Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 78

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 78
458 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 en á hinn bóginn má benda á að kandídatinn hefur vinnu- skyldu þannig að hann getur lagt talsvert af mörkum. Þetta er starfsþjálfun og á heilsu- gæslustöðvum jafnt sem sjúkrahúsum eru kandídatar vinnuhestar eins og landlækn- ir orðaði það.“ Erfitt að sjá fyrir sveiflur - En hvað um að víkka numerus clausus eða jafnvel afnema hann? „Við erum þegar búnir að ákveða að fjölga nýnemum úr 36 í 40 á ári. Ef við ætlum að fjölga læknanemum umfram það þurfum við að gera okkur grein fyrir því hvert hlutverk læknadeildar á að vera í því að leysa þennan vanda. Það tekur 11-12 ár að mennta lækni og við getum ekki séð fyrir þörf- ina 12 ár fram í tímann. Við vitum að við menntum nógu marga og sveiflurnar geta ver- ið miklar. Eg minni á að nú eru á fimmta hundrað íslenskir læknar í útlöndum og það eru ekki nema fimm ár síðan menn biðu í röðum eftir hverri stöðu sem losnaði hér heima. Þá var offramboð á læknum. Á síðustu árum virðist mér að sú breyting hafi orðið á við- horfum læknanema að draum- urinn um að vinna á Islandi, sem var allsráðandi þegar ég var í námi, hafi dvínað mikið. Alþjóðavæðingin hefur sín áhrif. Og læknadeild getur ekki tekið ábyrgð á því að bregðast við þessum sveiflum. Við erum tilbúin að fjölga nemum jafn- vel meira en upp í 40 og auka framboð á námi í lækningum utan sjúkrahúsa. Einnig viljum við reyna að gera eitthvað sér- stakt fyrir dreifbýlið. Varðandi það hvort við get- um hugsað okkur að falla frá numerus clausus þá er það alltaf til umræðu hvaða að- ferðum skuli beita til að velja læknanema. Samt sem áður verður alltaf að miða við ákveðqinn fjölda. Þegar líður á námið fer kennslan fram maður á mann svo það verður að vera ljóst frá upphafi hversu inargir nemendur eru teknir inn. Ef við létum eftirspurnina ráða þá gætu sveiflumar orðið meiri en svo að við réðum við þær." Framhaldsnám eflt á íslandi? Þær lausnir sem nefndar hafa verið snúa eingöngu að skorti á heimilislæknum en eins og fram kom í fyrstu greininni þá ríkir hér á landi skortur á unglæknum til starfa á sjúkrahúsum. Það blasir líka við að sá skortur mun verða illviðráðanlegur þegar vinnu- tímatilskipun Evrópusam- bandsins tekur gildi hér á landi. Helsta ástæðan fyrir þessum skorti er að svo til all- ir íslenskir læknar stunda framhaldsnám í öðrum lönd- um og eru því ekki tiltækir meðan á því stendur. Nú eru einungis fjórar námsstöður sem ætlaðar eru læknum í framhaldsnámi og þær eru í heimilislækningum. Jóhann Ágúst slær því föstu að sú leið að auka framhalds- nám hér á landi sé ekki varan- leg leið til að mæta lækna- skortinum. „Það er engin ástæða til að stefna að því að framhalds- námið færist að öllu leyti hingað til lands. Eg er þeirrar skoðunar að æskilegast sé að læknar fari utan til framhalds- náms. Við eigum töluvert langt í land með að skapa það akademíska umhverfi sem er nauðsynlegt til þess að halda uppi góðu framhaldsnámi. Hins vegar væri þarft að bjóða unglæknum upp á einhvern valkost sem gæti orðið til þess að þeir stöldruðu við hér á landi í þetta tvö eða þrjú ár að loknu kandídatsári. Þar mætti hugsa sér námskeiðahald sem nýttist mönnum í framhalds- námi. Þetta gæti orðið til þess að hvetja okkur til dáða á ýmsum sviðum kennslunnar og aukið gæði læknisfræðinn- ar þegar til lengri tíma er litið.“ Svo mörg voru þau orð Jó- hanns Ágústs Sigurðssonar prófessors og forseta lækna- deildar. í þriðju grein er ætl- unin að velta því fyrir sér hvort þörf sé á því að breyta einhverju í uppbyggingu heil- brigðiskerfisins til þess að laga það að framboði á lækn- um og öðrum heilbrigðisstétt- um. Er kannski ástæða til þess að taka hefðbundna verka- skiptingu lækna og annarra stétta til endurskoðunar? -ÞH Leiðrétting I fyrri grein um lækna- skortinn var látið í það skína að ágreiningur ríkti um það milli landlæknis og landsybggðarlækna hver væri raunverulegur skortur á læknum á landsbyggð- inni. Það er að sjálfsögðu alger misskilningur sem skrifast á reikning blaða- manns. Við vinnslu grein- arinnar varð dálítið sam- bandsleysi sem kom í veg fyrir að þetta atriði yrði leiðrétt í próförk. Við biðj- um landlækni, lesendur og aðra sem hlut eiga að máli velvirðingar á þessum mis- tökum. -ÞH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.