Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 443 Um þetta er enginn ágrein- ingur. Má benda á að í lögum um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði er skýrt tekið fram að óháð vísindasiða- nefnd muni fjalla um rann- sóknir í gagnagrunninum auk þess sem tölvunefnd fylgist náið með öllum rannsóknum í gagnagrunninum og að vís- indasiðanefnd Heilbrigðis- ráðuneytisins komi að málinu. I fjórðu spurningu spyr stjórn LI hvort siðlegt sé að veita einkafyrirtæki einkarétt til að breyta almannaverð- mætum í einkaauð. WMA er gefin ástæða til að ætla að ver- ið sé að spyrja um einkaleyfi til að kortleggja erfðamengi og einkaleyfi í framhaldi af því. Vitnað er í Yfirlýsingu um erfðamengi mannsins (Declaration on the Hurnan Genome Project), þar sem segir að ekki skuli veita einka- leyfi fyrir erfðamengi manns- ins eða hlutum þess. Um þetta er enginn ágrein- ingur. Oþarfi ætti að vera að taka fram eftir alla þá umfjöllun sem gagnagrunnshugmyndin hefur fengið, að stjóm LÍ blandar hér saman rannsókn- um á erfðamengi mannsins annars vegar og vinnslu heilsufarsupplýsinga í gagna- grunni hins vegar. Stjórn LI hefur aftur leitt WMA á villigötur með leið- andi spumingu og bjöguðum bakgrunnsupplýsingum þann- ig að svar samtakanna fjallar ekki um miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði, held- ur um erfðarannsóknir. I fimmtu spurningu er spurt um rétt sjúklinga til að draga gögn úr gagnagrunni vilji þeir hætta þátttöku. Tilvitnun í Yfirlýsingu um erfðamengi mannsins bendir til að WMA telji að um erfðarannsóknir sé að ræða, sem byggi á upplýstu samþykki, eins og alltaf er í slíkum rannsóknum. Tilvitn- unin í Helsinkiyfirlýsinguna bendir einnig til að WMA gangi út frá rannsóknum þar sem krafist er upplýsts sam- þykkis, en ekki ætlaðs sam- þykkis (sjá svar við sjöttu spurningu). Um þetta er enginn ágrein- ingur. Svar WMA fjallar greini- lega um annað fyrirbæri en miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði. Er hér enn og aftur um að kenna óvönduð- um málatilbúnaði stjórnar LÍ. I sjöttu spurningu er spurt hvenær veita megi aðgang að sjúkraskrám til rannsókna. WMA vitnar í „Statement on the Use of Computer in Medi- cine“ (Doc. 20.8). í þeirri tilvitnun er undirstrikað mjög rækilega, að það feli ekki í sér brot á trúnaði læknis við sjúk- ling að veita aðgang að eða flytja trúnaðarheilsufarsupp- lýsingar (confidential health care information), án upplýsts samþykkis, til að framkvæma vísindarannsóknir, til endur- skoðunar og eftirlits á stjórn- un heilbrigðisstofnana, til fjárhagsendurskoðunar, mats á áætlunum og fleira, svo fremi að trúnaðar sé gætt. Lög um miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði eru fyllilega í samræmi við þetta, auk þess sem þau fylgja viður- kenndum alþjóðlegum reglum og samþykktum um sama efni. Astæða er til að undir- strika, að í ofangreindri til- vitnun er verið að fjalla um persónutengdar trúnaðarupp- lýsingar. Allar upplýsingar sem verða unnar í gagna- grunninn hafa farið í gegnum þrefalda dulkóðun persónu- auðkenna auk þess sem með aðgangshindrunum verður tryggt að aldrei verður hægt að fá upplýsingar um einstak- linga í gagnagrunninum. Lög- in um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði ganga því miklu lengra í persónuvernd en ofangreind samþykkt. I sjöundu og síðustu spum- ingu er spurt um hver sé gæslumaður sjúkraskráa. Svar WMA er mjög loðið. Þar segir einungis, að margt af því sem á undan hafi verið reifað styðji hugmyndina um að læknir skuli fjalla af gætni um (have discretion over) notkun sjúkraskráa sjúklinga sinna. Aðrir gagnagrunnar Ekki verður hjá því komist í lokin að bera saman miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði og nokkra erlenda miðlæga gagnagrunna, í Danmörku, Svíþjóð, Bandaríkjunum og svo á Nýja-Sjálandi. Þann síð- astnefnda notaði Ross Ander- son, ráðgjafi LI í tölvuörygg- ismálum, sem dæmi öðrum til fyrirmyndar. I engum þessara gagnagrunna er gert ráð fyrir að samþykki sjúklinga þurfi til flutnings heilsufarsupplýs- inga í miðlægan gagnagrunn, né að læknar stofnana ráði þar nokkru um (á íslandi er þó skilyrði um samráð við lækna); hvergi er þörf upp- lýsts samþykkis fyrir tölfræði- legum rannsóknum og hvergi er hægt að eyða upplýsingum, sem fluttar hafa verið í gagna- grunnana. Miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði sker sig úr hópnurn með heimild lil sjúk- linga að neita flutningi heilsu- farsupplýsinga í gagnagrunn- inn. Þetta er reyndar mögulegt á Nýja-Sjálandi, en aðeins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.