Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34
27
Ályktanir: Með því að velja til samanburðar
einstaklinga úr sömu starfsstéttum töldum við að
næðist stjórn á hugsanlegum truflandi þáttum svo
sem aldri, þjóðfélagsstöðu og lífsvenjum, þar með
töldum reykingum og mataræði. I ljósi þessa telj-
um við að verði menn fyrir mengun metýlklóríðs
geti það leitt til hjarta- og æðasjúkdóma. Frekari
rannsóknir eru nauðsynlegar til þess að staðfesta
eða hrekja þessar niðurstöður.
E-18. Lungnakrabbamein meðal múrara
á íslandi
Vilhjálmur Rafnsson*,**, Hólmfríður Gunnars-
dóttir*, Mirja Kiilunen***
Frá *Vinnueftirlit ríkisins, **Rannsóknarstofu í
heilbrigðisfræði HÍ, ***Finnish Institute of
Occupational Medicine, Biomonitoring Labora-
tory, Helsinki
Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að
athuga hættuna á maga- og lungnakrabbameini
meðal múrara sem hafa orðið fyrir mengun sem-
entsryks og úða af blautri steypu, einkum þegar
þeir sprautuðu steypulögun.
Aðferðir: í rannsóknarhópnum voru 1172 karl-
ar. Hópurinn var allir þeir sem hafa fengið iðn-
þjálfun og réttindi sem múrarar á íslandi, fæddir
1880 eða síðar er voru á lífi 1955. Samkvæmt
mælingum á krómmagni í þvagsýnum urðu múr-
ararnir fyrir mengun sexgilts króms. Tölvusam-
keyrsla á kennitölum við Krabbameinsskrá var
gerð til að finna krabbameinstilfelli í múrara-
hópnum. Væntanlegurfjöldi krabbameina í rann-
sóknarhópnum var reiknaður út frá mannárum og
krabbameinsnýgengi hjá íslenskum körlum með
óbeinni stöðlun.
Niðurstöður: Staðlað nýgengihlutfall allra
krabbameina var 1.13 í öllum hópnum en 1,33
þegar byrjað var að fylgjast með múrurunum 30
árum eftir að þeir höfðu fengið réttindi. Hættan á
magakrabbameini var ekki meiri meðal múrar-
anna en annarra karla. Staðlað nýgengihlutfall
lungnakrabbameins var 1,69 í öllum hópnum og
1,77 þegar byrjað var að fylgjast með múrurunum
30 árum eftir að þeir öðluðust réttindi. Sérstök
könnun á reykingavenjum múrara árið 1995 sýndi
að j^eir reyktu minna en aðrir karlar.
Ályktanir: Há tíðni lungnakrabbameins meðal
múrara gæti tengst vinnu þeirra. Upplýsingar um
mengunina sem þeir hafa orðið fyrir voru tak-
markaðar en benda til að sexgilt króm geti verið
hluti að ástæðunni fyrir lungnakrabbameinunum,
einkum þar sem athuganir á reykingavenjum
múraranna bentu ekki til að reykingum væri um
að kenna.
E-19. Krabbamein hjá notendum illgres-
iseyða og skordýraeiturs
Villijálmur Rafnssoit*,**, Yuna Zhong*,***
Frá *Vinnueftirlit ríkisins, **Rannsóknarstofu í
heilbrigðisfrœði HÍ, ***Institute of Occupational
Medicine, Chinese Academy of Preventive
Medicine, Beijing
Inngangur: Rannsóknin var gerð til að athuga
krabbameinshættu meðal nokkurra þeirra sem
notað hafa illgresiseyða og skordýraeitur á ís-
landi.
Aðferðir: í rannsóknarhópnum voru 2449 ein-
staklingar, sem höfðu eiturefnaleyfi, útskrifast
frá Garðyrkjuskóla ríkisins, voru félagar í Líf-
eyrisjóði garðyrkjumanna, skrúðgarðameistarar
eða garðyrkjubændur. Þeir sem höfðu eiturefna-
leyfi voru taldir hafa orðið fyrir mestri mengun.
Fylgitíminn var 1955-1993 og var rannsóknarhóp-
urinn borinn saman við Krabbameinsskrána með
tölvutengingu á kennitölum. Fundinn fjöldi
krabbameina var borinn saman við væntitölur
sem reiknaðar voru á grunni mannára í rannsókn-
arhópnum og nýgengi krabbameina hjá körlum
og konum á íslandi. Reiknað var staðlað nýgengi-
hlutfall (SIR) krabbameinanna og 95% öryggis-
mörk (95% CI).
Niðurstöður: Staðlað nýgengihlutfall var lægra
fyrir öll krabbamein en vænta mátti, SIR=0,80.
Meðal kvenna var nýgengi hátt vegna krabba-
meina í eitlum og blóðmyndandi vef (SIR = 5,56,
95% CI 1,12-16,23). Nýgengi krabbameinsíenda-
þarmi var um þrisvar sinnum hærra en vænta
mátti (SIR = 2,94, 95% CI 1,07-6,40), og þetta
krabbamein var meira áberandi hjá þeim sem
höfðu fengið eiturefnaleyfi og starfað að landbún-
aði (SIR = 4,63, 95% CI 1,49-10,80). Öll krabba-
meinin í endaþarmi voru kirtilkrabbamein, en
athyglisvert var að tvö voru vaxin frá títukirtilæxl-
um.
Ályktanir: Niðurstöðurnar styðja kenningar
þess efnis að mengun skordýraeiturs og illgresis-
eyða leiði til krabbameins í eitlum og blóðmynd-
andi vef meðal kvenna. Við vörpum fram þeirri
hugmynd að einhver þau skordýraeitur eða ill-
gresiseyðar sem þeir urðu fyrir sem fengu sérstakt
leyfi til eiturefnanotkunar geti leitt til krabba-
meins í endaþarmi.
E-20. Áhættuættir brjóstakrabbameins í
starfsumhverfí hjúkrunarfræðinga
Hólmfríður Gunnarsdóttir*, Thor Aspelund**,
Porlákur Karlsson***, Vilhjálmur Rafns-
Frá *atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins,