Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 118

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 118
494 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Af læknaskopi Eins og spurst hefur út voru Norræn samtök um læknaskop (Nordisk Selskap for Medisinsk Humor) stofnuð í Lyngby í útjaðri Kaup- mannahafnar 16. janúar síðastliðinn. Stofn- fundinn sat 51 læknir frá Norðurlöndunum; 17 Norðmenn, sex Svíar, 25 Danir og þrír íslend- ingar. Af þeim var Bjarni Jónasson fulltrúi Læknafélags Islands og jafnframt styrkti Félag íslenskra heimilislækna hann til fararinnar. Fundurinn var aldrei leiðinlegur og vakti mikla athygli fjölmiðla. Á fundinum var kosin sex manna stjórn með Stein Tyrdal bæklunarlækni frá Osló sem forseta og auk hans eru í stjórn- inni einn Norðmaður, tveir Danir, Svíi og Is- lendingur (BJ, sem varaforseti). I varastjórn er Pétur Pétursson ásamt Dana. Á stofnfundinum voru samþykkt lög og reglur samtakanna og fylgja þau pistli þessum. Á símafundi stjórnar 2. mars síðstliðinn var síðan ákveðið, að árgjald yrði 200 krónur í gjaldmiðli viðkomandi lands og var sú tillaga ekki íslensk! Nú er því tækifærið, landar góðir að fá eitthvað fyrir peningana! Fimmta mars síðastliðinn var haldinn kynn- ingarfundur á vegum Fræðslustofnunar LI um læknaskop og sáu 26 læknar ástæðu til að mæta. Aðalgestur fundarins var Mats Falk frá Smálöndum í Svíþjóð, sem kom, sá og briller- aði. Undirritaður hefur aldrei orðið vitni að því áður, að jafnmargir læknarhafi hlegið jafnlengi og jafnoft á fundi á vegum læknasamtakanna og er þó af ýmsu að taka. Framundan er svo fyrsta norræna þing Nordisk Selskap for Medi- sinsk Humor og verður það haldið í Alvdal í Noregi 24.-25. september næstkomandi. Áhug- inn er geysilegur og liggur við að slegist sé um að fá að troða upp með fyrirlestur. Dagskráin verður kynnt síðar í Læknablaðinu. Þeir kollegar, sem áhuga hafa á að vera fé- lagar í Norrænum samtökum um læknaskop hafi samband við Bjarna Jónasson, Heilsugæsl- unni í Garðabæ, (sími 520 1800, bréfsími 520 1819, netfang bjarni.jonasson@gb.hgst.is). Þeir fá síðan send eyðublöð vegna umsóknar um félagsgjald og fara á lista yfir þá sem fá sendan póst á vegum samtakanna. HERMAN „Gœtirðu ekki sett höndina á mér ífatla svo ég losni viö að vaska upp nœstu vikurnar?“ Norræn samtök um læknaskop Lög og reglur, sem samþykkt voru á stofn- fundi samtakanna 16. janúar 1999. § 1. Norræn samtök um læknaskop eru sér- stakur félagsskapur þeirra, sem áhuga hafa á læknaskopi. § 2. Tilgangur samtakanna er: a) að nota kímni innan heilbrigðiskerfisins til þess að laða fram leikandi og læknandi krafta lífsgleðinnar, b) að efla skopskyn til að bæta samband félags- manna sín í milli og við aðra, c) að stuðla að vísindastarfsemi um skop, eink- um hvað varðar þýðingu skops fyrir heilsuna, d) að nota skop til að bæta heilbrigði fólks, heilbrigðisfræðslu og meðferð sjúklinga, e) að nota skop sem leið til að skilja sjálfan sig betur, bæta samskipti við aðra, auka lífsgleði og koma í veg fyrir útbruna, f) að eiga ánægjustund með sjálfum sér og kollegum og vinna þannig gegn því að menn taka sjálfa sig of hátíðlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.