Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 20

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 20
20 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 E-l. Þróun dexametasón augndropa og athugun á virkni þeirra í mönnum Hafrún Friðríksdóttir, Einar Stefánsson, Jóhannes K. Kristinsson, Þorsteinn Loftsson Frá lyfjafrœði lyfsala og lœknadeild HÍ, augndeild Landspítalans Inngangur: Steralyf eins og dexametasón eru notuð við bólgusjúkdómum í augum. Sterar eru mjög torleysanlegir í vatni því eru þær samsetn- ingar af dexametasóni sem eru á markaði yfirleitt dreifur eða forlyf sem brotna niður í virkt lyf eftir lyfjagöf. Aðferðir: Við þróuðum augndropa sem inni- halda dexametasón og hjálparefnin hýdroxýpró- pýlþcýklódextrín, (HPþCD) sem eykur leysan- leika dexametasóns með fléttumyndun, og fjöllið- unni hýdroxýprópýlmethýlcellulósu (HPMC). Samanburðarlyfið í þessari rannsókn var Maxi- dex® (0,1% dexametasón dreifa). Frásog dexa- metasóns frá þessum dropum var síðan athugað inn í kanínuaugu og inn í mannsaugu. Rannsókn- irnar á kanínum hafa þegar verið kynntar. Sjúk- lingar sem voru að fara í augasteinaaðgerð fengu augndropa á mismunandi tímum fyrir aðgerð. Augnvökvasýni síðan tekin við aðgerð. Magn dexametasóns í augnvökvanum var ákvarðað með vökvaskilju. Augndroparnir sem rannsakað- ir voru innihalda: a) 32% dexametasón og 5% HPþCD, b) 0,67% og 10% HPþCD (lausn fram- leidd með hitun), c) 0,67% og 11,5% HPþCD (lausn framleidd með sterilli síun), og d) 1,28% dexametasón með 20% HPþCD. Niðurstöður: Styrkur dexametasóns í augn- vökva mældist um það bil þrisvar sinnum hærri þegar sjúklingum var gefið dexametasón í 0,32% styrk en þegar samanburðarlyfið var gefið. Styrk- ur dexametasóns í augnvökva þegar sjúklingun- um var gefið 0,67% dexametasón reyndist ekki marktækt meiri en eftir 0,32% dexametasóndrop- ana. Einnig voru borin saman áhrif þess að hita augndropasamsetninguna og að framleiða hana með sterilli síun. í ljós kom að samsetningin sem var framleidd með hitun (myndun þrívíddar fléttu milli dexametasóns- HPþCD- HPMC) frásogast í meira magni inn í augun en samsetning sem fram- leidd var með sterilli síun. Ályktun: Hægt er að auka aðgengi dexameta- sóns inn í augnvökvann þegar það er gefið í augndropum sem innihalda HPMC og HPþCD ef miðað er við Maxidex®. Ef mynduð er þrívíddar- flétta af lyfinu, fjölliðunni og cýklódextríninu er hægt að auka aðgengið enn frekar inn í augun. Framhaldsrannsóknir á 0,67% samsetningunni standa nú yfir í Finnlandi. E-2. Þróun augndropa gegn gláku með karbóanhýdrasablokkurum. Athugun á augnþrýstingslækkandi virkni í kanín- um og mönnum Hafrún Friðriksdóttir, Þorsteinn Loftsson, Einar Stefánsson, Jóhannes K. Kristinsson Frá lyfjafrœði lyfsala og lœknadeild HÍ, augndeild Landspítalans Markmið: Þróa augndropa sem innihalda kar- bóanhýdrasablokkara (CAI) með hjálp cýkló- dextrína. Aðferðir: Karbóanhýdrasablokkararnir aceta- zólamíð, ethoxýzólamíð og methazólamíð eru all- ir óleysanlegir í vatni. Við þróuðum augndropa sem innihalda þessi lyf ásamt hjálparefnunum hýdroxýprópýlþcýklódextríni (HPþCD), sem myndar fléttu (komplex) með fituleysanlegum lyfjum og fjölliðunni hýdroxýprópýlmethýlcellu- lósu (HPMC). Styrkur lyfjanna er frá 0,3% til 1% (w/v) í lausn auk 2% í dreifu. Ákvarðað var það magn af HPþCD sem æskilegast er að nota með því að gera leysanleikaferla fyrir lyfin í vaxandi HPþCD styrk og með því að ákvarða flæði lyfsins í gegn um hálfgegndræpa cellófanhimnu. Flæðið var mest þegar magn HPþCD var rétt yfir þeim mörkum sem þurfti til þess að fá allt lyfið í lausn. Þrýstingslækkandi áhrif augndropanna vou rann- sökuð í kanínum og til samanburðar var notað Blocadren®. Að minnsta kosti 10 kanínur voru notaðar fyrir hverja samsetningu. Augnþrýstings- lækkandi verkun acetazólamíðs í 1% styrk var síðan athuguð í mönnum. Niðurstöður: Öll lyfin þrjú, í augndropum, lækkuðu augnþrýsting í kanínum. Þrýstingslækk- unin var marktæk samkvæmt pöruðu Students t-prófi. Samanburðarlyfið lækkaði augnþrýsting- in meira í flestum tímapunktum. Þó er ekki mark- tækur munur á því og okkar augndropum hvað varðar verkunnarlengd. Augnþrýsingslækkandi verkun 1% acetazólamíð augndropa í mönnum var marktæk ef miðað er við augnþrýstingin fyrir lyfjagöf (samkvæmt Students t-prófi) alla dagana sem lyfið var gefið. Mest var lækkunin á sjöunda degi eða 17,4±12,7%. Samanburður við dorzól- amíð hýdroklóríð augndropa, sem eru eini CAI sem er á markaði í augndropum, sýndi álíka þrýst- ingslækkun. Engar aukaverkanir sáust við notkun lyfjanna hvorki í kanínum né í mönnum. Ályktanir: Þessir þrír karbóanhýdrasablokkar- ar í augndropum eru virk glákulyf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.