Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 399 með slembiúrtökum: 12-15 ára stúlkum (n=325), 16, 18 og 20 ára stúlkum (n=247), 25 ára stúlkum (n=86), 34-48 ára konum (n=107) og 70 ára konum (n=308). Kalkhormón var eingöngu mælt í 70 ára konum. Ennfremur voru gerðar mataræðiskannanir í öllum hópum nema hjá 12-15 ára stúlkum þar sem stuðst var við fyrri könnun Manneldisráðs. Arstíða- bundnar sveiflur á 25-OH-D voru kannaðar hjá 12-15 ára stúlkum og 70 ára konum með því að dreifa sýnatökunum í jafnstóra hópa á tímabil- inu frá september 1997 tiljúní 1998. Niðurstöður: Þéttni 25-OH-D var í réttu hlutfalli við D-vítamíninntökuna (r=0,3-0,54). Meðalþéttni 25-OH-D (september-maí) var 34,6±22 nmól/L í 12-15 ára stúlkum, 43,9±20 hjá 16-20 ára stúlkum (febrúar-apríl), 50,1±24 hjá 25 ára stúlkum (nóvember-desember), en 36,6±16 hjá 34-48 ára konum (febrúar-apríl) og 53,9±20 nmól/L hjá 70 ára konum (septem- ber-júní). Marktækar árstíðabundnar sveiflur voru á 25-OH-D meðal 12-15 ára stúlkna en minni hjá 70 ára konum. I 12-15 ára hópnum náði 25- OH-D lágmarki í marsmánuði en í maímánuði í 70 ára konunum. Marktæk neikvæð fylgni fannst milli þéttni 25-OH-D og ln-PTH í 70 ára hójmum (r=-0,2; p<0,01). Alyktanir: D-vítamínbúskapur 70 ára kvenna er almennt góður, en að sama skapi er honum ábótavant meðal 12-15 ára stúlkna, einkum síðla vetrar þegar lítil D-vítamínfram- leiðsla er í húð. Verulega lág gildi sáust nær eingöngu í hópi 12-15 ára stúlkna. D-vítamín- búskapur meðal eldri stúlkna og miðaldra kvenna virtist þarna mitt á milli. Æskileg neðri mörk 25-OH-D fyrir 70 ára konur virðast vera um 50 nmól/L, en það svarar til inntöku að minnsta kosti 15-20 pg (600-800 eininga) af D- vítamíni á dag. Til að tryggja nægilega þéttni D-vítamíns í blóði síðla vetrar meðal allra ald- urshópa virðist eðlilegt að D-vítamínbæta mjólkurafurðir að vetrarlagi. Inngangur D-vítamín er nauðsynlegt til að tryggja nægjanlegt frásog kalks og fosfats úr fæðu og þar með nægilega þéttni þessara jóna í blóði og eðlilega útfellingu þeirra í bein til að herða þau (1). Alþekkt er að mikill skortur á D-vítamíni leiðir til beinkramar í börnum (rickets) og bein- meyru (osteomalacia) í fullorðnum vegna ófullkominnar kölkunar beina. Rannsóknir síð- ustu ára benda til að vægur skortur á D-víta- míni valdi beinþynningu vegna lægri þéttni kalks í blóði, sem leiði til aukinnar framleiðslu kalkhormóns og þar með til aukinnar losunar steinefna úr beinum (2-4). Því hefur verið talin þörf á að endurskilgreina D-vítamínþörfina (5). D-vítamín myndast í húð fyrir áhrif sólar- ljóss en það fæst einnig úr fæðu. D-vítamín- neysla hefur nokkuð verið athuguð í matar- æðiskönnunum á íslandi (6,7). Norðlæg lega Islands gerir það hins vegar líklegt að árstíða- sveiflur í D-vítamínbúskap hérlendis séu veru- legar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá betri heildarmynd af D-vítamínbúskap hér á landi með mælingum á 25-OH-vítamíni D í blóði kvenna á mismunandi árstíðum og jafnframt meta D-vítamínneysluna og fá þannig fram mikilvægi hvors þáttar fyrir sig, sólarljóss og D-vítamíns í fæðu. Efniviður og aðferðir Stúlkur 12-15 ára: 25-OH-D var mælt í 325 stúlkum á aldrinum 12-15 ára, sem komið höfðu til rannsóknar á mótefnum gegn rauðum hundum á tímabilinu september-maí. Til þess að kanna árstíðasveiflur 25-OH-D voru að meðaltali 35 stúlkur mældar í hverjum mánuði. Heilblóð var tekið ýmist í skólum og/eða heilsugæslum landsins á tímabilinu september 1997 til maí 1998 og sent til Rannsóknarstofu Háskóla íslands í veirufræði, þar sem það var spunnið niður og sermið fryst (-20°) fram að mælingu á 25-OH-D. Alls komu 244 stúlkur af svæðinu frá Borgarnesi að Selfossi en 81 stúlka frá ýmsum stöðum á landsbyggðinni. Stúlkur 16-20 ára: Slembiúrtak af Reykja- víkursvæðinu (8). Alls var 341 stúlku boðin þátttaka en 249 tóku þátt (73%). Þessi hópur kom til mælingar á tímabilinu febrúar-apríl 1996. Konur 25 ára: Slembiúrtaki úr íbúaskrá Reykjavíkur, alls 130 konum (8), var boðin þátttaka en 86 mættu (66%). Rannsóknin fór fram á tímabilinu október-nóvember 1996. Konur 34-48 ára: Þetta er hópur mæðra áðurnefndra 16-25 ára stúlkna og þannig skil- greindur að engin þeirra hefði náð tíðahvörf- um. Alls uppfylltu 107 konur þessi skilyrði og komu í rannsókn á tímabilinu febrúar-apríl 1997. Konur 70 ára: Öllum konum í íbúaskrá Reykjavíkur sem urðu 70 ára á árinu 1997 var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.