Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1998, Side 92

Læknablaðið - 15.10.1998, Side 92
792 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 samin lil að réttlæta notkun persónuupplýsinganna í gagnagrunni án samþykkis hins skráða og komast hjá því að starfsemin falli undi lög um skráningu og með- ferð persónuupplýsinga. Skilgreiningin á samt ekki við hér, því þjóðin er fá- menn og einsleit og gena- mengið takmarkað að um- fangi og breytileika. Ein- mitt þetta gerir þjóðina eft- irsóknaverða til erfðarann- sókna. Lítil frávik geta gef- ið miklar upplýsingar, þannig að hægt er að greina einstakling útfrá heilsufars- upplýsingum. Til þess þarf ekki verulegan mannafla né greiningarlykil, hjá fá- mennri þjóð. 9 Islenskur sjúklingur telst því persónugreinanlegur þótt kennitala hans og nafn hafi verið afmáð. lONokkrir alþjóðlegir samn- ingar og tilskipanir kveða á um verndun persónuupp- lýsinga: a Samningur Evrópuráðsins frá 1981 um vernd einstak- linga varðandi vélræna vinnslu persónuupplýsinga, sem öðlaðist gildi á Islandi 1991. b Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðherraráðsins frá 1995 um vernd einstaklinga varðandi vinnslu persónu- upplýsinga og frjálst flæði síkra upplýsinga, sem að- ildarríki skulu staðfesta fyrir 24. október 1998. Til- skipunin mun öðlast gildi á Islandi þegar hún hefur ver- ið staðfest á Evrópska efna- hagssvæðinu. c Tillögur Evrópuráðsins frá 1997 um verndun heilsu- farsupplýsinga. Samningur Evrópuráðsins frá 1981 segir að persónu- upplýsingar merki hvers konar upplýsingar er varði persónugreindan eða per- sónugreinanlegan einstak- ling. Þar eru ekki tilgreind- ar neinar undantekningar. Tilgangur samningsins er að tryggja sérhverjum manni virðingu fyrir rétt- indum hans og grundvallar- frelsi, einkum rétti hans til einkalífs, að því er varðar vélræna vinnslu persónu- upplýsinga. I athugasemdum sem fylgja hinu endurskoðaða frum- varpi er vitnað í tillögur Evrópuráðsins frá 1997 þar sem segir að einstaklingur skuli ekki teljast persónu- greinanlegur ef verja þurfi óhóflegum tíma og mann- afla til að persónugreining hans geti átt sér stað. Skil- greiningin á hugtakinu per- sónugreinanlegur stangast þannig á við skilgreining- una í tilskipuninni frá 1981. Samningurinn frá 1981 hef- ur öðlast gildi á íslandi en ekki tillögurnar frá 1997. Óæskilegt er að styðjast við tillögur sem ekki hafa hlot- ið afgreiðslu íslenskra yfir- valda og stangast á við til- skipun sem Alþingi hefur samþykkt. Ef styðjast á við tillögurnar frá 1997 samt sem áður, þarf einnig að huga að öðr- um ákvæðum tillagnanna. Þar segir að hinum skráða skuli tilkynnt um tilvist skráar sem hafi að geyma heilsufarsupplýsingar er hann varða, undantekninga- laust að því er virðist, hon- um skuli tilkynnt um það til hvers upplýsingunum geti verið miðlað, og þar er enn fremur kveðið á um and- mælarétt hins skráða og rétt hans til leiðréttingar. Sér- staklega er tekið fram að áður en erfðagreining sé framkvæmd skuli hinum skráða vera greint frá mark- miðum greiningarinnar og möguleika á óvæntum nið- urstöðum. Engar undanþág- ur eru veittar frá þessari skyldu. Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðherraráðsins frá 1995 skilgreinir persónu- upplýsingar með öðrum hætti. Þar segir að einstak- lingur er persónugreinan- legur ef hægt er að persónu- greina hann, með beinum eða óbeinum hætti, einkum með sérkennandi númeri (identification number) eða með einum eða fleiri þátt- um sem sérkenna hann með líkamlegu, lífeðlisfræði- legu, geðrænu, efnahags- legu, menningarlegu eða félagslegu auðkenni. Athyglisvert er að Islend- ingar verða brátt bundnir af þessari reglu sem skilgrein- ir persónuupplýsingar þann- ig að ekki er lengur vafi á að einstaklingur telst per- sónugreinanlegur þótt sum auðkenni svo sem nafn og kennitala hafi verið dulkóð- uð. llAf þessu leiðir að það er réttmæt krafa að heilsufars- upplýsingar skuli ekki not- aðar í vísindarannsóknum og skuli ekki færðar í mið- lægan gagnagrunn nema að fengnu upplýstu og óþving- uðu samþykki einstaklings- ins og honum gefinn raun- hæfur kostur á andmælum. II Athugasemdir við frumvarpið Ekki kemur fram í frum- varpinu né greinargerð með því með hvaða hætti megi nýta gagnagrunninn til að efla
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.