Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 737 Fig. 1. Bedside radiograph ofthe chest, revealing an infiltration in the superior lobe of the right lung. sjúklingur útskrifaði sig sjálfur áður en rann- sóknum lauk. Sjúklingur var fullvinnufær þar til tæpri viku fyrir innlögn að hann varð óvinnufær vegna verkja og slappleika. Síðustu dagana fyrir inn- lögn ágerðust verkir í hnakka og einkenni vit- rænnar skerðingar urðu sífellt meira áberandi. Tal var stundum samhengislaust og hann virtist detta út af og til og svaraði þá ekki þótt á hann væri yrt. Skerðing á skammtímaminni varð sí- fellt meira áberandi. Tekin var tölvusneiðmynd af höfði tveimur dögum fyrir innlögn og sýndi hún fremur víð heilahólf en ekkert annað óeðli- legt. Sjúklingur hafði verið hraustur um ævina og við innlögn tók hann 25 mg af atenólóli á dag vegna hækkaðs blóðþrýstings, en engin önnur lyf. Hann hafði reykt um 50 pakkaár. Kvöldið fyrir innlögn kom sjúklingur á bráðamóttöku vegna áðumefndra einkenna og var hann þá utan við sig og svaraði spumingum seint og fálega. Honum var stirt um mál en ekki fundust merki um málstol (aphasia) eða þvöglumælgi (dysarthria). Hann var áttaður á stað og stund en skammtímaminni var greini- lega töluvert skert. Sjúklingur var hitalaus (36,9° C), blóðþrýstingur 160/70 mmHg og púls var 70 slög á mínútu og reglulegur. Hjarta- og lungnahlustun var eðlileg. Augnbotnar voru eðlilegir og augnhreyfingar eðlilegar. Engin ljósfælni var merkjanleg. Sjúklingur var aumur við hreyfingar á hálsi en ekki hnakkastífur. Vöðvakraftar, sinaviðbrögð, snerti-, stöðu- og titringsskyn var eðlilegt. Babinskis svörun var ekki til staðar. Helstu blóð- og þvagrannsóknir voru eðlilegar. Gerð var mænustunga en sjúklingurinn út- skrifaði sig sjálfur áður en niðurstöður lágu fyrir. I mænuvökvanum fundust 22 hvít blóð- korn/ml (98% einkimingar) og 17 rauð blóð- Fig. 2. Axial imagefrom a CT scan ofthe thorax, demonstrating a 2 cm enhancing mass in the superior lobe of the right lung. Mediastinal lymph node enlargement can also be seen. korn/ml. Prótín voru mikið hækkuð eða 3,4 g/1 (0,2-0,4) og glúkósi var verulega lækkaður eða 0,8 mmól/1 (2,5-4,0). Mænuvökvaþrýstingur mældist 80 mm sem er innan eðlilegra marka. Þegar þetta varð ljóst var haft samband við að- standendur og var sjúklingur þegar lagður inn til ítarlegri rannsókna. Var hann þá orðinn mun slappari og mjög ruglaður. Hnakkastífleiki fannst þá greinilega. Innlagnardag var tekin röntgenmynd af brjóstkassa sem sýndi greini- lega íferð í efri hluta hægra lunga (mynd 1). Þegar hér var komið sögu þóttu eftirtaldar mismunagreiningar líklegastar: 1) meinvörp í heilahimnum (meningeal carcinomatosis), 2) langvinn heilahimnubólga af völdum berkla eða sveppa (til dæmis cryptococcus neofor- mans) eða 3) heilabólga af völdum veira og þá einna helst herpes simplex. Meðferð var hafin með berklalyfjum (ísóníazíð, rífampín og et- ambútól) og acíklóvír. Næsta dag hafði sjúk- lingi versnað verulega og var hann mjög illa áttaður og gat lítið tjáð sig. Máttleysi fór hratt vaxandi og átti sjúklingur erfitt með gang. Tölvusneiðmynd af brjóstkassa sýndi um 2 cm æxlisgrunsamlega fyrirferð efst í hægra lunga og eitlastækkanir í miðmæti (mynd 2). Sýkla- lyfjameðferð var þá hætt. Á þriðja degi inn- lagnar var gerð berkjuspeglun og sást þá fyrir- ferð í efri lappa hægra lunga og æxlisgrunsam- legar slímhúðarbreytingar. Vefjarannsókn stað- festi að um kritilkrabbamein (adenocarcinoma) var að ræða. Við frumurannsókn á mænuvökva sem tekinn var við innlögn fundust engar æxl- isgrunsamlegar frumur. Mænustunga var end- urtekin á þriðja degi innlagnar, þar sem teknir voru um 20 ml af mænuvökva, og sást þá mikið af eitilfrumum og einnig mjög margar illkynja kirtilmyndandi frumur (mynd 3). Ástand sjúk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.