Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 42
42
LÆKN ABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34
anna yfir slímhimnuna og örvaö þær eitilfrumur
(til dæmis sýnifrumur) sem eru nauðsynlegar fyrir
myndun mótefna.
Tvö klínísk próf (n=26 og n= 296) hafa fariö
fram á hraustum einstaklingum. Niðurstöður
þeirra sýna að bólusetning í formi nefúða getur
aukið magn mótefna í blóði allt að 113 falt.
E-52. Notkun tíðahvarfahormóna meðal
íslenskra kvenna
Harpa M. Leifsdóttir*, Birna Guðmundsdóttir**,
Laufey Tryggvadóttir**, Ástráður B. Hreiðars-
son*
Frá *lyfjafræði lyfsala HÍ, **Leitarstöð KÍ
Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfir-
völdum byggðum á sölutölum og skilgreindum
dagskömmtum hefur notkun tíðahvarfahormóna
fimmfaldast hér á landi á árunum 1985-1995 og er
ísland nú þriðja í röðinni af Norðurlöndunum,
næst á eftir Svíþjóð og Finnlandi, hvað snertir
notkun þessara hormóna.
Tilgangur rannsóknar þessarar var að kanna
útbreiðslu og notkun tíðahvarfahormóna hjá ís-
lenskum konum.
Rúmlega 30 þúsund konur heimsóttu Leitar-
stöð KÍ árið 1995 og fjórðungur þeirra var spurður
um notkun tíðahvarfahormóna. Af konum eldri
en 40 ára (n=4751) höfðu 46% notað tíðahvarfa-
hormón. Af þeim notuðu 67% (n= 2177) hormón
við komu á leitarstöðina en 33% voru hættar
notkun. Sé tekið tillit til hvort konur eldri en 40
ára voru komnar í tíðahvörf, höfðu 57% notað
tíðahvarfahormón.
Af konum eldri en 40 ára höfðu 15% gengist
undir legnám. Af þeim höfðu 72% notað hormón
samanborið við 41% þeirra sem voru með leg
(p=<0,001). Algengast var að konur með leg
notuðu kaflaskipta meðferð (55%), því næst sam-
fellda meðferð með östrógeni og prógest' eni
(24%) en 14% tóku östrógen eingöngu. Af kon-
um sem höfðu gengist undir legnám voru 73% á
östreógenmeðferð eingöngu en 17% á kafla-
skiptri og 8% á samfelldri östrógen-/prógestógen-
meðferð. Stærra hlutfall kvenna án legs (55%)
hafði notað tíðahvarfahormón lengur en fimm ár
samanborið við konur með leg (35%)
(p=<0,001). Kaflaskipt meðferð var algengust
hjá yngri konum en samfelld östrógen-/prógestó-
genmeðferð hjá þeim eldri.
í ljós kom að um þriðjungur kvenna, sem hafði
hætt töku tíðahvarfahormóna, hafði hætt með-
ferð innan árs. Því eldri sem konurnar voru við
upphaf meðferðar, þeim mun skemur virtust þær
endast á meðferð.
E-53. Beinþéttni 16 og 18 ára stúlkna
samanborið við kalkneyslu og líkams-
áreynslu þremur árum áður
Jón Örvar Kristinsson*, Örnólfur Valdimarsson*,
Laufey Steingrímsdóttir**, Gunnar Sigurðsson*
Frá *lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur,
**Manneldisráði ísjands
Inngangur: Talið er að hámarksbeinmassi
(peak bone mass) skipti miklu varðandi bein-
þynningu síðar og með því að auka hann um fáein
prósent mætti draga verulega úr beinbrotum. Til-
gangur rannsóknarinnar var að athuga fylgni milli
beinmassamælinga unglingsstúlkna, framkvæmd-
ar með þriggja ára millibili, og áhrif kalkneyslu og
líkamshreyfingar á þær.
Efniviður og aðferðir: Framsýn rannsókn var
gerð á 123 heilbrigðum stúlkum sem valdar voru
af handahófi úr grunnskólum Reykjavíkur og ná-
grennis. Beinþéttni var mæld í framhandlegg
13 og 15 ára
Beinþéttni í Líkams-
framhandlegg Kalkneysla hreyfing Gripstyrkur
16 og 18 ára 13 ára 15 ára 13 ára 15 ára 13 ára 15 ára 13 ára 15 ára
Beinþéttni í framhandlegg 0,78 0,75 0,05 0,08 0,23 0,32 0,37 0,29
Beinþéttni í lærleggshálsi 0,64 0,69 0,18 0,04 0,19 0,47 0,27 0,14
Beinþéttni í lendhrygg 0,54 0,78 0,14 0,01 0,12 0,38 0,45 0,37
Kalkneysla 0,02 0,18 0,24 0,48
Líkamshreyfing 0,41 0,16 0,32 0,49 0,23 0,04
Gripstyrkur 0,09 0,28 0,03 0,01 0,67 0,85
r>0,25 = p<0,05; r>0,33 = p<0,01; r>0,41 = p<0,001