Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 21

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 21 E-3. Augnslys á íslandi Haraldur Sigurdsson, Harpa Hauksdóttir, Birna Guðmundsdóttir, Sigríður Pórisdóttir Frá augndeild Landspítalans Inngangur: Sem betur fer eru flest augnslys minni háttar, þau þurfa rétta meðhöndlun og var- anleg vandmál verða þá óveruleg. Ef leggja þarf sjúkling inn á sjúkrahús er áverk- inn vandmeðfarnari og sjóntap oft óhjákvæmi- legt. í þremur aðskildum rannsóknum hafa þessir verri augnskaðar nú verið kannaðir. Samantekt á þessum niðurstöðum verður gerð, einkum með tilliti til eðli og tíðni slysa. Aðferðir: Allar rannsóknirnar voru afturvirkar og gerðar undir stjórn Haraldar Sigurðssonar. Harpa Hauksdóttir kannaði augnslys barna sem lögðust inn árin 1984-1993. Birna Guðmundsdótt- ir hefur nýlokið við úttekt á augnslysum fullorð- inna fyrir árin 1987-1994. Sigríður Þórisdóttir kannaði öll tilfelli þar sem fjarlægja þurfti auga á árunum 1964-1992. Niðurstöður: Alls voru 133 börn innlögð vegna alvarlegs augnskaða á árunum 1984-1993, eða í 10 ár, flest með augnmar (contusio oculi), eða 51%. Alls voru 208 fullorðnir innlagðir á átta árum, það er á árunum 1987-1994, flest með gat á auga (per- foratio oculi), 45,7%. Á árunum 1964—1992 þurfti að fjarlægja 72 augu vegna alvarlegra augnslysa. Ályktun: Niðurstöður þessar verða ræddar og þær bornar saman við rannsókn Guðmundar Viggósssonar á alvarlegum augnslysum fyrirárin 1971-1979. Rannsóknarverkefni þessi voru styrkt af Minn- ingarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Krist- jánssonar. E-4. Orsök sjónhimnubjúgs í sykursýki Einar Stefánsson, Jóhannes Kári Kristinsson, María Soffía Gottfreðsdóttir Frá lœknadeild HÍ, augndeild Landspítalans Markmið: í sykursýki leiðir súrefnisskortur í sjónhimnu til víkkunar slagæðlinga, sem aftur veldur hækkuðum vökvastöðuþrýstingi í blá- og háræðum. Við þessar aðstæður verður aukið vökvaflæði út í vefinn og bjúgmyndun (lögmál Starlings) og æðarnar þenjast út og lengjast. Til- gáta okkar er að víkkun og lenging verði í æðum í sjónhimnu, samfara myndun sjónhimnubjúgs. Aðferðir: Á augnbotnamyndum af sykursjúk- um var mæld vídd og lengd æða í sjónhimnu hjá þremur hópum (12 í hverjum hópi). í fyrsta lagi var hópur sem þróaði með sér sjónhimnubjúg. í öðru lagi var hópur með bakgrunnsskemmdir og í þriðja lagi hópur sem fékk engar sykursýki- skemmdir á fjögurra ára tímabili. Niðurstöður: Marktæk lenging og víkkun varð á temporal slag- og bláæðlingum og makúlar- greinum þeirra áður en sjónhimnubjúgur greind- ist í fyrsta hópnum. Hlutfall víddar í upphafsmæl- ingu/víddar við greiningu á sjónhimnubjúg á sup- erotemporal slagæðlingum var: 0,851±0,169 (meðaltal±staðalfrávik, p=0,011) og: 0,834±0,153 (p=0,0032) á superotemporal bláæðlingum. Hlutfall lengdar í upphafsmælingu/ lengdar við greiningu á sjónhimnubjúg á supero- temporal slagæðlingum var: 0,967±0,023 (p=0,0004) og: 0,960±0,040 (p=0,0057) á superotemporal bláæðlingum. Engar marktækar breytingar mæld- ust hjá hinum hópunum. Ályktanir: Myndun sjónhimnubjúgs er tengd víkkun og lengingu temporal æða. Breytingarnar í æðunum, sem samsvara breytingum í vökva- stöðuþrýstingi, benda til þess að myndun sjón- himnubjúgs í sykursýki fylgi lögmáli Starlings. Verkefnið var styrkt af Rannsóknasjóði Há- skóla íslands, Styrktarsjóði St. Jósefsspítala Landakoti, Samtökum sykursjúkra og Minning- arsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjáns- sonar. E-5. Sjónhimnulos á íslandi Unnsteinn Ingi Júlíusson, Ingimundur Gíslason, Gyða Bjarnadóttir, Einar Stefánsson Frá lœknadeild HÍ, augndeild Landspítalans Inngangur: Sjónhimnulos er sjúkdómur í auga þar sem sjónhimnan losnar frá litþekjunni. Hér er fjallað um þá tegund sjónhimnuloss sem rekja má til rifu í himnunni. Nauðsynlegt er að gera aðgerð á auganu sem fyrst, því annars hlýst blinda af í langflestum tilfellum. Aðferðir: Allir sem fá sjónhimnulos hér á landi eru sendir til aðgerðar á augndeild Landspítalans. í rannsókninni voru sjúklingar sem höfðu greinst með sitt fyrsta los í auga á fjórum árum 01.07.89 - 30.06.93. Faraldsfræði sjúkdómsins hérlendis og árangur aðgerða var athuguð. Niðurstöður: Sjötíu og átta sjúklingar komu til aðgerðar á 81 auga, 37 konur og 41 karl. Af losum voru 56% í vinstra auga og 44% í því hægra. Áður höfðu 6% fengið los eða voru með los í hinu auganu, aUt konur. Sjúklingar voru á aldrinum 15-85 ára, meðalaldur 54,4 ár. Nærsýnir voru 32 (40%), á aldrinum 18-85 ára, meðalaldur 48,1 ár. Á 17 augum (21%) hafði verið gerð að- gerð vegna drers. Rimlahrörnun í augnbotnum höfðu 28%, og var algengi meira meðal nær-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.