Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Síða 70

Læknablaðið - 15.05.1999, Síða 70
452 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 sem og félög heilbrigðisstarfs- manna mótmæltu frumvarp- inu kröftuglega á opinberum vettvangi. Þessum mótmælum var mætt með áliti frá laga- nefnd skipaðri meðlimum úr lagadeild H.í. en kostaðri af DeCode Genetics. I 60 síðna lögfræðiáliti er ein setning þar sem sú spurning er sérlega lögð fram hvort upplýsts sam- þykkis sé krafist til að taka þátt í söfnun heilsutengdra upplýsinga. Málsgreinin svar- ar raunar ekki þessari spurn- ingu en lýkur með því að álykta að með ópersónu- bundnum einkennum muni tengslin milli sjúklings og læknis ekki truflast en víkur sér undan að taka afstöðu til grundvallarspurningarinnar um upplýst samþykki. Megin- atriði röksemdafærslunnar til stuðnings lagasetningarinnar í álitinu byggjast á því að það að gera upplýsingamar óper- sónugreinanlegar, geri kröfuna um upplýst samþykki óþarfa. Meginreglur í evrópsku upp- lýsingaverndarlöggjöfinni frá Evrópuþinginu og Evrópuráð- inu eru skýr varðandi upplýst samþykki manna til þátttöku í söfnun og geymslu persónu- upplýsinga. Það er talið nauð- synlegt grundvallaratriði við meðhöndlun slíkra gagna. Þessi regla er án undantekn- inga. Hins vegar eru undan- tekningar að því er varðar að greina frá slíkum upplýsing- um þegar um er að ræða að af- hjúpa glæpi vegna skattlagn- ingar og þjóðaröryggis. Að- gangur að gagnagrunni til rannsóknar er leyfður undir vel skilgreindum kringum- stæðum með því skilyrði að réttur einstaklingsins til einkalífs sé varinn og virtur. Alþingi Islendinga vissi að sjálfsögðu um þessi lög og reyndi að halda löggjöfinni innan marka þeirra, sökum þess að Island hefur samþykkt þetta samevrópska samkomu- lag. íslensku lögin gera ráð fyrir rétti til verndunar einka- lífsins hvað varðar það að greina frá upplýsingum og þau gera ráð fyrir að það geri upplýst samþykki óþarft. I þessu liggur grundvallarbrota- löm laganna. Það er því aug- ljóst að íslensku lögunum verður vísað til dómstóla í Evrópu og þar verður skorið úr um það hvort þau eru innan ramma og í samræmi við anda laganna. Niðurstöðurnar munu hafa úrslitaáhrif í framtíðinni á söfnun um geymslu læknis- fræðilegra rannsóknargagna. Einkaleyfí á þjóðar- gagnagrunniá heilbrigðissviði Þriðja meginatriðið varðandi lögin er veiting einkaleyfis á gagnagrunninum. Þar stendur að „Rekstrarleyfishafa er á leyfistíma heimil fjárhagsleg hagnýting upplýsinga úr gagna- grunninum". Leyfishafi mun hafa einkarétt, sem virðist rök- rétt frá viðskiptasjónarmiði - leyfishafi leggur fram fjár- magnið til að stofna gagna- grunninn og á því rétt á að njóta afrakstursins af fjárfest- ingunni. Ragnheiður Haralds- dóttir skrifstofustjóri í Heil- brigðisráðuneytinu lét nýlega svo ummælt að: „Hinn fyrir- hugaði gagnagrunnur mun ekki útiloka líftœknifyrirtœki eða lyfjafyrirtæki frá aðgangi að upplýsingum um íslenska sjúklinga, einkarétturinn nœr ekki heldur til eins fyrirtœkis til að þróa ný lyfeða prófa ný lyf. “ En takið eftir: „Miðlœgi gagnagrunnurinn verður í einkaeign og rekinn af einka- aðila, en íslensk heilbrigðis- yfirvöld hafa aðgang að upp- lýsingunum, ef þau fylgja ákveðnum reglum. Aðrir vís- indamenn munu einnig hafa aðgang nema umfjárhagslega hagsmuni sé að tefla “ (16). Ljóst er af umræðum og rökræðum við marga íslenska vísindamenn að veruleg and- staða er gegn einkaleyfinu í röðum þeirra sem ekki eru tengdir DeCode Genetics. Skilmálar og skilyrði fyrir að- gangi að gagnagrunninum eru óljós og „sérreglur“ þær sem Ragnheiður Haraldsdóttir vitnar í eru háðar túlkun og áhættumati sem fremur er byggt á viðskipta- eða póli- tískum sjónarmiðum en vís- indalegum forsendum eða gæðamati. Islenskir vísinda- menn hafa af því áhyggjur að sjúklingarnir muni í raun „læsast“ við einkaleyfishaf- ann (DeCode) og aðgangur að upplýsingum um þá, þó yfir- völd mæli með honum, verði í orði en ekki á borði vegna einkaleyfisskilyrðanna. Þá getur fjármögnun til óháðra íslenskra vísindamanna orðið erfiðari vegna þess að menn setja samasemmerki milli ís- lenskra erfðarannsókna og DeCode Genetics. Andmæli Læknafélags íslands Læknafélag Islands hefur lýst andstöðu við lögin frá fyrstu drögum og gerir það enn. Sjónarmið félagsins er að það stríði gegn siðareglum lækna að gera læknisfræðileg- ar rannsóknir án upplýsts sam- þykkis viðkomandi manns. Þeir benda einnig á álit And- ersons að réttur einstaklings- ins til einkalífs verði í raun ekki varinn við færslu gagn- anna. Þegar þetta er ritað hafa 150 læknar skrifað formlega
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.