Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1998, Page 61

Læknablaðið - 15.10.1998, Page 61
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 767 Svar Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins 11. september Vísað er til bréfs Læknafé- lags íslands dags. 9. septem- ber sl. varðandi drög að frum- varpi um gagnagrunn á heil- brigðissviði þar sem beint er 15 spurningum til ráðuneytis- ins varðandi drögin. Rétt er að taka fram að verið er að fara yfir þær fjölmörgu athuga- semdir og ábendingar sem borist hafa og má því gera ráð fyrir að einhverjar breytingar verði á frumvarpinu. Þær eru enn á vinnslustigi og því ekki tímabært að gera grein fyrir þeim. Þau svör sem hér fara á eftir miðast því við óbreytt drög að frumvarpi. 7. Hvaða skilningur er lagður í orðið „heilbrigðis- svið“? I frumvarpinu er „gagna- grunnur á heilbrigðissviði" notað sem nafn á hinum mið- læga gagnagrunni. „Gagna- grunnur á heilbrigðissviði“ er síðan skilgreindur í 1. tölulið 3. gr. Þá er orðið „heilbrigð- issvið“ notað í 2. mgr. 10. gr. Þar er talið upp hvernig nota megi upplýsingar úr gagna- grunninum. Þar er m.a. talað um skýrslugerð á heilbrigðis- sviði og er þar átt við heil- brigðisskýrslur. Þá er í lok mgr. talað um að nota megi upplýsingarnar „í öðrum sam- bærilegum tilgangi á heil- brigðissviði“. Ekki þótti fært að hafa hér tæmandi talningu en gert það skilyrði að um sambærilegan tilgang verði að vera að ræða. 2. Hvaða upplýsingar eiga að fara inn í hinn miðlœga gagnagrunn? Ekki er tiltekið í frumvarp- inu hvaða upplýsingar geti farið inn í gagnagrunninn. Hins vegar þarf samþykki heilbrigðisstofnana og sjálf- stætt starfandi heilbrigðis- starfsmanna fyrir flutningi upplýsinganna. Gert er ráð fyrir að rekstrarleyfishafi semji við heilbrigðisstofnanir og sjálfstætt starfandi heil- brigðisstarfsmenn um flutn- inginn. Þar verði settar þær takmarkanir sem heilbrigðis- stofnun, heilbrigðisstarfs- menn, Tölvunefnd og nefnd um starfrækslu gagnagrunns telja rétt að setja. Gert er ráð fyrir að inn í grunninn fari að- allega flokkaðar og kóðaðar upplýsingar, sem koma má á tölulegt form. 3. Hvers vegna er ekki talin nauðsyn á upplýstu samþykki sjúklinga? Gert er ráð fyrir að upplýs- ingar séu dulkóðaðar undir eftirliti Tölvunefndar áður en þær eru fluttar í gagnagrunn- inn og að Tölvunefnd geymi greiningarlykil. Rekstrarleyfi er háð því að tækni- öryggis- og skipulagslýsing uppfylli kröfurTölvunefndar. Það skil- yrði er sett fyrir vinnslu rekstrarleyfishafa í gagna- grunni að þess sé „gætt við úr- vinnslu og samtengingu upp- lýsinga að ekki sé unnt að tengja þær persónugreinan- legum einstaklingum.“ Tölvu- nefnd skal hafa eftirlit með gerð og starfrækslu gagna- grunnsins „að því er varðar skráningu og meðferð per- sónuupplýsinga og annast eft- irlit með því að þeim skilmál- um sem hún setur sé fylgt.“ Þá er gert ráð fyrir því að nefnd um starfrækslu gagnagrunns hafi eftirlit með því að í hví- vetna sé fylgt ákvæðum lag- anna, reglugerða og skilmál- um rekstrarleyfis. Að öllu þessu virtu telur ráðuneytið að persónuvernd sé svo vel tryggð að ekki verði hægt að rekja upplýsingar til einstak- linga, nema verja til þess verulegum tíma og mannafla og sé því ekki um persónu- upplýsingar að ræða. Því sé réttlætanlegt að leita ekki upplýsts samþykkis sjúklinga, eins og það er skilgreint, fyrir flutningu upplýsinga í grunn- inn. 4. Hvaða skilningur er lagður í eftirfarandi orð í 3. gr. frumvarpsdraganna. „Ein- staklingur skal eigi teljast per- sónugreinanlegur..I Ijósi þess að sá hinn sami erfinn- anlegur með greiningarlykli? Hér er verið að skilgreina hvað átt sé við með persónu- greinanlegur í frumvarpinu. Bent er á að í samþykkt Evr- ópuráðsins nr. R(97)5 frá 13. febrúar 1997 um verndun heilsufarsupplýsinga segir að einstaklingur skuli ekki teljast persónugreinanlegur ef verja þyrfti verulegum tíma og mannafla til að persónugrein- ing hans gæti átt sér stað. I skilgreiningu 2. tölul. 3. gr. er því bætt við að einstaklingur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.