Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 39

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 39
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 39 öndunarvélameðferð hjá börnum í svæfingu og á gjörgæslu. Aðferð: Samband þrýstings og rúmmáls (þrýst- ings/rúmmáls gröf) er notað til að meta þaneigin- leika lungnanna. Rannsóknaraðferðir þær sem notaðar eru hjá fullorðnum eru ekki nothæfar hjá börnum og er könnunin því gerð hjá börnum í svæfingu. Við höfum þegar sýnt fram á að veru- legar aldursháðar breytingar verða á þaneigin- leika heildaröndunarvega (Thorsteinsson, 1994). Til að aðgreina breytingar þær sem verða annars vegar í lungunum og hins vegar í brjóstveggnum þarf að mæla þær þrýstingsbreytingar sem verða í fleiðruholinu. Þrýstingsmælingar í vélindanu gefa þokkalegt mat á þessar breytingar. Gerð var könnun á 26 heilbrigðum börnum frá tveggja mánaða til 16 ára. Gerð var mæling í bak- og hægri hliðarlegu. I baklegu veldur þungi hjartans og annarra líffæra í miðmæti því að þrýstingsmæling- ar í vélinda í lok útöndunar verða ekki réttar. Niðurstöður urðu þær að þaneiginleiki lungn- anna var sá sami í bæði hliðar- og baklegu. Hliðar- lega olli þó 110% aukningu á stífleika brjóstveggs. Afleiðingin varð sú að þaneiginleiki heildarloft- veganna minnkaði um 27% og innöndunarrými lungnanna um 22%. Hlutfall brjóstveggjarins af heildarteygjanleika öndunarveganna var að með- altali 15,5% íbaklegu og35,4% íhliðarlegu. Mjög mikil frávik voru á þessu hlutfalli í baklegu en í hliðarlegu kom greinilega fram aldursbundin aukning þannig að teygjanleikinn óx úr 24% í 46% í aldurshópnum. Ályktun: I ljós hefur komið við rannsóknina að hliðarlega veldur auknum stífleika í brjóstvegg. Hluti brjóstveggs af heildarteygjanleika öndunar- veganna vex um nærri 100% á þessu aldursskeiði. E-45. Áhrif lóbarínsýru á myndun brennisteinsleukótríena og samdráttar- virkni taenia coli úr marsvínum Stefán R. Gissurarson*, Stefán B. Sigurðsson**, Kristín Ingólfsdóttir* Frá *lyfjafrœði lyfsala H.I., **Rannsóknastofu í lífeðlisfrœði H.í. Leukótríen, myndefni arakídonsýru eftir 5- lípoxýgenasaferli eru talin hafa áhrif í ýmsum bólgutengdum sjúkdómum, svo sem astma, psori- asis, iktsýki, ulcerative colitis og fleirum. I rann- sókn sem gerð var á lóbarínsýru, annars stigs efni úr fléttunni Stereocaulon alpinum kom í ljós að efnið hindraði myndun á arakídonsýru eftir 5- lípoxýgenasaferli í leukócýtum unnum úr svína- blóði. í þeirri rannsókn var IC50 gildi fyrir lóbar- ínsýru 7,3 pM. Til þess að skoða verkunina í vefjum var lóbar- ínsýra rannsökuð með tilliti til áhrifa á slétta vöðvann taenia coli úr marsvínum. Rannsökuð voru hemjandi áhrif lóbarínsýru á sjálfvirka sam- dráttarvirkni vöðvanna og samdráttarvirkni örv- aða af jónófór A23187. Einnig voru rannsökuð áhrif lóbarínsýru á jónófórhvatta myndun brenni- steinsleukótríena. Magnákvörðun brennisteins- leukótríena var ákvörðuð með ensím ónæmisbæl- ingu (enzyme immunoassay, EIA). Lóbarínsýra minnkar marktækt sjálfvirka samdrætti vöðvans og hindrar samdrætti af völdum jónófórsins A23187 sem svarar ED50 gildi 5,8 pM. Lóbar- ínsýra hafði ekki áhrif á aukna samdráttarvirkni af völdum leukótríen D4. Lóbarínsýra hindraði myndun brennisteinsleukótríena sem svarar ED50 gildi 5,5 pM, ákvarðað með ensím ónæmisbæl- ingu. E-46. Glútamatafleiður breyta áhrifum ^lýcíns á sjónhimnurit Ársœll Arnarsson, Þór Eysteinsson Frá Lífeðlisfrœðistofnun HÍ Inngangur: Markmið þessara rannsókna er að nota lyfjafræðilegar aðferðir til að einangra vissa hluta tauganets sjónhimnunnar, svo aðskilja megi innlegg mismunandi tegunda taugafrumna til áhrifa glýcíns á sjónhimnurit (ERG). Við notum glútamatafleiðurnar kynurenic acid (KYN) sem hamlar allri ljóssvörun í sjónhimnunni nema þeirri sem kemur frá A-tvískautafrumum og 2- amino-4-phosphobutyric acid (APB) sem hamlar ljóssvörun A-tvískautafrumna. Aðferðir: Sjónhimnurit er skráð með örskaut- um frá yfirflæddum augnbikurum xenopus laevis. Lyfjunum er blandað í Ringerlausn sem stöðugt er freydd með blöndu af súrefni (95%) og koltví- sýringi (5%). Sýnunum er komið fyrir í ljósheldu Faraday-búri. í þessum tilraunum er einungis notað hvítt ljós (375 nW/cm2) og er ertingatíma stjórnað með ljóslokara. Niðurstöður: Glýcín (3 mM) dregur ósérhæft úr bæði b-bylgju (47,3±38,6, meðaltal ± staðal- frávik, p=0,03, parað t-próf) og d-bylgju sjón- himnurits (25,7±20,9, p=0,03). Glýcín antagón- istinn strychnine (1 mM) eykur spennu bæði b- bylgju (53,6±26,8 (tV, p=0,011) og d-bylgju (32,4±22,5 pV, p=0,032). APB (0,1 mM) hamlar myndun b-bylgju og áhrifum glýcíns, en ekki strychnine á d-bylgjuna. Þegar myndun d-bylgju er hamlað með KYN (3 mM), umsnúast áhrif glýcíns á d-bylgjuna þannig að hún stækkar (23,3±9,4 uV). Ályktun: Þessar niðurstöður benda til þess að áhrifum glýcíns á sjónhimnurit sé stjórnað að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.