Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 94

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 94
474 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Hallgerður Gísladóttir sagnfræðingur Búið fall - vöknum allir Mér finnst að við ættum að geyma sjúrnalana okkar sjálf, sagði maðurinn minn þung- brýnn eitt kvöldið þegar við höfðum setið undir óvenju löngum fréttalestri um mið- læga gagnagrunna og persónu- vernd. Hvers vegna í ósköp- unum ætti maður að treysta læknunum fyrir sínum per- sónulegu málum. Ég tautaði eitthvað um of- sóknaræðið sem hefur gripið íslendinga í tengslum við títt- nefndan gagnagrunn. Fram undir þetta hefur það fremur verið einkenni á landanum að vera á útopnu, í opinskáum viðtölum, ævisögum, örlaga- þáttum, minningargreinum og guð má vita hvað. En nú er annað uppi. Fyrir nokkru sendi til dæmis einn af heim- ildarmönnum þjóðháttadeild- ar inn lýsingu á vinnubrögð- um við ullarhreinsun og skrif- aði fyrir neðan: Ps - munið að dulkóða. Mér hefur reyndar sýnst að það megi á vissan hátt meta geðheilbrigði manna út frá því hversu samansaum- aðir þeir eru utan um sín „leyndarmál" - þeir sem eru með leynisímanúmer eru til dæmis oft ansi tæpir. En hér er ætlunin að spjalla um fólk sem á stundum í erf- iðleikum með leyndarmálin, þá sem að tala upp úr svefni eða sýna af sér annars konar svefnóráð: „Gáfuð, ung stúlka (fædd 1872), sem síðar varð móðir merkra þjóðkunnra manna, hafði þá áráttu að tala upp úr svefninum, skýrt og skil- merkilega um viðkvæmustu leyndarmál sín, einkum um ástarmál sín og þrá sína til karlmanna. Sjálf hafði hún ekki hugmynd um það, nema það sem henni var þá sagt af öðrum. Þegar svo kom fyrir, var alltaf reynt að vekja hana, en alténd reyndist það mjög örðugt. Hún virtist þá ekki vilja vakna og streittist á móti, þó varð hún afar þakklát er hún komst til fullrar vitundar og komst að raun um hvað hún hafði verið að segja í svefninum. Ekki ólíkt var það með gamlan kotung, sem réði sig í vinnu til efnabónda. Eina nóttina fór hann að tala upp úr svefninum við kerlingu sína, Gömul læknisráð á Þjóðminjasafni sem heima var í kotinu og sagði henni að þótt maturinn hjá henni væri stundum lítill og lélegur, þá væri hann samt ennþá verri á góðbýlinu. Hús- freyjan á bænum heyrði til hans og lét reka hann úr vinn- unni.“ (Eyfirskur karlmaður.) Þetta er úr svörum við spurningaskrá um svefnhætti sem send var út frá þjóðhátta- deild Þjóðminjasafns árið 1978. Þar er meðal annars spurt um svefntal og svefn- göngur. Heimildarmenn sem svöruðu skránni voru fæddir nálægt aldamótum og könn- uðust flestir við þetta, enda sváfu menn þröngt í gamla daga og öll persónuvernd í skötulíki. Þeir voru sammála um það að óráð í svefni fylgdi frekar yngra fólki og hyrfi með aldrinum. Og að var- hugavert væri að vekja svefn- gengil, sérstaklega að nefna nafn hans. Það átti í hæsta lægi að beina honum, eða leiða hann eins varlega og unnt var aftur að rúmi sínu. Almennt var talið óþokka- bragð að fara harkalega að sofandi manni, hvort sem hann var nú í einhverju óráði eða ekki. „Illt er að svíkjast að sofandi manni“ er orðtak sem vafalítið á fornar rætur og vís- ar til þeirrar friðhelgi sem tal- ið var að fólk ætti að njóta í svefni sínum. Athyglisvert er, að þrátt fyrir að margar sögur um svefngöngur væru í þess- um heimildum virtist fólk ekki hafa farið sér að voða. Ráðin til að halda mönnum, sem áttu það til að ganga í svefni, kyrrum voru helst að setja trog og byttur með köldu vatni, eða blautar ábreiður í kringum rúmið. Menn vökn- uðu þá þegar þeir stigu í bleyt- una. Slægir svefngenglar sáu þó við þessu og þræddu sig fimlega framhjá öllum hindr- unum. Þeir kváðu fara mjög hljóðlega og erfitt var að fylgja þeim eftir. Og það var trú manna að þeir kæmust og gætu eitt og annað sem þeim væri ómögulegt í vöku. Eftir- farandi sögu úr Þingvalla- sveitinni sagði Vilhjálmur Jó- hannesson, nú vistmaður á Grund, um félaga sinn sem gekk jafnan í svefni og: „... fór mjög hljóðlega um bæinn og út og kom aftur jafn hljóð- lega. Það var ekkert gert til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.