Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 42

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 42
42 LÆKN ABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 anna yfir slímhimnuna og örvaö þær eitilfrumur (til dæmis sýnifrumur) sem eru nauðsynlegar fyrir myndun mótefna. Tvö klínísk próf (n=26 og n= 296) hafa fariö fram á hraustum einstaklingum. Niðurstöður þeirra sýna að bólusetning í formi nefúða getur aukið magn mótefna í blóði allt að 113 falt. E-52. Notkun tíðahvarfahormóna meðal íslenskra kvenna Harpa M. Leifsdóttir*, Birna Guðmundsdóttir**, Laufey Tryggvadóttir**, Ástráður B. Hreiðars- son* Frá *lyfjafræði lyfsala HÍ, **Leitarstöð KÍ Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfir- völdum byggðum á sölutölum og skilgreindum dagskömmtum hefur notkun tíðahvarfahormóna fimmfaldast hér á landi á árunum 1985-1995 og er ísland nú þriðja í röðinni af Norðurlöndunum, næst á eftir Svíþjóð og Finnlandi, hvað snertir notkun þessara hormóna. Tilgangur rannsóknar þessarar var að kanna útbreiðslu og notkun tíðahvarfahormóna hjá ís- lenskum konum. Rúmlega 30 þúsund konur heimsóttu Leitar- stöð KÍ árið 1995 og fjórðungur þeirra var spurður um notkun tíðahvarfahormóna. Af konum eldri en 40 ára (n=4751) höfðu 46% notað tíðahvarfa- hormón. Af þeim notuðu 67% (n= 2177) hormón við komu á leitarstöðina en 33% voru hættar notkun. Sé tekið tillit til hvort konur eldri en 40 ára voru komnar í tíðahvörf, höfðu 57% notað tíðahvarfahormón. Af konum eldri en 40 ára höfðu 15% gengist undir legnám. Af þeim höfðu 72% notað hormón samanborið við 41% þeirra sem voru með leg (p=<0,001). Algengast var að konur með leg notuðu kaflaskipta meðferð (55%), því næst sam- fellda meðferð með östrógeni og prógest' eni (24%) en 14% tóku östrógen eingöngu. Af kon- um sem höfðu gengist undir legnám voru 73% á östreógenmeðferð eingöngu en 17% á kafla- skiptri og 8% á samfelldri östrógen-/prógestógen- meðferð. Stærra hlutfall kvenna án legs (55%) hafði notað tíðahvarfahormón lengur en fimm ár samanborið við konur með leg (35%) (p=<0,001). Kaflaskipt meðferð var algengust hjá yngri konum en samfelld östrógen-/prógestó- genmeðferð hjá þeim eldri. í ljós kom að um þriðjungur kvenna, sem hafði hætt töku tíðahvarfahormóna, hafði hætt með- ferð innan árs. Því eldri sem konurnar voru við upphaf meðferðar, þeim mun skemur virtust þær endast á meðferð. E-53. Beinþéttni 16 og 18 ára stúlkna samanborið við kalkneyslu og líkams- áreynslu þremur árum áður Jón Örvar Kristinsson*, Örnólfur Valdimarsson*, Laufey Steingrímsdóttir**, Gunnar Sigurðsson* Frá *lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, **Manneldisráði ísjands Inngangur: Talið er að hámarksbeinmassi (peak bone mass) skipti miklu varðandi bein- þynningu síðar og með því að auka hann um fáein prósent mætti draga verulega úr beinbrotum. Til- gangur rannsóknarinnar var að athuga fylgni milli beinmassamælinga unglingsstúlkna, framkvæmd- ar með þriggja ára millibili, og áhrif kalkneyslu og líkamshreyfingar á þær. Efniviður og aðferðir: Framsýn rannsókn var gerð á 123 heilbrigðum stúlkum sem valdar voru af handahófi úr grunnskólum Reykjavíkur og ná- grennis. Beinþéttni var mæld í framhandlegg 13 og 15 ára Beinþéttni í Líkams- framhandlegg Kalkneysla hreyfing Gripstyrkur 16 og 18 ára 13 ára 15 ára 13 ára 15 ára 13 ára 15 ára 13 ára 15 ára Beinþéttni í framhandlegg 0,78 0,75 0,05 0,08 0,23 0,32 0,37 0,29 Beinþéttni í lærleggshálsi 0,64 0,69 0,18 0,04 0,19 0,47 0,27 0,14 Beinþéttni í lendhrygg 0,54 0,78 0,14 0,01 0,12 0,38 0,45 0,37 Kalkneysla 0,02 0,18 0,24 0,48 Líkamshreyfing 0,41 0,16 0,32 0,49 0,23 0,04 Gripstyrkur 0,09 0,28 0,03 0,01 0,67 0,85 r>0,25 = p<0,05; r>0,33 = p<0,01; r>0,41 = p<0,001
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.