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.