Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 27

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 27
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 27 Ályktanir: Með því að velja til samanburðar einstaklinga úr sömu starfsstéttum töldum við að næðist stjórn á hugsanlegum truflandi þáttum svo sem aldri, þjóðfélagsstöðu og lífsvenjum, þar með töldum reykingum og mataræði. I ljósi þessa telj- um við að verði menn fyrir mengun metýlklóríðs geti það leitt til hjarta- og æðasjúkdóma. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til þess að staðfesta eða hrekja þessar niðurstöður. E-18. Lungnakrabbamein meðal múrara á íslandi Vilhjálmur Rafnsson*,**, Hólmfríður Gunnars- dóttir*, Mirja Kiilunen*** Frá *Vinnueftirlit ríkisins, **Rannsóknarstofu í heilbrigðisfræði HÍ, ***Finnish Institute of Occupational Medicine, Biomonitoring Labora- tory, Helsinki Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hættuna á maga- og lungnakrabbameini meðal múrara sem hafa orðið fyrir mengun sem- entsryks og úða af blautri steypu, einkum þegar þeir sprautuðu steypulögun. Aðferðir: í rannsóknarhópnum voru 1172 karl- ar. Hópurinn var allir þeir sem hafa fengið iðn- þjálfun og réttindi sem múrarar á íslandi, fæddir 1880 eða síðar er voru á lífi 1955. Samkvæmt mælingum á krómmagni í þvagsýnum urðu múr- ararnir fyrir mengun sexgilts króms. Tölvusam- keyrsla á kennitölum við Krabbameinsskrá var gerð til að finna krabbameinstilfelli í múrara- hópnum. Væntanlegurfjöldi krabbameina í rann- sóknarhópnum var reiknaður út frá mannárum og krabbameinsnýgengi hjá íslenskum körlum með óbeinni stöðlun. Niðurstöður: Staðlað nýgengihlutfall allra krabbameina var 1.13 í öllum hópnum en 1,33 þegar byrjað var að fylgjast með múrurunum 30 árum eftir að þeir höfðu fengið réttindi. Hættan á magakrabbameini var ekki meiri meðal múrar- anna en annarra karla. Staðlað nýgengihlutfall lungnakrabbameins var 1,69 í öllum hópnum og 1,77 þegar byrjað var að fylgjast með múrurunum 30 árum eftir að þeir öðluðust réttindi. Sérstök könnun á reykingavenjum múrara árið 1995 sýndi að j^eir reyktu minna en aðrir karlar. Ályktanir: Há tíðni lungnakrabbameins meðal múrara gæti tengst vinnu þeirra. Upplýsingar um mengunina sem þeir hafa orðið fyrir voru tak- markaðar en benda til að sexgilt króm geti verið hluti að ástæðunni fyrir lungnakrabbameinunum, einkum þar sem athuganir á reykingavenjum múraranna bentu ekki til að reykingum væri um að kenna. E-19. Krabbamein hjá notendum illgres- iseyða og skordýraeiturs Villijálmur Rafnssoit*,**, Yuna Zhong*,*** Frá *Vinnueftirlit ríkisins, **Rannsóknarstofu í heilbrigðisfrœði HÍ, ***Institute of Occupational Medicine, Chinese Academy of Preventive Medicine, Beijing Inngangur: Rannsóknin var gerð til að athuga krabbameinshættu meðal nokkurra þeirra sem notað hafa illgresiseyða og skordýraeitur á ís- landi. Aðferðir: í rannsóknarhópnum voru 2449 ein- staklingar, sem höfðu eiturefnaleyfi, útskrifast frá Garðyrkjuskóla ríkisins, voru félagar í Líf- eyrisjóði garðyrkjumanna, skrúðgarðameistarar eða garðyrkjubændur. Þeir sem höfðu eiturefna- leyfi voru taldir hafa orðið fyrir mestri mengun. Fylgitíminn var 1955-1993 og var rannsóknarhóp- urinn borinn saman við Krabbameinsskrána með tölvutengingu á kennitölum. Fundinn fjöldi krabbameina var borinn saman við væntitölur sem reiknaðar voru á grunni mannára í rannsókn- arhópnum og nýgengi krabbameina hjá körlum og konum á íslandi. Reiknað var staðlað nýgengi- hlutfall (SIR) krabbameinanna og 95% öryggis- mörk (95% CI). Niðurstöður: Staðlað nýgengihlutfall var lægra fyrir öll krabbamein en vænta mátti, SIR=0,80. Meðal kvenna var nýgengi hátt vegna krabba- meina í eitlum og blóðmyndandi vef (SIR = 5,56, 95% CI 1,12-16,23). Nýgengi krabbameinsíenda- þarmi var um þrisvar sinnum hærra en vænta mátti (SIR = 2,94, 95% CI 1,07-6,40), og þetta krabbamein var meira áberandi hjá þeim sem höfðu fengið eiturefnaleyfi og starfað að landbún- aði (SIR = 4,63, 95% CI 1,49-10,80). Öll krabba- meinin í endaþarmi voru kirtilkrabbamein, en athyglisvert var að tvö voru vaxin frá títukirtilæxl- um. Ályktanir: Niðurstöðurnar styðja kenningar þess efnis að mengun skordýraeiturs og illgresis- eyða leiði til krabbameins í eitlum og blóðmynd- andi vef meðal kvenna. Við vörpum fram þeirri hugmynd að einhver þau skordýraeitur eða ill- gresiseyðar sem þeir urðu fyrir sem fengu sérstakt leyfi til eiturefnanotkunar geti leitt til krabba- meins í endaþarmi. E-20. Áhættuættir brjóstakrabbameins í starfsumhverfí hjúkrunarfræðinga Hólmfríður Gunnarsdóttir*, Thor Aspelund**, Porlákur Karlsson***, Vilhjálmur Rafns- Frá *atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.