Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 39
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34
39
öndunarvélameðferð hjá börnum í svæfingu og á
gjörgæslu.
Aðferð: Samband þrýstings og rúmmáls (þrýst-
ings/rúmmáls gröf) er notað til að meta þaneigin-
leika lungnanna. Rannsóknaraðferðir þær sem
notaðar eru hjá fullorðnum eru ekki nothæfar hjá
börnum og er könnunin því gerð hjá börnum í
svæfingu. Við höfum þegar sýnt fram á að veru-
legar aldursháðar breytingar verða á þaneigin-
leika heildaröndunarvega (Thorsteinsson, 1994).
Til að aðgreina breytingar þær sem verða annars
vegar í lungunum og hins vegar í brjóstveggnum
þarf að mæla þær þrýstingsbreytingar sem verða í
fleiðruholinu. Þrýstingsmælingar í vélindanu gefa
þokkalegt mat á þessar breytingar. Gerð var
könnun á 26 heilbrigðum börnum frá tveggja
mánaða til 16 ára. Gerð var mæling í bak- og hægri
hliðarlegu. I baklegu veldur þungi hjartans og
annarra líffæra í miðmæti því að þrýstingsmæling-
ar í vélinda í lok útöndunar verða ekki réttar.
Niðurstöður urðu þær að þaneiginleiki lungn-
anna var sá sami í bæði hliðar- og baklegu. Hliðar-
lega olli þó 110% aukningu á stífleika brjóstveggs.
Afleiðingin varð sú að þaneiginleiki heildarloft-
veganna minnkaði um 27% og innöndunarrými
lungnanna um 22%. Hlutfall brjóstveggjarins af
heildarteygjanleika öndunarveganna var að með-
altali 15,5% íbaklegu og35,4% íhliðarlegu. Mjög
mikil frávik voru á þessu hlutfalli í baklegu en í
hliðarlegu kom greinilega fram aldursbundin
aukning þannig að teygjanleikinn óx úr 24% í
46% í aldurshópnum.
Ályktun: I ljós hefur komið við rannsóknina að
hliðarlega veldur auknum stífleika í brjóstvegg.
Hluti brjóstveggs af heildarteygjanleika öndunar-
veganna vex um nærri 100% á þessu aldursskeiði.
E-45. Áhrif lóbarínsýru á myndun
brennisteinsleukótríena og samdráttar-
virkni taenia coli úr marsvínum
Stefán R. Gissurarson*, Stefán B. Sigurðsson**,
Kristín Ingólfsdóttir*
Frá *lyfjafrœði lyfsala H.I., **Rannsóknastofu í
lífeðlisfrœði H.í.
Leukótríen, myndefni arakídonsýru eftir 5-
lípoxýgenasaferli eru talin hafa áhrif í ýmsum
bólgutengdum sjúkdómum, svo sem astma, psori-
asis, iktsýki, ulcerative colitis og fleirum. I rann-
sókn sem gerð var á lóbarínsýru, annars stigs efni
úr fléttunni Stereocaulon alpinum kom í ljós að
efnið hindraði myndun á arakídonsýru eftir 5-
lípoxýgenasaferli í leukócýtum unnum úr svína-
blóði. í þeirri rannsókn var IC50 gildi fyrir lóbar-
ínsýru 7,3 pM.
Til þess að skoða verkunina í vefjum var lóbar-
ínsýra rannsökuð með tilliti til áhrifa á slétta
vöðvann taenia coli úr marsvínum. Rannsökuð
voru hemjandi áhrif lóbarínsýru á sjálfvirka sam-
dráttarvirkni vöðvanna og samdráttarvirkni örv-
aða af jónófór A23187. Einnig voru rannsökuð
áhrif lóbarínsýru á jónófórhvatta myndun brenni-
steinsleukótríena. Magnákvörðun brennisteins-
leukótríena var ákvörðuð með ensím ónæmisbæl-
ingu (enzyme immunoassay, EIA). Lóbarínsýra
minnkar marktækt sjálfvirka samdrætti vöðvans
og hindrar samdrætti af völdum jónófórsins
A23187 sem svarar ED50 gildi 5,8 pM. Lóbar-
ínsýra hafði ekki áhrif á aukna samdráttarvirkni
af völdum leukótríen D4. Lóbarínsýra hindraði
myndun brennisteinsleukótríena sem svarar ED50
gildi 5,5 pM, ákvarðað með ensím ónæmisbæl-
ingu.
E-46. Glútamatafleiður breyta áhrifum
^lýcíns á sjónhimnurit
Ársœll Arnarsson, Þór Eysteinsson
Frá Lífeðlisfrœðistofnun HÍ
Inngangur: Markmið þessara rannsókna er að
nota lyfjafræðilegar aðferðir til að einangra vissa
hluta tauganets sjónhimnunnar, svo aðskilja megi
innlegg mismunandi tegunda taugafrumna til
áhrifa glýcíns á sjónhimnurit (ERG). Við notum
glútamatafleiðurnar kynurenic acid (KYN) sem
hamlar allri ljóssvörun í sjónhimnunni nema
þeirri sem kemur frá A-tvískautafrumum og 2-
amino-4-phosphobutyric acid (APB) sem hamlar
ljóssvörun A-tvískautafrumna.
Aðferðir: Sjónhimnurit er skráð með örskaut-
um frá yfirflæddum augnbikurum xenopus laevis.
Lyfjunum er blandað í Ringerlausn sem stöðugt
er freydd með blöndu af súrefni (95%) og koltví-
sýringi (5%). Sýnunum er komið fyrir í ljósheldu
Faraday-búri. í þessum tilraunum er einungis
notað hvítt ljós (375 nW/cm2) og er ertingatíma
stjórnað með ljóslokara.
Niðurstöður: Glýcín (3 mM) dregur ósérhæft
úr bæði b-bylgju (47,3±38,6, meðaltal ± staðal-
frávik, p=0,03, parað t-próf) og d-bylgju sjón-
himnurits (25,7±20,9, p=0,03). Glýcín antagón-
istinn strychnine (1 mM) eykur spennu bæði b-
bylgju (53,6±26,8 (tV, p=0,011) og d-bylgju
(32,4±22,5 pV, p=0,032). APB (0,1 mM) hamlar
myndun b-bylgju og áhrifum glýcíns, en ekki
strychnine á d-bylgjuna. Þegar myndun d-bylgju
er hamlað með KYN (3 mM), umsnúast áhrif
glýcíns á d-bylgjuna þannig að hún stækkar
(23,3±9,4 uV).
Ályktun: Þessar niðurstöður benda til þess að
áhrifum glýcíns á sjónhimnurit sé stjórnað að