Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 73

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 453 til Heilbrigðisráðuneytisins og sagt að þeir muni ekki taka þátt í myndun gagnagrunnsins nema sjúklingarnir gefi upp- lýst samþykki. I einkasamtöl- um við íslenska lækna kemur það fram að verulegur hluti starfandi lækna muni ekki taka þátt í myndun gagnagrunnsins ef upplýst samþykki sjúkling- anna er ekki fyrir hendi. Ljóst er að án samvinnu við íslenska lækna verður gagnagrunnur- inn aldrei að veruleika. Allmargir læknar, þar á meðal fyrrverandi landlæknir, hafa gefið í skyn að jafnvel þó leyfi sé gefið sé ekki víst að það uppfylli fjögur nauðsyn- leg skilyrði um upplýst sam- þykki. Eðli og tilgangur upp- lýsingasöfnunarinnar sé mjög víður og erfitt að áætla áhætt- una fyrir einstaklingana. Því er það að jafnvel þótt andlega heilbrigður einstaklingur af- hendi heilsuupplýsingar í grunninn er vafasamt að hann eða hún geti verið upplýst og skilið hvað um er að ræða. Auk þess stendur ekkert í lög- unum um það hvort dómstólar eða aðrar ríkisstofnanir megi nota einstakar upplýsingar úr grunninum. Djörf ný veröld Getur alþjóðlega vísinda- samfélagið haft rétt til að gefa sjálfstæðri þjóð ráð um innan- ríkismál sem varða stefnu heima fyrir í málum er varða rannsóknir eða söfnun upplýs- inga? Já, að sjálfsögðu, því vísindamenn um allan heim deila ábyrgð á því að siðfræði- lega rétt sé staðið að rann- sóknum og meðferð á per- sónuupplýsingum. Akvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar að fara ekki fram á upplýst sam- þykki vegna þess að þá mundu færri taka þátt er ósið- leg og óviðunandi. Hún felur í sér að ef einstaklingarnir vissu hvað þeir væru að sam- þykkja gerðu þeir það ekki! Þessi löggjöf er ekki í sam- ræmi við reglumar sem settar voru í Nurnberg-yfirlýsing- unni og hafa síðan verið virtar og viðurkenndar af ríkis- stjómum og siðanefndum um mannréttindi beggja vegna Atlantshafsins í síðastliðin 50 ár. Því ætti að beita ríkisstjórn Islands ýtrasta þrýstingi til að endurskoða löggjöfina og hætta strax við að láta hana ganga í gildi. Stofnun heilsugagnagrunns á þjóðargrundvelli er hugsan- lega ágætis hugmynd í sjálfu sér og það ber að hrósa íslend- ingum fyrir það hugrekki að láta sér detta slíkt í hug. Sið- fræðin varðandi svona um- deilanlegt uppátæki er flókin og verður enn flóknari, þegar ófyrirsjáanlegar framfarir í líffræði og tölvuvísindum eru teknar með í reikninginn. Það er erfitt að gera sér í hugar- lund hvernig gagnagrunnur- inn verður notaður eftir 20 ár (ef hann verður þá yfirleitt nothæfur). En ef íslendingar skyldu ákveða að ganga inn í þessa djörfu nýju veröld verða þeir að fullvissa vísindasam- félagið um að frumvarpið sé í samræmi við alþjóðlega við- urkennda staðla um læknis- fræðilegar vísindarannsóknir, I núverandi mynd er íslenska löggjöfin óásættanleg fyrst og fremst vegna þess að í hana vantar ákvæði um upplýst samþykki einstaklinganna. Þó að í löggjöfinni séu aðrir mjög umdeilanlegir þættir (svo sem einkaleyfið á upplýsingunum) þá mun athyglin sem beinist að réttindum einstaklinga varðandi læknisfræðirann- sóknir á mönnum koma lög- gjöfinni inn í vísindalega um- ræðu. Alþjóðlegt mikilvægi Umræðan um löggjöfina á Islandi höfðar beint til lækna og vísindamanna sem rann- saka sjúkdóma í mönnum vegna þess að hún höfðar til ábyrgðar okkar varðandi lækn- isfræði, siðfræði og vísindi. Sem læknar öxlum við oft þá ábyrgð á að fá einstaklinga til að taka þátt í rannsóknum og skýra út fyrir þeim tilgang rannsóknanna. Oft eru þetta sjúklingar sem eru háðir okk- ur um læknishjálp og fallast á að taka þátt í rannsókn vegna trausts á okkur. Auk þess er- um við ábyrg gagnvart sið- fræðinefndum um að afla upp- lýsts samþykkis og gæta þess að réttindi, heilbrigði og ör- yggi þeirra sem við erum að rannsaka sé tryggt. Loks erum við sem vísindamenn ábyrgir gagnvart þeim sem kosta rannsóknina, opinberum eða einkaaðilum um að skila ár- angri og stuðla að framgangi vísinda. Heimilislæknar (primary physicians) og klínískir erfða- fræðingar eru í lykilhlutverk- um við gerð á vel heppnuðum klínískum rannsóknum, jafn- vel þó þeir taki ekki virkan þátt í rannsókninni sjálfri. Þeirra hlutverk er oft að greina sjúk- linga með einhvern ákveðinn sjúkdóm. I tengslum við hefð- bundna læknisvitjun biðja þeir sjúklinginn og fjölskyldu hans að taka þátt í rannsókn sem fé- lagar þeirra, tengdir háskóla eða rannsóknarstofnun eru að hefja. Sjúklingurinn treystir lækninum og fellst á að taka þátt í rannsókninni. Jafnvel þó rannsóknaraðilinn hafi fengið opinbert samþykki, er líklegast að læknir viðkomandi sjúk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.