Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Qupperneq 55
kvamni í lófanum hjá þeim tólf sjúklingum, sem voru á barnsaldri, er aógeróin var
framkvæmd.
Fullorönu sjúklingamir lýstu óþægindum frá lófanum á þann hátt, að nr. 15 kvaö
alla snertingu við hrjúfa eöa haröa hluti valda verulegri óþægindatilfinningu,
þar sem flipinn haföi verið tekinn úr lófanum, svo að hann gat ekki haldið eðli-
lega á ýmsum verkfærum, t.d. þjöl, en sjúklingur er gullsmiður. Hins vegar kvaðst
hann geta tekið fast á sléttum hlutum og lítið bíeri á þessum óþægindum við störf,
þar sem hann g^ti haft vettling á hendinni til hlífðar.
Nr. 16 kvartaði um nokkur óþægindi, þegar hún snerti hrjúfa hluti, en einkum
kvartaði hún um að fast átak ylli verk, er legði frá húðtökustaðnum í lófanum
og allt upp í handlegg og þessi verkur entist stundum klukkutímum saman eftir að
hún sleppti takinu. Sem dæni nefndi hún, að hún gæti ekki haldið lengri tíma á
hníf við fiskvinnu, en hins vegar kvað hún lítið bera á lófaóþægindunum við
algeng hússtörf.
Nýtigeta handarinnar var eðlileg eða nær eðlileg hjá öllum í vngri aldursflokknum,
en nokkuð ábótavant hjá hinum eldri.
Allir sjúklingarnir voru rétthentir.
Við skoðun var metið útlit fingurs, lófa og olnbogabótar og ljósmyndir í lit
teknar af öllum þessum stöðum, hjá öllum sjúklingunum. Aferð, form og þykkt naglar
var metið og lengd þess hluta naglar, er fastur var við naglbeð, framan naglbands,
var mæld og til samanburðar tilsvarandi naglhluti á heilu hendinni. Form gómsins
og áferð og stöðugleiki aðfluttu húðarinnar var einnig metið.
Fylling á gómnum var í þrettán tilvikum hæfileg. Þrír gómar voru helzt til mikið
fylltir, þar af voru tveir nokkuð til lýta breiðir. Tveir gómar voru vanfylltir.
Litur húðarinnar á gómnum var í öllum tilvikum eðlilegur og stakk ekki í stúf við
umhverfið. Aðflutta húðin á gómnum var hvergi föst við undirliggjandi bein og
stöðugleiki hennar var á þrettán fingrum eðlilegur. Á fjórum fingrum var húðin
helzt til hreyfanleg og í einu tilviki minna hreyfanleg en á samsvarandi fingri
hinnar handarinnar.
Þar sem naglbeðsáverkinn náði upp fyrir fremri mörk naglmána, óx nöglin aðeins
fram að áverkamörkunum og var auk þess þykk og afmynduð. f öðrum tilvikum hafði
nöglin yfirleitrt vaxið nokkuð fram yfir áverkamörkin, en náði þó sjaldnast fullri
lengd (tafla 3).
Bót í lófa var hjá sex sjúklingum dekkri en umhverfið. Að öðru leyti var bótin
í engu tilviki áberandi, það er hvorki inndregin né útstandandi. Hvergi var ör-
garður. Engin tengsl voru á milli litbreytinga í lófabótinni og eymsla eða
sljórrar tilfinningar í bótinni. Aldur skipti í þessu tilliti heldur^ekki máli,
þar sem litbreyting kom til dæmis fram hjá næstyngsta og næstelzta sjúklingnum.
Ör í olnboga var í flestum tilvikum lítt greinanlegt, en hjá nokkrum sjúklingum
var það ljósleitara en umhverfið og allt að þrír til fjórir millimetrar á breidd.
Hjá engum fylgdu olnbogaörinu nein óþægindi.
Reynt var að meta hlutlægt tilfinningu í aðflutta gómhlutanum og á lófabótinni.
Við skoðunina var könnuð tveggja punkta aðgreining. Snertiskyn var prófað með
bómull á venjulegan hátt og tilfinningin talin eðlileg, ef glöggur munur var ekki
a. þessum stöðum og samanburðarstaðnum, annars sljóvgað. í öllum tilfellunum var
snertiskyn saæiilega greinilegt á tilfluttu húðinni.
Aðrar hlutlægar prófanir á húðskyni á svo litlum húðflötum, sem hér um ræðir, voru
ekki taldar líklegar til að skila markverðum niðurstöðum og var stuðzt þar við
reynslu annarra (7,13,18,22).
53