Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 90

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 90
470 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Bönnuð lyf í íþróttum Nýr kafli í Sérlyfjaskrá Eins og flestum er kunnugt, er Sérlyfjaskrá 1999 komin út. Ein af nýjungum bókarinnar að þessu sinni er sú að bókin hefur nú að geyma lista yfir þau sérlyf sem teljast bönnuð fyrir íþróttamenn samkvæmt bannlistum íþróttahreyfingar- innar. Slíkur listi er í sambæri- legum bókum í nágrannalönd- um okkar og veitir hann lækn- um og öðru heilbrigðisstarfs- fólki dýrmætar upplýsingar þegar íþróttamenn þurfa á lyfjum að halda. Fjöldi mismunandi lyfja hefur einhver áhrif sem íþróttamenn geta nýtt sér til að bæta árangur sinn. A bannlist- um íþróttahreyfingarinnar eru mörg algeng lyf og meira að segja lyf sem unnt er að kaupa án lyfseðils. Það er því aug- ljós hætta á að íþróttamenn gerist sekir um lyfjamisnotk- un vegna vanþekkingar eða gáleysis. Þetta er bæði slæmt og óþarft, því þungar refsing- ar liggja við lyfjamisnotkun og oftast er hægt að nota önn- ur lyf, sem ekki eru bönnuð, til að meðhöndla viðkontandi sjúkdóm eða einkenni. Því er nauðsynlegt að bæði íþrótta- menn og læknar þeirra þekki vel til bannlista íþróttahreyf- ingarinnar og sýni aðgát í hví- vetna. Hvað er lyfjamisnotkun? Ef íþróttamenn nota lyf eða önnur efni eða aðferðir, sem líkama þeirra eru ekki eðlileg, til að bæta árangur sinn í íþrótt- um er það nefnt lyfjamisnotk- un. I framkvæmd er lyfjamis- notkun í íþróttum skilgreind sem notkun þeirra efna og/eða aðferða sem tilgreind eru af hálfu íþróttahreyfingarinnar á sérstökum bannlistum. Flest íþróttasamtök, þar á meðal Iþrótta- og ólympíusamband Islands (ÍSÍ), styðjast við bannlista Alþjóðaólympíu- nefndarinnar (IOC). Þróun nýrra lyfja er hröð og er bann- listi Alþjóðaólympíunefndar- innar og aðrir bannlistar íþróttahreyfingarinnar því í stöðugri endurskoðun. Rétt er að taka skýrt fram að þó unnt sé að misnota þessi lyf í tengsl- um við íþróttaiðkun dregur það ekki úr réttmæti notkunar þeirra til lækninga, séu þau gefin í réttum skömmtum og við réttum ábendingum. Ástæður þess að lyfjamis- notkun er bönnuð í íþróttum eru einkuin tvær. í fyrsta lagi samræmist hún ekki þeirri sið- ferðilegu forsendu íþrótta- keppni að hún skuli fara fram á jafnréttisgrundvelli. I öðru lagi getur hún leitt til heilsu- tjóns og jafnvel dauða, ekki síst vegna þess að við mis- notkun í íþróttum eru lyf sjaldnast notuð samkvæmt fyrirmælum læknis og gjarnan í miklu stærri skömmtum en þegar sömu lyf eru notuð til lækninga. Lyfjaeftirlit Lyfjamisnotkun uppgötvast yfirleitt á þann hátt að efni á bannlistum íþróttahreyfingar- innar greinast í þvag- eða blóðsýnum, sem tekin eru af íþróttamönnum við lyfjaeftir- lit. Lyfjaeftirlit er framkvæmt bæði í tengslum við íþrótta- keppni og við aðrar aðstæður, til dæmis á æfingum. Sum lyf er eingöngu bannað að nota í tengslum við keppni, en önnur eru bönnuð bæði í og utan keppni. Til að tryggja öryggi íþróttamannanna hafa verið settar nákvæmar reglur um framkvæmd lyfjaeftirlits og meðferð og greiningu þeirra sýna sem þar eru tekin. Refsingar íþróttamenn, sem gerast sekir um lyfjamisnotkun, eru útilokaðir frá þátttöku í æfing- um og keppni í tiltekinn tíma. Refsing fyrir fyrsta brot er yfirleitt tveggja ára útilokun, en við ítrekað brot ævilöng útilokun. Þar að auki veldur sakfelling viðkomandi íþrótta- manni yfirleitt margs konar öðrum erfiðleikum, meðal annars vegna neikvæðrar um- ræðu og félagslegrar einangr- unar, auk tekjutaps ef um at- vinnumenn er að ræða. Sak- felling fyrir lyfjamisnotkun hefur því alvarleg áhrif á við- komandi íþróttamann og um- hverfi hans. Undanþágur Heilbrigðisráð ÍSÍ getur veitt íþróttaiðkanda undan- þágu til að nota lyf sem eru á bannlista Alþjóðaólympíu- nefndarinnar og/eða viðkom- andi alþjóðlegs sérsambands í tengslum við æfingar og/eða keppni, þurfi hann sannanlega og að læknisráði að nota þau heilsu sinnar vegna. Skrifleg umsókn um undanþágu skal studd læknisvottorði þar sem fram kemur sjúkdómsgrein- ing, nauðsynlegur lyfja- skammtur, hve lengi lyfið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.