Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 8
396 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 ara stofnana að þeir sjái til þess að sérfræðingar og læknar, sem að kennslunni koma, fái greitt fyrir hana. Kennsla og skipulag hennar er ekki eitthvað sem er hrist fram úr erminni hverju sinni, kennsla læknanema og lækna er gæða- starf sem tekur tíma í undirbúningi og fram- kvæmd. Fyrir það er eðlilegt að greiða. Hvetja þarf lækna til sjálfsnáms sem er horn- steinn símenntunar og tryggja þarf aðgengi lækna að fræðslutengdu efni en það hefur verið undir hælinn lagt hvort læknar hafi sótt þá fræðslu sem þeim hefur staðið til boða. Standa þarf vörð um gæði þeirrar fræðslu sem boðið er upp á og er Fræðslustofnun lækna vel til þess verkefnis fallin, í samstarfi við sérgreinarfélög- in. Hugsanlega þarf að tengja ástundun launa- legri umbun og má benda á í því samhengi að í kjarasamningum norskra lækna er beinlínis frá- tekinn tími á hverjum vinnudegi þar sem lækni ber að sinna viðhaldsmenntun. Ef vinnuveit- andi lækna kemur þannig launalega að símennt- unarmálum þeirra, er eðlilegt að ástundun verði skráð og vottuð og taldi meirihluti (55%) lækna það best gert hjá Fræðslustofnun lækna, með ábendingum um hlutdeild sérgreinarfélag- anna. Fræðslu- og menntunarmál lækna eru mikilvæg og látum það ekki sannast á okkur eins og einhver sagði „að aldrei hafa jafn marg- ir komið jafn óskipulega að jafn litlu sem gagn- ast hefur jafn fáum“. Hannes Petersen Þemahefti Læknablaösins í nóvember Nýjungar í læknisfræði Hvernig eigum viö aö bregöast við tækninýjungum 21. aldarinnar? Nú er í þriðja skiptið blásið til alþjóðlegs samstarfs læknisfræðitímarita sem Vancouver- hópurinn svonefndi hefur haft frumkvæði að. Að þessu sinni er þemað helgað nýjungum í læknisfræði og verða greinarnar birtar í nóvern- berhefti Læknablaðsins. Helstu viðfangsefnin munu verða: • Stefnumótun - framtíðarsýn • Tækninýjungar • Stjórnun • Kennsla • Siðfræði Framfarir á sviði læknavísinda eru hraðari en nokkru sinni fyrr og kalla í vaxandi mæli á endur- og símenntun læknastéttarinnar. Sam- fara þróun í hefðbundum lækningum eru fræði- greinar eins og heilbrigðistækni að ryðja sér til rúms. Skýr dæmi eru um slíkt á íslandi þar sem nýjum fyrirtækjum á sviði heilbrigðistækni vex stöðugt fiskur um hrygg. Markmiðið með þemaheftum læknatímarita á alþjóðavísu er að vekja umræðu og hvetja til skoðanaskipta um þau mál sem valin eru til umfjöllunar hverju sinni. Læknablaðið hvetur forstöðumenn fræðigreina læknisfræðinnar, sem og almenna lækna í hinum ýmsu fræði- greinum, að taka þátt í umræðunni og kynna stefnumótun sína og framtíðarsýn. Spyrja má til dæmis hvort framtíðarsýn stjórnenda og lækna sé sú sama? Læknablaðið vonast til að hægt verði að gera skil þeim nýjungum sem einkennt hafa síðustu ár og hvaða lærdóm megi draga af þeim. Hvernig mun heilbrigðisþjónustan til dæmis þróast að mati lækna? Læknablaðið vonast líka til að fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni taki þátt í þessari um- ræðu því sjónannið þeirra eru mikilvæg ekki síður en lækna og þar liggja mörg tækifæri í virkjun hugvits sem byggja á starfi læknisins. Því verða læknar að taka með opnum hug. I dag verður ekki fjallað um læknisfræði og lækningar án þess að rannsóknir og þróun beri á góma. Verður til háskólasjúkrahús á íslandi sem rís undir nafni, eða mun starfsemi stærri sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana halda áfram að vera í flokki meðal kennsluspítala í ná-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.