Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
767
Svar Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins 11. september
Vísað er til bréfs Læknafé-
lags íslands dags. 9. septem-
ber sl. varðandi drög að frum-
varpi um gagnagrunn á heil-
brigðissviði þar sem beint er
15 spurningum til ráðuneytis-
ins varðandi drögin. Rétt er að
taka fram að verið er að fara
yfir þær fjölmörgu athuga-
semdir og ábendingar sem
borist hafa og má því gera ráð
fyrir að einhverjar breytingar
verði á frumvarpinu. Þær eru
enn á vinnslustigi og því ekki
tímabært að gera grein fyrir
þeim. Þau svör sem hér fara á
eftir miðast því við óbreytt
drög að frumvarpi.
7. Hvaða skilningur er
lagður í orðið „heilbrigðis-
svið“?
I frumvarpinu er „gagna-
grunnur á heilbrigðissviði"
notað sem nafn á hinum mið-
læga gagnagrunni. „Gagna-
grunnur á heilbrigðissviði“ er
síðan skilgreindur í 1. tölulið
3. gr. Þá er orðið „heilbrigð-
issvið“ notað í 2. mgr. 10. gr.
Þar er talið upp hvernig nota
megi upplýsingar úr gagna-
grunninum. Þar er m.a. talað
um skýrslugerð á heilbrigðis-
sviði og er þar átt við heil-
brigðisskýrslur. Þá er í lok
mgr. talað um að nota megi
upplýsingarnar „í öðrum sam-
bærilegum tilgangi á heil-
brigðissviði“. Ekki þótti fært
að hafa hér tæmandi talningu
en gert það skilyrði að um
sambærilegan tilgang verði að
vera að ræða.
2. Hvaða upplýsingar eiga
að fara inn í hinn miðlœga
gagnagrunn?
Ekki er tiltekið í frumvarp-
inu hvaða upplýsingar geti
farið inn í gagnagrunninn.
Hins vegar þarf samþykki
heilbrigðisstofnana og sjálf-
stætt starfandi heilbrigðis-
starfsmanna fyrir flutningi
upplýsinganna. Gert er ráð
fyrir að rekstrarleyfishafi
semji við heilbrigðisstofnanir
og sjálfstætt starfandi heil-
brigðisstarfsmenn um flutn-
inginn. Þar verði settar þær
takmarkanir sem heilbrigðis-
stofnun, heilbrigðisstarfs-
menn, Tölvunefnd og nefnd
um starfrækslu gagnagrunns
telja rétt að setja. Gert er ráð
fyrir að inn í grunninn fari að-
allega flokkaðar og kóðaðar
upplýsingar, sem koma má á
tölulegt form.
3. Hvers vegna er ekki talin
nauðsyn á upplýstu samþykki
sjúklinga?
Gert er ráð fyrir að upplýs-
ingar séu dulkóðaðar undir
eftirliti Tölvunefndar áður en
þær eru fluttar í gagnagrunn-
inn og að Tölvunefnd geymi
greiningarlykil. Rekstrarleyfi
er háð því að tækni- öryggis-
og skipulagslýsing uppfylli
kröfurTölvunefndar. Það skil-
yrði er sett fyrir vinnslu
rekstrarleyfishafa í gagna-
grunni að þess sé „gætt við úr-
vinnslu og samtengingu upp-
lýsinga að ekki sé unnt að
tengja þær persónugreinan-
legum einstaklingum.“ Tölvu-
nefnd skal hafa eftirlit með
gerð og starfrækslu gagna-
grunnsins „að því er varðar
skráningu og meðferð per-
sónuupplýsinga og annast eft-
irlit með því að þeim skilmál-
um sem hún setur sé fylgt.“ Þá
er gert ráð fyrir því að nefnd
um starfrækslu gagnagrunns
hafi eftirlit með því að í hví-
vetna sé fylgt ákvæðum lag-
anna, reglugerða og skilmál-
um rekstrarleyfis. Að öllu
þessu virtu telur ráðuneytið að
persónuvernd sé svo vel
tryggð að ekki verði hægt að
rekja upplýsingar til einstak-
linga, nema verja til þess
verulegum tíma og mannafla
og sé því ekki um persónu-
upplýsingar að ræða. Því sé
réttlætanlegt að leita ekki
upplýsts samþykkis sjúklinga,
eins og það er skilgreint, fyrir
flutningu upplýsinga í grunn-
inn.
4. Hvaða skilningur er
lagður í eftirfarandi orð í 3.
gr. frumvarpsdraganna. „Ein-
staklingur skal eigi teljast per-
sónugreinanlegur..I Ijósi
þess að sá hinn sami erfinn-
anlegur með greiningarlykli?
Hér er verið að skilgreina
hvað átt sé við með persónu-
greinanlegur í frumvarpinu.
Bent er á að í samþykkt Evr-
ópuráðsins nr. R(97)5 frá 13.
febrúar 1997 um verndun
heilsufarsupplýsinga segir að
einstaklingur skuli ekki teljast
persónugreinanlegur ef verja
þyrfti verulegum tíma og
mannafla til að persónugrein-
ing hans gæti átt sér stað. I
skilgreiningu 2. tölul. 3. gr. er
því bætt við að einstaklingur