Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 38

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 38
38 E-42. Tíðni BRCAl og BRCA2 stökk- breytinga í brjóstaæxlum íslenskra kvenna Guðrún Jóhannesdóttir, Júlíus Guðmundsson, JónPór Bergþórsson, Aðalgeir Arason, BjarniA. Agnarsson, Guðný Eiríksdóttir, Óskar Þór Jó- hannsson, Ake Borg, Sigurður Ingvarsson, Doug- las F. Easton, Valgarður Egilsson, Rósa Björk Barkardóttir Frá Rannsóknastofu HÍ í meinafrœði Inngangur: Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til að urn 5-10% brjóstakrabbameina séu tilkomin vegna erfða. Stökkbreytingar í öðru hvoru krabbameinsgenanna BRCAl og BRCA2 eru taldar geta skýrt aukna hættu á brjósta- krabbameini í um 80% fjölskyldna með hækkaða tíðni meinsins. Rannsóknir á bandarískum og evrópskum fjölskyldum sýndu að í tæplega helm- ingnum eru tengsl sjúkdómsmyndunar við BRCAl genið og í kringum 30% þeirra við BRCA2 genið. Rannsóknir okkar á íslenskum fjölskyldum benda hins vegar til að á íslandi sé tíðni BRCA2 stökkbreytinga mun hærri en tíðni BRCAl stökkbreytinga. Af 24 brjóstakrabba- meinsfjölskyldum sem rannsakaðar voru sýndu um 70% tengsl milli sjúkdómsmyndunar og BRCA2 gensins en um 8% við litningasvæði BRCAl gensins. Aðferðir: PCR hvarf, SSCP rafdráttur og rað- greining voru notuð til að finna stökkbreytingar í BRCAl og BRCA2 genum íslensku brjósta- krabbameinsættanna. BRCA2 stökkbreytingin (999del5) reyndist sú sama í öllum fjölskyldunum sem sýndu líkindi fyrir BRCA2 tengslum. Einnig reyndist vera sama stökkbreyting í splæsisetröð útraðar 17 í fjölskyldum sem sýndu fylgni milli brjóstakrabbameins og litningasvæði BRCAl gensins. Við notuðum SSCP til að skima fyrir þessum tveimur stökkbreytingum í um 500 ís- lenskum konum greindum með brjóstakrabba- mein og í viðmiðunarhópi sem tók til um 500 einstaklinga. Niðurstöður: BRCA2 stökkbreytingin fannst í 8,5% og BRCAl stökkbreytingin í 0,2% kvenna sem höfðu greinst með brjóstakrabbamein. Eng- inn einstaklingur úr viðmiðunarhópnum bar BRCAl stökkbreytingunna en tveir (0,4%) báru BRCA2 stökkbreytingunna. Ályktun: Niðurstöður okkar benda til þess að á íslandi skýri 999del5 BRCA2 stökkbreytingin stóran hluta þeirra brjóstakrabbameina sem eru tilkomin vegna erfða. LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 E-43. Sameindalíffræði nefkokskrabba- meina Sigurður Ingvarsson*,Guðný Eiríksdóttir*, Li-Fu Hu** Frá *Rannsóknastofu HÍ í meinafrœði, **MTC, Karolinska Institutet Stokkhólmi Nefkokskrabbamein er algengt í vissum þjóðfé- lagshópum, einkum í Suður-Kína. Orsakavaldar nefkokskrabbameina eru taldir vera af ýmsum toga, svo sem Epstein-Barr veira, umhverfisþátta og erfða. Við rannsökuðum 17 (ósérhæf frum-) æxli í nefkoki með tilliti til taps á arfblendni með því að bera saman æxli og eðlilegar blóðfrumur frá sama sjúklingi. Tíu fjölbreytileg microsatellite erfðamörk voru notuð frá litningasvæði 3pl3-p26. Með PCR tækni var erfðaefnið magnað og PCR afurðir voru aðgreindar eftir stærð í PAGE raðgreiningargeli, fluttar yfir á nælonhimnu og gerðar sýnilegar með peroxíðasa merktum þreifara. Tap á arfblendni greindist í 12 æxlissýnum (70%). A tveimur setum er um að ræða aukna tíðni erfðabreytinga í samanburði við aðliggjandi svæði, eða 60% á 3p21.1-14.3 (erfðamark D3S1067) og 58% á 3pl4.2-14.1 (erfðamark D3S1217). Arfhrein úrfelling greindist í einu æxli á litningasvæði 3p26 (erfðamark D3S1297). 3p breytingar eru algengari í æxlum sem lengra eru komin með tilliti til æxlisvaxtar. Einnig eru hafnar rannsóknir á tapi á arfblendni á litningasvæði 9p. Niðurstöðurnar eru mikilvægar með tilliti til kortlagninga á æxlisbæligenum og mats á hvort breytingar í erfðaefni æxlisfruma hafi áhrif á líf- fræðilega hegðun æxlisvaxtarins. Með rannsókn- um á nefkokskrabbameini gefst einstakt tækifæri til að skilja samspil erfða, umhverfis og veiru með tilliti til áhrifa á æxlisvöxt. E-44. Aldursháðar breytingar á þaneig- inleika lungna og brjóstveggjar hjá börnum Jónas Ingimarsson, Aðalbjörn Þorsteinsson, And- ers Larsson, Olof Werner Frá svæfinga- og gjörgœsludeildum Landspítalans og háskólasjúkrahússins í Lundi Inngangur: Verulegar aldursháðar lífeðlis- fræðilegar breytingar verða á lungnastarfsemi barna sérstaklega fyrstu 18 mánuðina. Lungna- blöðrum fjölgar nálega 10 sinnum á fyrstu átta árum ævinnar, mest á fyrstu mánuðunum. Hlut- fall elastíns miðað við venjulegan bandvef vex einnig fyrsta árið. Brjóstkassinn stífnar einnig við það að brjósk rifbeinanna beingerist. Upplýsing- ar um það hvaða áhrif þessar breytingar hafa á þaneiginleika lungnanna nýtast meðal annars við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.