Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 29

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 29
L/EKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 29 hóf notkun getnaðarvarnapillunnar fyrir tvítugt jókst jafnt og þétt með hverjum nýjum fæðingar- hópi eftir 1944 og fór úr 20% hjá konum fæddum 1945-1947, í 82% hjá konum fæddum 1963-1967. Samband milli tímalengdar notkunar og áhættu á að greinast með brjóstakrabbamein var mark- tækt háð fæðingarári. Hjá konum fæddum 1951- 1967 (81 sjúklingur) var hlutfallsleg áhætta 2,0 fyrir notkun lengur en fjögur ár (95% öryggis- mörk 1,1-3,7). Tengslin voru ekki lengur sýnileg eftir að konum fæddum 1945-1950 hafði verið bætt í hópinn (hlutfallsleg áhætta 1,1; 95% örygg- ismörk 1,1-3,7). Marktæk leitni (trend) til auk- innar áhættu samfara aukinni tímalengd notkunar fannst hjá hópnum sem fæddist eftir 1950, þar var hlutfallsleg áhætta 0,9, 1,7 og 3,0 fyrir notkun skemur en fjögur ár, í fjögur til átta ár og lengur en átta ár. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til tengsla milli brjóstakrabbameins og notkunar getnaðar- varnapillunnar hjá ungum konum. Þær benda einnig til mikilvægis þess að blanda ekki saman upplýsingum kvenna sem hófu notkun ungar og hinna sem byrjuðu eldri, í rannsóknum á áhrifum notkunar getnaðarvarnapillu hjá ungum konum. E-23. Sternotomy og bilateral bul- lectomy vegna emphysema bullosum Kristinn B. Jóliannsson*, Hörður Alfreðsson*, Björn Magnússon**, Grétar Ólafsson* Frá *hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans, **endurhœfmgadeildinni á Reykjalundi Emphysema bullosum er mjög algengur sjúk- dómur, með vaxandi öndunarerfiðleikum. Loka- stigið er að sjúklingur getur ekki gert einfalda hluti, svo sem þvegið sér. Á síðustu þremur árum höfum við gert aðgerðir á þremur sjúklingum með emphysema bullosum á lokastigi. Áður en sjúk- lingarnir voru teknir í aðgerð, voru þeir í fjórar vikur í endurhæfingu á Reykjalundi. Einnig voru almennar blóðrannsóknir gerðar, teknar rönt- genmyndir og sneiðmyndir af lungum og þolpróf gert. Sneiðmyndir af lungum voru notaðar til þess að sjá hvað sjúkdómur væri útbreiddur og líka að athuga gæði þess lungnavefs sem ekki voru blöðr- ur í. Við rannsökuðum hvort stórar blöðrur væru í sambandi við berkju. Þær blöðrur sem ekki eru í sambandi við berkju geta ekki þrýst saman lungnavef. Tvær aðferðir voru notaðar til að greina á milli og mæla RV (loftleif). Önnur var gerð með helíumi og mældi hún aðeins þær blöðr- ur sem eru í sambandi við berkju. Hin aðferðin var gerð í þrýstiklefa og mældi bæði blöðrur sem eru í sambandi við berkju og þær sem eru ekki í sambandi. Niðurstöður úr þessum tveimur rann- sóknum hjálpuðu okkur að velja sjúklinga í að- gerðir. Skurðaðgerðir á þessum sjúklingum voru gerð- ar í gegnum sternotomiu. Stórar blöðrur voru fjarlægðar. Heftibyssur voru notaðar og saman- pressaður lungnavefur gat þannig þanist út. Að- gerðartími var 45-60 mínútur. Strax á skurðstofu voru sjúklingar teknir úr öndunarvél. Eftir að þeir voru búnir að vera í endurhæfingu Reykjalundi í fjórar vikur eftir aðgerð voru þeir færir um að klæða sig sjálfir og ganga þrjá stiga án vandræða. Niðurstaða: 1) Sternotomy þolist vel. 2) Mæl- ing á RV lungna (loftleif) með tveimur aðferðum hjálpar okkur að velja þá sjúklinga sem hafa mest gagn af aðgerðinni. Tveggja til fimm lítra mis- munun á gildum í áðurnefndum prófu lofar góðu. E-24. Kransæðaaðgerðir á Landspítal- anum á árinu 1995 Kristinn B. Jóhannsson, Hörður Alfreðsson, Þórarinn Arnórsson, Bjarni Torfason, Grétar Ólafsson Frá hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans Efniviður: Kransæðaaðgerðir hafa verið fram- kvæmdar á íslandi í rúm 10 ár. Hér er fjallað um kransæðaaðgerðir ársins 1995. Gerðar voru 200 kransæðaaðgerðir á Landspítalanum á árinu 1995 þegar undan eru skildar kransæðaaðgerðir í tengslum við lokuaðgerðir. Það voru 160 karlar (53 sjúklingar <60 ára, 107 sjúklingar >60 ára) og 29 konur (fjórir sjúklingar <60 ára, 24 sjúklingar >60 ára). Ellefu sjúklingar fóru í endurkransæða- aðgerð. Ástand sjúklinga fyrir aðgerð var mis- munandi, 99 sjúklingar voru með langvarandi hjartaöng, 85 sjúklingar með hvikula hjartaöng, 15 sjúklingar með yfirvofandi hjartadrep og einn sjúklingur með hjartaáfall og kominn með op á milli afturhólfa. Pá voru 33 sjúklingar (16%) með höfuðstofnsþrengsli, 20 sjúklingar höfðu út- streymisbrot <50% og 180 sjúklingar höfðu út- streymisbrot >50%. Pessir 200 sjúklingar höfðu eina til sex kransæðar >70% þrengdar. Aðferðir: Allar aðgerðirnar voru gerðar með aðstoð hjarta- og lungnavélar, kælingu og kaldri St.Thomas upplausn var sprautað inn í kransæðar í gegnum hjartarót. Hjartað var kælt að utan með ísvatni. Ósæðardæla var notuð hjá tveimur sjúklingum með útstreymisbrot <20% fyrir aðgerð. Tveir sjúklingar fengu aðeins einn græðling, 15 sjúkling- ar tvo græðlinga, 61 sjúklingur þrjá græðlinga, 90 sjúklingar fjóra græðlinga, 28 sjúklingar fimm græðlinga og fimm sjúklingar fengu sex græð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.