Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 21
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34
21
E-3. Augnslys á íslandi
Haraldur Sigurdsson, Harpa Hauksdóttir, Birna
Guðmundsdóttir, Sigríður Pórisdóttir
Frá augndeild Landspítalans
Inngangur: Sem betur fer eru flest augnslys
minni háttar, þau þurfa rétta meðhöndlun og var-
anleg vandmál verða þá óveruleg.
Ef leggja þarf sjúkling inn á sjúkrahús er áverk-
inn vandmeðfarnari og sjóntap oft óhjákvæmi-
legt. í þremur aðskildum rannsóknum hafa þessir
verri augnskaðar nú verið kannaðir. Samantekt á
þessum niðurstöðum verður gerð, einkum með
tilliti til eðli og tíðni slysa.
Aðferðir: Allar rannsóknirnar voru afturvirkar
og gerðar undir stjórn Haraldar Sigurðssonar.
Harpa Hauksdóttir kannaði augnslys barna sem
lögðust inn árin 1984-1993. Birna Guðmundsdótt-
ir hefur nýlokið við úttekt á augnslysum fullorð-
inna fyrir árin 1987-1994. Sigríður Þórisdóttir
kannaði öll tilfelli þar sem fjarlægja þurfti auga á
árunum 1964-1992.
Niðurstöður: Alls voru 133 börn innlögð vegna
alvarlegs augnskaða á árunum 1984-1993, eða í 10
ár, flest með augnmar (contusio oculi), eða 51%.
Alls voru 208 fullorðnir innlagðir á átta árum, það
er á árunum 1987-1994, flest með gat á auga (per-
foratio oculi), 45,7%. Á árunum 1964—1992 þurfti
að fjarlægja 72 augu vegna alvarlegra augnslysa.
Ályktun: Niðurstöður þessar verða ræddar og
þær bornar saman við rannsókn Guðmundar
Viggósssonar á alvarlegum augnslysum fyrirárin
1971-1979.
Rannsóknarverkefni þessi voru styrkt af Minn-
ingarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Krist-
jánssonar.
E-4. Orsök sjónhimnubjúgs í sykursýki
Einar Stefánsson, Jóhannes Kári Kristinsson,
María Soffía Gottfreðsdóttir
Frá lœknadeild HÍ, augndeild Landspítalans
Markmið: í sykursýki leiðir súrefnisskortur í
sjónhimnu til víkkunar slagæðlinga, sem aftur
veldur hækkuðum vökvastöðuþrýstingi í blá- og
háræðum. Við þessar aðstæður verður aukið
vökvaflæði út í vefinn og bjúgmyndun (lögmál
Starlings) og æðarnar þenjast út og lengjast. Til-
gáta okkar er að víkkun og lenging verði í æðum í
sjónhimnu, samfara myndun sjónhimnubjúgs.
Aðferðir: Á augnbotnamyndum af sykursjúk-
um var mæld vídd og lengd æða í sjónhimnu hjá
þremur hópum (12 í hverjum hópi). í fyrsta lagi
var hópur sem þróaði með sér sjónhimnubjúg. í
öðru lagi var hópur með bakgrunnsskemmdir og í
þriðja lagi hópur sem fékk engar sykursýki-
skemmdir á fjögurra ára tímabili.
Niðurstöður: Marktæk lenging og víkkun varð
á temporal slag- og bláæðlingum og makúlar-
greinum þeirra áður en sjónhimnubjúgur greind-
ist í fyrsta hópnum. Hlutfall víddar í upphafsmæl-
ingu/víddar við greiningu á sjónhimnubjúg á sup-
erotemporal slagæðlingum var:
0,851±0,169 (meðaltal±staðalfrávik, p=0,011)
og: 0,834±0,153 (p=0,0032) á superotemporal
bláæðlingum. Hlutfall lengdar í upphafsmælingu/
lengdar við greiningu á sjónhimnubjúg á supero-
temporal slagæðlingum var:
0,967±0,023 (p=0,0004)
og: 0,960±0,040 (p=0,0057) á superotemporal
bláæðlingum. Engar marktækar breytingar mæld-
ust hjá hinum hópunum.
Ályktanir: Myndun sjónhimnubjúgs er tengd
víkkun og lengingu temporal æða. Breytingarnar
í æðunum, sem samsvara breytingum í vökva-
stöðuþrýstingi, benda til þess að myndun sjón-
himnubjúgs í sykursýki fylgi lögmáli Starlings.
Verkefnið var styrkt af Rannsóknasjóði Há-
skóla íslands, Styrktarsjóði St. Jósefsspítala
Landakoti, Samtökum sykursjúkra og Minning-
arsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjáns-
sonar.
E-5. Sjónhimnulos á íslandi
Unnsteinn Ingi Júlíusson, Ingimundur Gíslason,
Gyða Bjarnadóttir, Einar Stefánsson
Frá lœknadeild HÍ, augndeild Landspítalans
Inngangur: Sjónhimnulos er sjúkdómur í auga
þar sem sjónhimnan losnar frá litþekjunni. Hér er
fjallað um þá tegund sjónhimnuloss sem rekja má
til rifu í himnunni. Nauðsynlegt er að gera aðgerð
á auganu sem fyrst, því annars hlýst blinda af í
langflestum tilfellum.
Aðferðir: Allir sem fá sjónhimnulos hér á landi
eru sendir til aðgerðar á augndeild Landspítalans.
í rannsókninni voru sjúklingar sem höfðu greinst
með sitt fyrsta los í auga á fjórum árum 01.07.89 -
30.06.93. Faraldsfræði sjúkdómsins hérlendis og
árangur aðgerða var athuguð.
Niðurstöður: Sjötíu og átta sjúklingar komu til
aðgerðar á 81 auga, 37 konur og 41 karl.
Af losum voru 56% í vinstra auga og 44% í því
hægra. Áður höfðu 6% fengið los eða voru með
los í hinu auganu, aUt konur. Sjúklingar voru á
aldrinum 15-85 ára, meðalaldur 54,4 ár. Nærsýnir
voru 32 (40%), á aldrinum 18-85 ára, meðalaldur
48,1 ár. Á 17 augum (21%) hafði verið gerð að-
gerð vegna drers. Rimlahrörnun í augnbotnum
höfðu 28%, og var algengi meira meðal nær-