Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 20
20
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34
E-l. Þróun dexametasón augndropa og
athugun á virkni þeirra í mönnum
Hafrún Friðríksdóttir, Einar Stefánsson, Jóhannes
K. Kristinsson, Þorsteinn Loftsson
Frá lyfjafrœði lyfsala og lœknadeild HÍ, augndeild
Landspítalans
Inngangur: Steralyf eins og dexametasón eru
notuð við bólgusjúkdómum í augum. Sterar eru
mjög torleysanlegir í vatni því eru þær samsetn-
ingar af dexametasóni sem eru á markaði yfirleitt
dreifur eða forlyf sem brotna niður í virkt lyf eftir
lyfjagöf.
Aðferðir: Við þróuðum augndropa sem inni-
halda dexametasón og hjálparefnin hýdroxýpró-
pýlþcýklódextrín, (HPþCD) sem eykur leysan-
leika dexametasóns með fléttumyndun, og fjöllið-
unni hýdroxýprópýlmethýlcellulósu (HPMC).
Samanburðarlyfið í þessari rannsókn var Maxi-
dex® (0,1% dexametasón dreifa). Frásog dexa-
metasóns frá þessum dropum var síðan athugað
inn í kanínuaugu og inn í mannsaugu. Rannsókn-
irnar á kanínum hafa þegar verið kynntar. Sjúk-
lingar sem voru að fara í augasteinaaðgerð fengu
augndropa á mismunandi tímum fyrir aðgerð.
Augnvökvasýni síðan tekin við aðgerð. Magn
dexametasóns í augnvökvanum var ákvarðað
með vökvaskilju. Augndroparnir sem rannsakað-
ir voru innihalda: a) 32% dexametasón og 5%
HPþCD, b) 0,67% og 10% HPþCD (lausn fram-
leidd með hitun), c) 0,67% og 11,5% HPþCD
(lausn framleidd með sterilli síun), og d) 1,28%
dexametasón með 20% HPþCD.
Niðurstöður: Styrkur dexametasóns í augn-
vökva mældist um það bil þrisvar sinnum hærri
þegar sjúklingum var gefið dexametasón í 0,32%
styrk en þegar samanburðarlyfið var gefið. Styrk-
ur dexametasóns í augnvökva þegar sjúklingun-
um var gefið 0,67% dexametasón reyndist ekki
marktækt meiri en eftir 0,32% dexametasóndrop-
ana. Einnig voru borin saman áhrif þess að hita
augndropasamsetninguna og að framleiða hana
með sterilli síun. í ljós kom að samsetningin sem
var framleidd með hitun (myndun þrívíddar fléttu
milli dexametasóns- HPþCD- HPMC) frásogast í
meira magni inn í augun en samsetning sem fram-
leidd var með sterilli síun.
Ályktun: Hægt er að auka aðgengi dexameta-
sóns inn í augnvökvann þegar það er gefið í
augndropum sem innihalda HPMC og HPþCD ef
miðað er við Maxidex®. Ef mynduð er þrívíddar-
flétta af lyfinu, fjölliðunni og cýklódextríninu er
hægt að auka aðgengið enn frekar inn í augun.
Framhaldsrannsóknir á 0,67% samsetningunni
standa nú yfir í Finnlandi.
E-2. Þróun augndropa gegn gláku með
karbóanhýdrasablokkurum. Athugun á
augnþrýstingslækkandi virkni í kanín-
um og mönnum
Hafrún Friðriksdóttir, Þorsteinn Loftsson, Einar
Stefánsson, Jóhannes K. Kristinsson
Frá lyfjafrœði lyfsala og lœknadeild HÍ, augndeild
Landspítalans
Markmið: Þróa augndropa sem innihalda kar-
bóanhýdrasablokkara (CAI) með hjálp cýkló-
dextrína.
Aðferðir: Karbóanhýdrasablokkararnir aceta-
zólamíð, ethoxýzólamíð og methazólamíð eru all-
ir óleysanlegir í vatni. Við þróuðum augndropa
sem innihalda þessi lyf ásamt hjálparefnunum
hýdroxýprópýlþcýklódextríni (HPþCD), sem
myndar fléttu (komplex) með fituleysanlegum
lyfjum og fjölliðunni hýdroxýprópýlmethýlcellu-
lósu (HPMC). Styrkur lyfjanna er frá 0,3% til 1%
(w/v) í lausn auk 2% í dreifu. Ákvarðað var það
magn af HPþCD sem æskilegast er að nota með
því að gera leysanleikaferla fyrir lyfin í vaxandi
HPþCD styrk og með því að ákvarða flæði lyfsins
í gegn um hálfgegndræpa cellófanhimnu. Flæðið
var mest þegar magn HPþCD var rétt yfir þeim
mörkum sem þurfti til þess að fá allt lyfið í lausn.
Þrýstingslækkandi áhrif augndropanna vou rann-
sökuð í kanínum og til samanburðar var notað
Blocadren®. Að minnsta kosti 10 kanínur voru
notaðar fyrir hverja samsetningu. Augnþrýstings-
lækkandi verkun acetazólamíðs í 1% styrk var
síðan athuguð í mönnum.
Niðurstöður: Öll lyfin þrjú, í augndropum,
lækkuðu augnþrýsting í kanínum. Þrýstingslækk-
unin var marktæk samkvæmt pöruðu Students
t-prófi. Samanburðarlyfið lækkaði augnþrýsting-
in meira í flestum tímapunktum. Þó er ekki mark-
tækur munur á því og okkar augndropum hvað
varðar verkunnarlengd. Augnþrýsingslækkandi
verkun 1% acetazólamíð augndropa í mönnum
var marktæk ef miðað er við augnþrýstingin fyrir
lyfjagöf (samkvæmt Students t-prófi) alla dagana
sem lyfið var gefið. Mest var lækkunin á sjöunda
degi eða 17,4±12,7%. Samanburður við dorzól-
amíð hýdroklóríð augndropa, sem eru eini CAI
sem er á markaði í augndropum, sýndi álíka þrýst-
ingslækkun. Engar aukaverkanir sáust við notkun
lyfjanna hvorki í kanínum né í mönnum.
Ályktanir: Þessir þrír karbóanhýdrasablokkar-
ar í augndropum eru virk glákulyf.