Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 38
422 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Umræöa og fréttir Formannsspjall Faglegt sjálfstæði lækna Siðareglur lækna gera þær kröfur að læknirinn aðstoði alla þá sem hjálpar eru þurfi, óháð þjóðfélagsstöðu. Lækn- irinn á einnig að forðast að þrýstingur frá stjórnendum eða stjórnvöldum hafi áhrif á faglega ákvarðanatöku og ekki að láta faglegar ákvarð- anir sínar stjómast af fjár- hagslegum ávinningi. Alþjóðafélag lækna (WMA) hefur unnið hörðum höndum að því að verja þetta faglega sjálfstæði læknisins allt frá stofnun þeirra samtaka. Sam- félagsþróun og þróun í lækn- isfræði síðustu áratugi hafa haft áhrif á trúnaðarsamband læknis og sjúklings með þeim hætti, að auknar kröfur eru gerðar til læknishlutverksins. Auknir möguleikar til að lina þjáningar og greina og lækna sjúkdóma hafa leitt til þess að væntingar almennings til möguleika læknisfræðinnar hafa aukist mjög mikið. Sam- hliða þessu höfum við orðið vitni að breyttu gildismati í mörgum samfélögum. Meiri áhersla er nú lögð á frelsi ein- staklingsins heldur en sam- stöðu meðal þjóðfélagsþegn- anna. Þá heyrist í nútímaþjóð- félagi oft hærra í þeim sem tala um réttindi heldur en þeim sem tala um skyldur. Innan læknisfræðinnar birt- ist þetta í ýmsum myndum, meiri umræða er nú um rétt- indi sjúklinga og sjálfskvörð- unarrétt þeirra. Umræða um forgangsröðun í heilbrigðis- þjónustu verður sífellt meira áberandi vegna þess að bilið milli þess sem framkvæman- legt er og þess sem samfélagið telur sig hafa efni á eykst stöðugt. Margir læknar upplifa að þurfa að starfa á mörkum þess sem hægt er að telja faglega forsvaranlegt þar sem þeir eru undir stöðugt auknum þrýst- ingi um að halda sig innan ákveðins fjárhagsramma með kostnað meðferðar og umönn- unargæði. Að mati margra lækna valda kröfur sjúklinga og samfélagsins því í dag, að mörgum læknum finnst þeir vera í þeirri stöðu að þurfa að verja hörðum höndum faglegt og siðferðilegt sjálfstæði sitt. Ljóst er að læknirinn verður í auknum mæli að draga skýrar línur í kringum faglegt sjálf- stæði og læknishlutverk sitt. Það er kominn tími til að slá skjaldborg um faglegt sjálf- stæði lækna. Ef læknar standa ekki vörð um faglegt sjálf- stæði sitt, er hætt við því að eðli starfs læknisins breytist umtalsvert og ekki verði leng- ur litið á lækninn sem fag- mann, heldur eingöngu sem starfsmann i stöðugt flóknara og fjölþættara heilbrigðis- kerfi. Læknar verða í samtökum sínum að vinna að og vera sammála um þau faglegu við- mið sem unnið er eftir, en það eru einmitt þau sem leggja grunninn að sérstöðu starfs- ins. Sjálfsmynd læknisins byggist á sameiginlegum, sið- ferðilegum og faglegum við- miðunum og þróun starfsins vegna framhaldsmenntunar og rannsókna. Starf læknisins teygir arma sína um allt heil- brigðiskerfið og er í eðli sínu miðpunktur þess starfs sem þar er unnið. Alþjóðafélag lækna hefur lagt til við aðildarfélög sín að þau beiti sér fyrir því að tryggt verði að einstaka læknar geti neitað að taka þátt í meðferð sem stríðir gegn siðferðisvit- und þeirra, að tryggja rétt lækna til að neita að taka þátt í starfi sem þeir telja faglega óþarft, réttinn til að neita að taka þátt í faglega eða sið- ferðilega óásættanlegri starf- semi vegna fjárhagslegs þrýst- ings frá stjómvöldum eða at- vinnveitanda. Þá vilja samtök- in einnig vernda skýran rétt læknisins til að slíta sambandi læknis og sjúklings sem lækn- irinn telur að ekki skili árangri að því gefnu að tryggt sé að ábyrgðinni á vandamálinu sé komið í annarra hendur. Læknasamtökin munu standa tryggilega vörð um faglegt sjálfstæði allra lækna á Is- landi. Guðmundur Björnsson formaður LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.