Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 87

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 87
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 467 sem óhjákvæmilega fylgir svona breytingum. Þetta er já- kvæð þróun og í samræmi við það sem er að gerast víða er- lendis. Þar er lögð mikil áhersla á náin og lifandi tengsl á milli bráðaþjónustu og þess sem tekur við af henni. Við megum ekki gleyma því að upp undir helmingur þeirra sem lagðir eru inn á sjúkra- húsin eru aldraðir og hluti þeirra ætti að koma beint til okkar en ekki að þurfa að millilenda á sérhæfðum deild- um sjúkrahúsanna. Við sjáum fram á bætta þjónustu og aukin afköst og ef okkur tekst að koma fólki fyrr á hjúkrunarheimili þá getur biðtíminn hjá okkur styst. Eins og er bíða alltaf einhverj- ir á lyflækninga- og hand- lækningadeildum sjúkrahús- anna eftir því að komast til okkar og úti í samfélaginu eru einnig einstaklingar sem þyrftu að komast í greiningu eða endurhæfingu hér. Við getum ekki tekið við þeim vegna þess að rúmin eru upp- tekin af fólki sem ætti að vera á hjúkrunarheimili. Uppbygg- ing hjúkrunarheimila hefur verið hægari í höfuðborginni en á landsbyggðinni, rétt eins og verið hefur í heilsugæsl- unni. Það er þó verið að byggja ný heimili og með aukinni uppbyggingu þeirra vonumst við til að geta rækt hlutverk okkar betur." Aldraðir frískari núna og fötluðum fækkar - Nú blasir það við að öldr- uðum mun fjölga verulega á næstu árum og áratugum og væntanlega mun veiku, öldr- uðu fólki einnig fjölga. Erum við komin með tæki sem getur mætt þessari fjölgun? „Þú segir að veiku fólki muni væntanlega fjölga en það bendir flest til þess að það fólk sem núna er að komast á eftirlaunaaldur sé frískara en það var fyrir 25 árum og fötl- uðum hefur fækkað. Við þekkjum áhættuþættina sem leiða til fötlunar en erum ekki farin að nota þá þekkingu á nógu markvissan hátt til að fyrirbyggja áföll. Þar gæti heilsugæslan komið til skjal- anna í auknum mæli með klín- ískar leiðbeiningar sem taka á áhættuþáttum fötlunar og hrörnunar. Nægir þar að nefna háþrýsting, þar á meðal slag- bilsháþrýsting, gáttatif, kól- esterólhækkun, reykingar og beinþynningu. Það gæti leitt til þess að fleira fólk verði frískara lengur í framtíðinni. Fjölgun sjúkra aldraðra verð- ur því vonandi ekki alveg línuleg í takt við almenna fjölgun þessa aldurshóps. Heilbrigðisþjónustan þyrfti að taka höndum saman um að bæta heilsu aldraðra. Það þarf að mínu viti ekki að byggja mikið meira en þau 120-150 rými sem nú vantar. En við þyrftum að bæta heimaþjón- ustu við aldraða og varðveita og þróa frekar öldrunarþjón- ustu sjúkrahúsanna sem tekur við fólki sem er komið skref- inu lengra en að hafa áhættu- þætti og er orðið veikt og fatl- að, ýmist andlega, lrkamlega eða félagslega. Við sérhæfum okkur í því að byggja fólk upp aftur og koma því til sjálfs- bjargar á ný. Erlendar rann- sóknir sýna að slík þjónusta dregur úr líkunum á því að fólk þurfi á varanlegri vistun að halda og eykur líkurnar á því að það geti búið heima. Þannig dregur hún úr þörfinni fyrir langtíma umönnun á stofnunum jafnvel þótt öldr- uðum fjölgi." Ung sérgrein með aldraða sjúklinga - Hvernig hefur ykkur gengið að fá fólk til starfa? Er ekki skortur á hjúkrunarfræð- ingum? „Sá vandi kemur alls staðar við sögu á sjúkrahúsunum. Hann er tilfinnanlegur og háir okkur því allar fagstéttirnar vinna saman sem einn hópur. Eg veit að hjúkrunin er að glíma við þennan vanda eins og best hún getur en það er ekki gott að segja hvað fram- tíðin ber í skauti sínu hvað þetta varðar. Það má þó benda á að öldrunarhjúkrun hefur verið í vexti og það sama gild- ir um almennan áhuga á öldr- unarfræðum og öldrunarlækn- ingum. Það er svo skrítið að þótt við séum að fást við elsta fólkið þá er þetta ein yngsta sérgreinin innan læknisfræð- innar. Hún hefur styrkst og vaxið mikið á síðustu 30 árum og er búin að slíta barnsskón- um. Eg er bjartsýnn á framtíð þessarar starfsemi. Það styrkir stöðu okkar að við erum að bjóða upp á úrræði sem eru fjárhagslega hagkvæmari en þau sem öldruðum standa til boða á bráðasjúkrahúsunum og stuðla að því að mæta ósk- um fólksins. Við tökum við fólki af sérhæfðu deildunum og oft þarf fólk ekki að koma þar við. Þannig ná hinar sér- hæfðu deildir að njóta sín bet- ur. Ef við getum einnig orðið til þess að draga úr þörfinni fyrir hjúkrunarheimili og stytta þann tíma sem fólk þarf að dvelja þar þá sparast veru- legar fjárhæðir, auk þess sem flestir aldraðir kjósa að geta dvalið sem lengst í heimahús- um,“ segir Pálmi V. Jónsson forstöðulæknir á Landakoti. -ÞH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.