Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 34
418 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 nokkrum dögum eða vikum, en getur endurtek- ið sig (19). Oft eru lítil eymsli frá bólgnum lið- um þrátt fyrir mikla vökvasöfnun. Liðbólga í smærri liðum er óvenjuleg í Lyme-sjúkdómi og bendir til annarrar sjúkdómsgreiningar. Þrálát- ar liðbólgur, sem svara illa meðferð, eru líkleg- astar í sjúklingum með HLA-DR4 vefjagerð. Liðvökvi getur myndast aftur á skömmum tíma, þrátt fyrir liðástungur. Nánast allir sjúk- lingar með liðbólgur í Lyme-sjúkdómi hafa mótefni gegn B. burgdorferi í sermi (11). Önn- ur síðkomin einkenni sjúkdómsins hjá full- orðnum eru: fjöltaugabólga, heilabólgur, minn- isskerðing og þrálátar herslisskellur í húð (acrodermatitis chronica atrophicans). Stórar rannsóknir lrafa sýnt að upphafsein- kenni sjúkdómsins eru: staðbundinn flökkuroði (66%), dreifður flökkuroði (23%), liðbólgur (7%), andlitslömun (3%), heilahimnubólga (1%) og bólgur í hjarta (0,5%). Af sjúklingum með staðbundinn flökkuroða höfðu 45% tekið eftir maurabiti á undanfarandi fjórum vikum (2). Algengara er að þeir, sem sýkjast af Lyme- sjúkdómi í Bandaríkjunum og fá flökkuroða, kvarti fremur um önnur einkenni samanborið við sambærilegan sjúklingahóp í Evrópu. Hugsanlega er um harðskeyttari stofn B. burg- dorferi eða tíðari endursýkingar að ræða vest- anhafs (20,21). Mótefnamælingum á sermi er mikið beitt til að staðfesta greiningu á Lyme-sjúkdómi. I flestum tilfellum má staðfesta greiningu með sértækum IgM (fjórum vikum eða seinna eftir sýkingu) og /eða IgG mótefnum (sex til átta vikum eða seinna eftir sýkingu) (22,23). Al- gengasta aðferðin til að mæla mótefni gegn B. burgdorferi er ELISA. Aðferðin getur þó gefið falskt-jákvæða svörun til dæmis við aðrar gormsýklasýkingar, ákveðnar veirusýkingar og vissa sjálfnæmissjúkdóma (24). Nauðsynlegt er því að staðfesta tvíræð eða jákvæð ELISA svör með Western blot aðferð (11). PCR til greiningar á Lyme-sjúkdómi er enn á tilraunastigi. Aðferðin greinir ekki á milli lif- andi og dauðra gormsýkla, þannig að jákvæð svörun er ekki sönnun fyrir virkri sýkingu. Hins vegar má vera að þessi rannsóknaraðferð verði kjörrannsókn á Lyme-sjúkdómi í fram- tíðinni (25). Þar sem B. burgdorferi er erfið í ræktun, nema helst frá mænuvökva eða vefjasýnum, er ræktunum lítið beitt (9). I samanburði við flest- ar bakteríur vex B. burgdorferi tiltölulega hægt, hver gormsýkill lengist í 12-24 klukkustundir og skiptist síðan í tvær frumur. B. burgdorferi missir oftast sýkingarhæfni sína eftir 10-15 skiptingar í ræktun (26). Aður fyrr óttuðust menn smit yfir fylgju til fósturs þungaðra kvenna, sem sýktust á með- göngu. Nýlegar rannsóknir sýna hins vegar fram á það að smitun fyrir fæðingu er sjaldgæf og þótt komið hafi fram sjúkratillfelli þar sem sýnt hefur verið fram á að B. burgdorferi hafi borist yfir fylgju, þá er ónæmissvörun ekki fyrir hendi í fóstrinu og tengsl B. burgdorferi við meðfædda líffæragalla lítil (27). Þar til ítar- legri vitneskja liggur fyrir, er ráðlagt að með- höndla þungaðar konur með sýklalyfjum ef grunur leikur á Lyme-sjúkdómi á meðgöngu (28). Röng greining á Lyme-sjúkdómi og ofmeð- höndlun er algeng og víða vandamál (9). Ástæðan er meðal annars að sértæki sermis- mótefnamælinga er ófullnægjandi. Rétt er því að ítreka frekar nauðsyn klínískrar greiningar (29,30). Öll stig Lyme-sjúkdómsins svara viðeigandi sýklalyfjameðferð. Snemmkomin einkenni sjúkdómsins eru meðhöndluð með doxýcýklíni (ekki börn níu ára eða yngri), amoxicillíni eða erýtrómýcíni um munn í 21 dag. Andlitslömun og liðbólgur eru meðhöndlaðar á sama hátt en í 30 daga. Alvarlegri taugasjúkdómaeinkenni, heilahimnubólga og hjartabólgur eru með- höndlaðar með ceftríaxóni eða penicillíni G í æð í 14-21 dag (9). Rannsóknir hafa sýnt að ekki er ástæða til fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferðar eftir bit af völdum blóðsjúgandi maura af Ixodes-stofni, jafnvel á svæðum þar sem Lyme-sjúkdómurinn er landlægur (31). Bóluefni til varnar Lyme- sjúkdómi eru enn á tilraunastigi, verið er að þróa bóluefni gegn yfirborðsprótínum B. burgdorf- eri og tilraunir standa yfir í Bandaríkjunum á svæðum þar sem sjúkdómurinn er landlægur (32). Langtímahorfur sjúklinga, sem sýkst hafa af Lyme-sjúkdómi og verið meðhöndlaðir, eru mjög góðar. Liðbólgur geta þó komið fram, einkum hjá sjúklingum sem hafa vefjaflokkana DR-2, DR-3 og DR-4 (9). íslendingar eru mikið á faraldsfæti, þannig að íslenskir læknar verða að hafa augun opin fyrir þessum sjúkdómi. Þetta sjúkratilfelli er því áminning um að vera á varðbergi því Lyme-sjúkdómurinn greinist einnig hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.