Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 35

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 35 stökkbreytt séu verr differentieruð en spóradísk æxli en sams konar upplýsingar um BRCA2 tengd æxli hafa ekki legið fyrir. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna meinafræðilega og líf- fræðilega þætti BRCA2 tengdra æxla í íslenskum krabbameinsfjölskyldum og bera þá saman við sömu þætti í viðmiðunarhópi. Aðferðir: Athuguð voru 40 BRCA2 tengd brjóstakrabbamein úr fimm íslenskum fjölskyld- um sem hafa sömu stökkbreytingu í BRCA2 gen- inu (999del5). Athugað var meðal annars stærð æxlisins, hvort meinvörp væru í holhandareitlum, niðurstöður estrógen og prógesterón mælinga, æxlisgerð og æxlisgráða. Gerð var DNA flæði- greining og athugað hvort æxli væru tvílitna eða mislitna og fjöldi frumna í S-fasa ákvarðaður. Niðurstöður: Flestir sjúklingar (34) voru með ductal carcinoma en tveir höfðu lobular carcin- oma og einn var með medullary carcinoma. BRCA2 tengdu æxlin höfðu marktækt hærri est- rógen viðtakagildi en spóradísku æxlin (p=0,0002) en voru verr differentieruð (p=0,003). BRCA2 æxlin höfðu þannig mark- tækt færri tubuli, meiri kjarnabreytileika og fleiri kjarnadeilingar en sporadísku æxlin. Frumufjölg- un (S-fasi) var einnig marktækt hærri í BRCA2 tengdu æxlunum (p=0,02) en ekki var munur á DNA innihaldi (ploidy). Ályktun: Arfgeng brjóstakrabbamein tengd 999del5 stökkbreytingunni í BRCA2 geninu eru illa differentieruð æxli og fleiri þættir en þessi ákveðna stökkbreyting ákvarða æxlisgerðina. E-36. Krabbamein í efri loftvegum í ís- lendingum 1975-1994 Margrét Leópoldsdóttir, Jónas Hallgrímsson, Pórarinn Sveinsson Frá Rannsóknastofu Hl í meinafrœði, krabba- meinslcekningadeild Landspítalans Inngangur: Nýgengi illkynja æxla í efri loftveg- um hefur ekki verið það sama hérlendis og á hinum Norðurlöndunum. Æxli í nefkoki hafa verið mun algengari hér hjá báðum kynjum og barkakýlisæxli í konum algengari en hjá kynsystr- um þeirra á Norðurlöndunum. Ráðist var í að gera hliðstæða rannsókn og gerð var árið 1981 en þá voru skoðuð öll æxli í efri loftvegum frá árun- um 1955-1974 og þau flokkuð samkvæmt reglum Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar (WHO) 1978. Áðferðir: Öll upphafleg æxli í efri loftvegum í krabbameinsskrá KI sem send voru til greiningar á 20 ára tímabili, 1975-1994, voru endurskoðuð og flokkuð eftir WHO flokkun frá 1990. Niðurstöður: Alls voru æxlin 187 þar af 40 í konum og 146 í körlum. I báðum kynjum voru æxli algengust í barkakýli eða 110 (20 konur og 90 karlar). Æxli í nefi komu næst í röðinni hjá konum (10) en hjá körlum deildu æxli í nefkoki (19) og nefi (18) með sér öðru sætinu. Ályktanir: Efri loftvega illkynja æxli voru al- gengari á íslandi árin 1974-1995 (187) miðað við árin 1955-1975 (114). Munar þar mestu um að nýgengi barkakýlisæxla hefur aukist mikið á ís- landi, nær þrefalt í körlum og tvöfalt í konum. Nýgengi illkynja æxla í afholum nefs hefur minnk- að en nýgengi illkynja æxla í nefi aukist. E-37. Breytt tjáning E-kadheríns í brjóstakrabbameinsæxlum. Orsakir og afleiðingar Kristján Skúli Ásgeirsson*, Jón Gunnlaugur Jón- asson**, Kristrún Ólafsdóttir**, Helga M. Ög- mundsdóttir* Frá *Rannsóknarstofu KÍ í sameinda- og frumu- líffrœði, **Rannsóknastofu HÍ í meinafrœði Ifarandi vöxtur krabbameinsfrumna er háður frumusamloðun. In vivo og in vitro tilraunir hafa sýnt fram á að minnkuð eða trufluð tjáning E- kadheríns í frumuhimnu krabbameinsfrumna geti skipt máli við íferð þeirra, en E-kadherín er Ca2+ háð bindisameind tjáð á frumuhimnunni. Stökk- breytingar í E-kadherín geninu hafa fundist í magakrabbameini og tengjast ífarandi vexti og auknum líkum á myndun meinvarpa. Rannsóknir okkar á brjóstakrabbameinsfrumulínum hafa sýnt að interleukin-6 (IL-6) minnkar frumusam- loðun með því að trufla tjáningu á E-kadheríni. í þessari rannsókn höfum við skoðað E-kadherín tjáningu í 66 brjóstakrabbameinssýnum með mót- efnalitunaraðferð. Jafnframt þessu notuðum við erfðamark nálægt E-kadherín geninu (16q22.1) til að skoða úrfellingar á þessu svæði. Að lokum mældum við IL-6 í plasma 60 þessara sjúklinga. Niðurstöður okkar sýna að 16 af 66 (24%) sýn- anna sýndu jákvæða litun fyrir E-kadheríni, en 50 þeirra (76%) sýndu blandaða eða neikvæða litun. Öll sex lóbúlar brjóstakrabbameinin sýndu bland- aða eða neikvæða litun. Eitlameinvörp líktust í langflestum tilfellum frumæxlinu. Tap á arf- blendni greindist í 15 af 36 sýnum (42%) sem upplýsingar fengust úr. Tap á arfblendni tengdist marktækt blandaðri og neikvæðri E-kadherín lit- un (p=0,013). Hækkuð plasma gildi á IL-6 (>6 pg/ml) reyndust vera í 16 af 60 sjúklinga (27%), en engin tengsl voru milli hækkaðra gilda og E-kad- herín tjáningar. Algert tap á E-kadherín tjáningu virðist tengjast því að krabbameinið taki sig fyrr upp en annars en fjöldi sjúklinga og tímabilið sem skoðað var reyndist ekki fullnægjandi til ná-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.