Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85: 395-6 395 Ritstjórnargrein Fræöslu- og menntunarmál lækna Að fræðslu- og menntunarmálum lækna koma auk læknadeildar Háskóla Islands, Fram- haldsmenntunarráð læknadeildar, fræðslu- nefndir þeirra stofnana sem læknar starfa á, sérgreinarfélög lækna og Fræðslustofnun lækna. Læknadeild Háskóla Islands tekur að sér að mennta stúdenta, svo úr verði læknakandídatar. Framhaldsmenntunarráð læknadeildar annast fræðslumál nýútskrifaðra læknakandídata með skipulagningu á námi sem krafist er til veitingar lækningaleyfis og hefur Framhaldsmenntunarráð hin síðari misseri gefið sig að fræðslu- og menntunarmálum deildarlækna, fyrst og fremst með það að leiðarljósi að tengja vinnu þeirra fræðslu er nýtist sem upphaf sérnáms, sem er fram haldið erlendis, eins og raunin er meðal flestra íslenskra lækna. Um viðhaldsmenntunarmál lækna, eftir að námi í læknadeild lýkur, er lítið vitað annað en það að læknum ber að sinna símenntun, samanber læknalög, III kafla, 9 gr. „Lœkni ber að sinna stöifum sínum af ár- vekni og trúmennsku, halda við þekkingu sinni ogfara nákvœmlega eftir henni". A aðalfundi Læknafélags Islands í Borgar- nesi, haustið 1997 voru lagðar fram tillögur að reglugerð fyrir Fræðslustofnun lækna en í þeim var kveðið á um hlutverk og starfssvið Fræðslu- stofnunar lækna sem talið var það helst að styrkja viðhaldsmenntun (sí- eða endurmennt- un) og fræðslustarf lækna. Með tilkomu Fræðslu- stofnunar lækna er ætlunin að sú stofnun haldi utan um fræðslu- og menntunarmál lækna og sjái til þess að framboð á námskeiðum og möguleikar á minni fundum á vegum lækna eða hópum þeirra séu í boði. Til að kanna hvernig fræðslu- og menntunar- málum lækna væri háttað og hvar áhugasvið þeirra lægi með tilliti til viðhaldsmenntunar hleypti Fræðslustofnun lækna af stokkunum könnun meðal lækna starfandi á Islandi. Þeir læknar er svöruðu voru flestir sérfræðingar starfandi við sjúkrahús en svarhlutfall í könn- uninni var lágt, eða einungis 33%, og endur- speglar það ef til vill hið almenna áhugaleysi er ríkir meðal lækna á fræðslu- og menntunarmál- um stéttarinnar. Samkvæmt könnuninni verja læknar að meðaltali 11,74 klukkustundum í sjálfsnám á mánuði og verður það að teljast lít- ið enda einungis um hálftími á virkum vinnu- degi. Læknar kjósa hins vegar að verja meiri tíma til símenntunar samanber það, að 70% þeirra telja eðlilegt að verja að jafnaði þremur til sex stundum á viku í sjálfsnám og fundi. Könnunin sýndi að tölvunotkun er mikil meðal lækna og höfðu 76% þeirra aðgang að netinu á vinnustað en 65% aðgang heima og má telja næsta víst að um þessar rásir fari fræðslumál lækna í framtíðinni, enda er áhugi lækna mikill á öllu því er við kemur tölvum og margmiðlun. í könnuninni kom fram að flestum (90%) læknum þótti framboð á fræðslu á vinnustað vera hæfilegt eða of lítið, engir fræðslufundir voru á vinnustað 30% lækna og um 20% lækna sóttu ekki fundi, þrátt fyrir að þeir væru í boði. Helsta ástæða þess að læknar sækja ekki fundi er sú að þeir komast ekki frá. Læknar voru al- mennt á því að rétt væri að koma á formlegri skráningu viðhaldsmenntunar og töldu flestir að Fræðslustofnun lækna ætti að annast þá skráningarskyldu. Hvort könnunin gefi rétta mynd af viðhorfum lækna til fræðslu- og menntunarmála er erfitt að meta, en að því má leiða getum að þeir læknar sem á annað borð ástunda markvissa viðhaldsmenntun svari frek- ar könnun sem þessari og því séu þessi mál enn verr komin. Ljóst er að huga þarf að fræðslu- og mennt- unarmálum lækna þar sem krafa um gæði stendur að þeim er veita og krafa um ástundun allra lækna, en þeir eru í aðalhlutverki. Hvað varðar menntun læknakandídata og deildar- lækna, þurfa þeir aðilar sem menntunina veita, þá aðallega Háskólinn og stóru sjúkrahúsin í landinu, að samhæfa krafta sína og staðla kennsluna. Gera þart kröfu til stjórnenda þess-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.