Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 44

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 44
44 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 magn fituvefs (Dual Energy X-ray Absorbtions- metry, DXA). Beinþéttni var mæld í hrygg, fram- handlegg og lendarlið. Hópurinn svaraði stöðluð- um spurningalista varðandi lífsgæði fyrir meðferð og endurtekið meðan á meðferð stóð. Niðurstöður: Að meðaltali hækkaði IGF I meira en þrefalt. Gripstyrkur hækkaði um 6% eftir sex mánaða meðferð. Fituprósenta lækkaði að meðaltali um 9% eftir sex mánuði. Lífsgæða- skor hækkaði að meðaltali um 39%. Ályktun: I heild virðist hópurinn svara með- ferð, bæði hvað varðar almenna líðan og aukn- ingu á vöðvamassa á kostnað fitu. Innan hópsins var þó verulegur munur milli einstaklinga og virð- ist líklegt að meðferð með vaxtarhormóni nýtist sumum vel en ekki öllum sem þjást af vaxtar- hormónskorti. Engar aukaverkanir af völdum lyfsins hafa komið fram frá upphafi rannsóknar- innar. E-56. Notagildi frumurannsóknar og vefjarannsóknar við berkjuspeglun Sigurður Magnason*, Steinn Jónsson**, Helgi J. ísaksson***, Sigurður Björnsson** Frá *lœknadeild HÍ, **lyflœkningadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur, ***Rannsóknastofu HÍ í meinafrœði í þessari rannsókn voru skoðuð gögn sjúklinga sem höfðu verið berkjuspeglaðir á Landakotsspít- ala á árunum 1986-1993, í því skyni að meta næmi frumu- og vefjarannsókna við greiningu illkynja sjúkdóma. Tekin voru frumusýni við 205 berkju- speglanir hjá 186 sjúklingum og þar af voru vefja- sýni einnig tekin hjá 106 sjúklingum. Sextíu og fimm sjúklingar greindust með ill- kynja sjúkdóm í lungum. Þar af höfðu 28 kirtil- myndandi krabbamein, 12 flöguþekjukrabba- mein, 10 smáfrumukrabbamein, fimm illa þrosk- uð æxli, einn kirtilflöguæxli og einn silfurfrumuæxli (carcinoid). Að auki höfðu sex meinvörp í lungum, einn iðraþekjuæxli (mesothe- lioma) og einn eitlaæxli (lymphoma). Frumu- rannsókn var jákvæð eða grunsamleg varðandi illkynja vöxt hjá 19 sjúklingum af þeim 65 sem reyndust hafa illkynja æxli (29%). Vefjasýni var jákvætt eða grunsamlegt varðandi illkynja vöxt hjá 41 sjúklingi af 54 (70%). Sameiginlegt næmi frumu- og vefjarannsóknar var 76%, þegar báðar gerðir sýna voru teknar. Meðal þeirra sjúklinga þar sem bæði frumu- og vefjarannsókn gáfu nei- kvætt svar, greindust 13 síðar með illkynja sjúk- dóm í lungum, 10 við aðgerð, aðrir með opinni vefsýnistöku, miðmætisspeglun og fínnálar- ástungu. Athyglisvert er að kirtilmyndandi æxli voru stærsti vefjaflokkur lungnaæxla hjá þessum sjúk- lingahópi en það er í samræmi við þróunina í ný- legum erlendum rannsóknum. Vefjarannsókn reyndist hér mun næmari rannsóknaraðferð en frumurannsókn, en aðferðirnar bættu hvor aðra upp. Líklega má bæta greiningarárangurinn með því að taka fleiri gerðir af sýnum til frumurann- sóknar í völdum tilvikum. E-57. Hefur plasmagjöf áhrif á tjáningu komplíment stjórnprótína í húð sjúk- lings með C2 skort og SLE? Leifur Þorsteinsson*, Kristín Traustadóttir**, Sverrir Harðarson***, Peter Johnson****, Krist- ján Erlendsson** Frá Blóðbankanum*, Rannsóknastofu HÍ í ónœmisfrœði** og meinafrœði***, Rannsókna- stofu í ónœmisfrœði við Háskólann í Liver- pool**** Inngangur: Lýst er sjúklingi með C2 skort og SLE. Mótefnafléttur (IC) fundust af öllum Ig flokkum (IgG, IgM og IgA) og C3 á mótum yfir- húðar og leðurhúðar. Hefðbundin meðferð hafði lítil eða engin áhrif. Með plasmagjöf á sex til átta vikna fresti hefur hins vegar tekist að halda ein- kennunum í skefjum. Næstum allar frumur líkamans hafa utan á sér himnubundin prótín sem ætlað er að halda „auto- logous" virkni komplíments í skefjum. Meðal þessara prótína eru „membrane cofactor prot- ein“, MCP=CD46, „decay accelerating factor", DAF=CD55 og „inhibitor of memrane attack complex formation“, IMAC=CD59. Hugsanlegt var að plasmagjafirnar gætu haft áhrif á tjáningu áðurnefndra prótína í húð sjúklingsins. Efni og aðferðir: Fjögur húðsýni voru tekin á mismunandi tímum í meðferðarferlinu og fimm úr heilbrigðum einstaklingum til samanburðar. Skornar voru 5p sneiðar og gerð ónæmislitun með einstofna mótefnum gegn CD46, CD55 og CD59. PBS var notað sem neikvæð viðmiðun. Niðurstöður: Plasmagjöfin virtist engu breyta um tjáningu þessara prótína þrátt fyrir greinilegar jákvæðar breytingar í húðinni. Litunin var sterk- ust fyrir CD59. Æðaþelsfrumur í leðurhúð lituð- ust einnig sterkt fyrir CD59 en veikar fyrir CD46 og CD55. Utanfrumu fíbrur voru jákvæðar fyrir CD55. Enginn augljós munur sást þegar litanir á húð sjúklingsins voru bornar saman við litanir á heilbrigðri húð. Áyktun: Plasmagjöfin virðist ekki hafa áhrif á tjáningu áðurnefndra komplíment stjórnprótína þrátt fyrir augljósar jákvæðar breytingar í húð sjúklingsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.