Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 52
436 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 ingur við það að „sópa til hlið- ar“ löggjöf, sem verndar rétt- indi sjúklinga, hverjar svo sem ástæðurnar kunna að vera. Stefna Alþjóðafélags lækna gerir ráð fyrir að þau tilvik komi upp að lögin beri brigð- ur á rétt læknisins til að taka ákvarðanir fyrir hönd sjúk- lingsins eða að dregið sé úr rétti sjúklinga til trúnaðar. Til dæmis segir í Lissabonyfir- lýsingunni: „Aðeins má opinbera trún- aðarupplýsingar, ef sjúkling- urinn gefur skilmerkilegt sam- þykki sitt eða ef skýlaus ákvœði eru um það í lögum.“ Af þessari ástæðu er bráð- nauðsynlegt að iögin greiði fyrir nægjanlegri vernd fyrir réttindi sjúklinga. Þriðja spuming: Er sið- fræðilega rétt, að rannsóknir, sem leyfishafi gagnagrunns- ins stendur fyrir, séu undan- þegnar mati siðfræðilegra nefnda sem sérstaklega eru skipaðar í samræmi við Helsinkiyfirlýsinguna? Enginn ætti að gera neina rannsókn, hvert svo sem tilefn- ið er, án þess að fylgt sé öllum meginreglum í Helsinkiyfir- lýsingu Alþjóðafélags lækna. Fjórða spurning: Er sið- fræðilega rétt að veita einu einkafyrirtæki einskorðað- an rétt til þess að setja sam- an, reka og hagnast á alhliða miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði og breyta þannig opinberum úrræð- um í verslunarvöru einstak- linga? Sé tilgangurinn með gagna- grunninum sá að staðsetja mannlegar erfðaeiningar og síðan að áskilja leyfishafanum (eða fjárhagslegum samstarfs- aðila hans) einkarétt á að- gangi að gögnunum, í því skyni að hagnast á þeim, þá gildir eftirfarandi meginregla: „Staðsetning mannlegra erfðaeininga verður að vera nafnlaus, en upplýsingarnar sem aflað er gilda um allar mannverur án tillits til ein- staklingsmunar, litarháttar eða kynþáttar. Upplýsingarn- ar ættu að vera almannaeign og þœr œtti ekki að nota í augnamiði viðskipta. Þar af leiðandi œtti ekki að gefa út nein einkaleyfi fyrir gena- mengi mannsins eða hluta af því. “ (Yfirlýsingin um könn- un á genamengi mannsins.) Fimmta spurning: Er sið- fræðilega rétt að hindra sjúk- linga, sem skipta um skoðun varðandi þátttöku í gagna- grunninum, í því að draga gögn sín til baka? „Virða skal vilja þeirra sem gengist hafa undir rannsóknir og rétt þeirra til þess að ákvarða hvort þeir taka þátt og til þess að ákvarða um notkun þeirra upplýsinga sem aflað er. “ (Yfirlýsingin um könnun á genamengi mannsins.) Helsinkiyfirlýsingin veitir leiðsögn um framkvæmd rannsókna, þar sem mannvera tekur efnislega þátt, andstætt því sem er um rannsóknir er byggjast á gögnum um sjúk- linga. Hins vegar er eftirfar- andi meginregla í fullu gildi: „Hana eða hann skalfrœða um það, að henni eða honum er frjálst að hœtta þátttöku í könnuninni og draga til baka samþykki sitt fyrir þátttöku hvenœr sem er. “ (Helsinki- yfirlýsingin.) Sjötta spuming: Við hvaða skilyrði er hægt að láta af hendi læknisfræðileg gögn vegna rannsókna? í svari við fyrstu spurning- unni (hér á undan) er fjallað um almennar kröfur um það, hvernig farið skuli að þegar ljóstrað er upp um upplýsing- ar um sjúklinga. Að því er varðar sértæka tilvitnun í af- hendingu gagna í rannsóknar- skyni, segir í Yfirlýsingunni um tölvunotkun í læknisfræði: „Það telst ekki trúnaðarrof, að láta af hendi eða að flytja þœr trúnaðarupplýsingar heil- brigðisþjónustunnar, sem nauð- synlegar eru fyrir vísinda- rannsóknir, mat á stjórnun, fjárhagsendurskoðun, með- ferðarmat og viðlíka kannan- ir, að því tilskildu að upplýs- ingarnar sem látnar eru af hendi, bendi hvorki beint né óbeint á neinn ákveðinn sjúkling í nokkurri skýrslu um slíkar rannsóknir, endurskoð- un eða matsgerðir, né afhjúpi á nokkurn annan hátt hverjir sjúklingarnir eru. “ Sjöunda spuming: Hver er vörsluaðili læknisfræðilegr- ar skrásetningar? Margar af meginreglunum sem birtar eru hér á undan styðja þá heildarhugmynd að læknirinn verði að gæta þagn- arskyldu varðandi notkun skrásettra upplýsinga um sjúklinga hans. Lokaorð I skjali þessu hefir Alþjóða- félag lækna aðeins fjallað um þau siðfræðilegu viðfangsefni sem á þessari stundu blasa við. Skynsamlegt væri að kanna og sannreyna viðskipta- samkomulag það, sem íslensku lögin greiða fyrir og að skil- greina að fullu þær siðfræði- legu vísbendingar sem felast í íslensku löggjöfinni. Þær spurningar, sem svara þarf varðandi viðskiptasamkomu- lagið, eru meðal annars þessar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.