Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 22

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 22
22 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 sýnna. Sex mánuðum eftir aðgerð lá sjónhimnan að í 73 augum (90%). Ályktanir: Nærsýnir eru í meiri hættu á að fá sjónhimnulos. Með því að nota tölur um algengi nærsýni (miðað við >—0,75 dioptriur) meðal Austfirðinga var reiknað út nýgengi fyrir nærsýna (38,4/100000/ár) og aðra (4,8/100000/ár). Þetta bendir til að hætta á losi sé átta sinnum meiri meðal nærsýnna en annarra. Dreraðgerð er þekktur áhættuþáttur og er hlutfall þeirra augna svipað og í öðrum löndum. Árangur aðgerða við sjónhimnulos er góður á Islandi. E-6. Forvarnir gegn blindu í sykursýki Einar Stefánsson, Jóhannes Kári Krístinsson, Friðbert Jónasson, Ingimundur Gíslason, Harpa Hauksdóttir Frá lœknadeild Hl, augndeild Landspítalans Markmið: Augnsjúkdómar vegna sykursýki eru ein algengasta orsök blindu á Vesturlöndum. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort mögulegt sé að koma í veg fyrir blindu af völdum sykursýki með reglubundnu eftirliti og forvarnar- aðgerðum. Aðferðir: Augndeildin hefur séð um eftirlit með augum sykursjúkra síðan 1980. Við skoðuð- um algengi sjónskerðingar og blindu í 305 insúlín- háðum sykursjúkum, sem er um 94% þýðisins. Fjögurra ára nýgengi sjónskerðingar og blindu í 175 insúlínháðum sykursjúkum var einnig metið. Niðurstöður: Nýgengi sjónskerðingar og blindu í hópi hinna 175 insúlínháðu einstaklinga 1990-1994 var ekkert. Enginn sykursjúku ein- staklinganna hafði breyst meira en tvær Snellen- línur í sjónskerpu. Á þessu tímabili fengu 38% vægar sjónhimnubreytingar, 6,6% fengu sjón- himnubreytingar með nýæðamyndun og 3,4% fengu sjónhimnubjúg. Algengi lögblindu (sjón- skerpa 0,1 eða minni) í 305 insúlínháðu einstak- lingunum var 0,3-0,6% og sjónskerðingar (0,1- 0,3) var 2,0%. 51% hafa sjónhimnubreytingar, 13% hafa sjónhimnubreytingar með nýæðamynd- un og 7,5% hafa sjónhimnubjúg. Algengi lög- blindu sykursjúkra á íslandi var 2,4% 1980 og 0,3-0,6% árið 1994. Ályktanir: Þcssar niðurstöður benda til þess að árlegt eftirlit og stöðluð meðferð leiði af sér lágt algengi og nýgengi blindu vegna sykursýki. Vel skipulögð almenn meðferð á sykursýki á stóran þátt í þessari útkomu. Þetta verkefni var styrkt af Rannsóknasjóði HÍ, Rannsóknaráði íslands, Styrktarsjóði St. Jós- efsspítala Landakoti, Samtökum sykursjúkra og Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar. E-7. Tíðni ljósertingar og klínískt sjón- himnurit (ERG) Þór Eysteinsson, Arsœll Arnarsson Frá Lífeðlisfrœðistofnun HÍ Markmið: Að athuga áhrif ertingartíðni á klín- ískt sjónhimnurit eftir ljós- og rökkuraðlögun augans. Aðferðir: ERG var skráð með skráningar- skautum á hornhimnu og Ganzfeld ljósertari not- aður. Tíðni ertingar var breytt frá 0,1-100 Hz, og skráð ERG svör við hverri tíðni eftir 40 mínútna aðlögun að algeru myrkri, og eftir 17 mínútna aðlögun að 1,2 log cd/m2 stöðugu bakgrunnsljósi er fyllti Ganzfeld hvelfinguna. Tímaferill ljósað- lögunar ERG að þeim bakgrunni var einnig skoð- aður með mismunandi ertingartíðni en sömu meðalbirtu. Niðurstöður: Eftir rökkuraðlögun varð línuleg lækkun í spennu ERG með hærri tíðni á bilinu 0,1-10 Hz, 20-30 Hz, og 40-100 Hz, en ekki aðra tíðni. Eftir ljósaðlögun í 17 mínútur var spenna og dvöl (implicit time) ERG hin sama óháð tíðni, frá 0,1-40 Hz, en við tíðni >40 Hz lækkaði spenna línulega með hækkandi tíðni, og náði „fusion“ við 100 Hz. Tímaferill ljósaðlögunar var svipaður fyrir hverja tíðni að 40 Hz, en við ertingartíðni >40 Hz varð tímaferillinn mun hraðari. Ályktanir: Verulegur munur er á áhrifum ert- ingartíðni á ERG eftir ljósaðlögun og rökkurað- lögun. Svar við 30 Hz er hið sama við báðar aðstæður, og því óþarfi að aðlaga að ljósi eins og oft er mælt með til að fá fram keilusvar með þeirri tíðni. Með hækkandi tíðni lækkar spenna í rökk- uraðlöguðu auga en ekki ljósaðlöguðu, að 40 Hz, væntanlega vegna þess einhverjar uppsprettur svars hafa náð hámarkstíðni sinni og falla því út. Ljósaðlögun mæld með ERG virðist hins vegar eiga sér eina uppsprettu, óháða tíðni, að 40 Hz. E-8. Arfgeng blettótt hornhimnuveikl- un, genatengsl við krómósóm 16 Friðbert Jónasson*, Jeffrey M. Vance**, Felicia Lennon**, Jennifer Sarrica**, Karin F. Damji**, Jennifer Stauffer**, Margaret A. Perisak-Van- ce**, Gordon K. Klintworth** Frá *augndeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Landa- koti, **Duke University-Medical Center, Dur- Imm, NC Inngangur: Arfgeng blettótt hornhimnuveikl- un erfist víkjandi og ókynbundið, einkenni koma fyrst fram á unglingsárum og veruleg sjónskerð- ing er yfirleitt orðin um þrítugt. Meingenið hefur verið á Islandi um aldir og vegna forfeðraáhrifa er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.