Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 50

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 50
50 LÆKN ABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 E-69. Ónæmisfræðileg athugun á ikt- sýkisjúklingum með og án Sjögrens ein- kennis Sturla Arinbjarnarson, PorbjörnJónsson, Kristján Steinsson, Helgi Jónsson, Árni Geirsson, Jón Por- steinsson, Ásbjörn Sigfússon, Helgi Valdimarsson Frá Rannsóknastofu HÍ í ónœmisfrœði, lyflœkn- ingadeild Landspítalans Iktsýki (rheumatoid arthritis, RA) er þrálátur liðbólgusjúkdómur. Sjúkdómurinn getur lagst á mörg önnur líffærakerfi, svo sem lungu, nýru og augu. Leiði sjúkdómurinn til augn- eða munn- þurrks teljast sjúklingar hafa Sjögrens einkenni. Rannsóknir hafa sýnt að sjúklingar með einkenni utan liðamóta, þar með talið Sjögrens einkenni, verða að jafnaði veikara en þeir sjúklingar sem eingöngu fá liðbólgur. Markmið rannsóknarinnar var að kanna ónæmisfræðilega þætti í sjúklingum með iktsýki og Sjögrens einkenni og bera saman við sjúklinga sem eingöngu höfðu liðbólgusjúk- dóm. Athugaðir voru 18 sjúklingar með iktsýki og Sjögrens einkenni og þeir bornir saman við 53 sjúklinga sem ekki voru með einkenni utan liða- móta. IgM, IgG og IgA RF var mældur með ELISA aðferð. Undirflokkar B- og T-eitilfrumna voru kannaðir í flæðifrumusjá. Sjúklingarnir voru metnir og sjúkdómseinkenni, virkni og meðferð skráð á staðlaðan máta. Sjúklingar með Sjögrens einkenni voru mun oftar með hækkun á RF en aðrir sjúklingar og var hækkun á IgM+IgA RF sérstaklega tíð hjá þeim (p<0,001). Ennfremur voru sjúklingar með Sjögrens einkenni með fleiri B-frumur í blóði (p<0,05) og var hlutfall CD5+ B-frumna einnig verulega hækkað (p<0,02) auk þess sem fjölgun var á CD4+CD45RO+ T-minnisfrumum. Niðurstöðurnar sýna að ónæmisfræðileg frávik eru ekki þau sömu í iktsýkisjúklingum með Sjö- grens einkenni og sjúklingum með hreinan lið- bólgusjúkdóm. Ólíklegt er að þessi frávik skýrist af mismunandi meðferð á þessum tveimur sjúk- lingahópum. E-70. Faraldsfræðileg rannsókn á for- spárgildi gigtarþátta fyrir iktsýki Halla Dóra HaUdórsdóttir, Þorbjörn Jónsson, Jón Þorsteinsson, Helgi Valdimarsson Frá Rannsóknastofu HÍ í ónœmisfrœði, lyflcekn- ingadeild Landspítalans Inngangur: Faraldsfræðileg rannsókn á gigtar- þáttum (rheumatoid factor, RF) hófst 1974 og voru mældir 13.858 einstaklingar. Árið 1987 voru allir tiltækir þátttakendur (n=173) með RF hækk- un kallaðir til skoðunar. Aðeins 26 (19%) þeirra sem voru RF jákvæðir 1987 (n=135) reyndust hafa iktsýki (rheumatoid arthritis, RA). Þátttakendur með einangraða hækkun á IgM RF reyndust ekki hafa aukna tíðni af RA miðað við RF neikvæða. Hins vegar höfðu 40% þeirra sem voru hækkaðir bæði í IgM og IgA RF iktsýki. Markmið: Kanna stöðugleika RF hækkana og nýgengi og algengi RA hjá RF jákvæðum ein- staklingum. Aðferðir: Kallaðir voru til rannsóknar allir þeir sem höfðu haft RF hækkun í fyrri mælingum og náðist til 152 einstaklinga (61-89 ára). Tekin var heilsufarssaga auk þess sem liðir voru skoðaðir með tilliti til skilmerkja bandarísku gigtarlækna- samtakanna frá 1958 og 1987 (ARA-criteria). IgM, IgG og IgA RF voru mældir með ELISA aðferð. Röntgenmuyndir af höndum voru teknar 1987 en það hefur ekki enn verið gert að þessu sinni. Helstu niðurstöður: Tæplega helmingur (48%) þeirra sem mælst höfðu RF jákvæðir í fyrri rann- sóknum voru nú orðnir RF neikvæðir. Langflestir þeirra höfðu haft hækkun á einungis einni RF tegund. Samkvæmt 1958 greiningarskilmerkjun- um reyndust 15 (10%) af rannsóknarhópnum hafa líklega iktsýki (probable RA) og 25 (16%) örugga iktsýki (definite/classical RA). Sjúklingar með örugga iktsýki höfðu mun oftar RF hækkun en þeir sem voru með líklega iktsýki. Hækkun á IgM + IgA RF fannst hjá 56% þeirra sem höfðu ör- ugga iktsýki en einungis 20% þeirra sem höfðu líklega iktsýki. Frá síðustu rannsókn hafa 24 ein- staklingar bæst í hóp iktsýkisjúklinga, 13 með lík- lega og 11 með örugga iktsýki. Ályktanir: Niðurstöðurnarstaðfesta að iktsýki, sérstaklega ef hún er alvarleg, er nátengd hækkun á bæði IgM og IgA RF. Ennfremur hafa RF já- kvæðir einstaklingar verulega aukið R A nýgengi. E-71. Tengsl ofnæmis og eyrnabólgu í börnum við IgA þéttni í blóði og munn- vatni Björn R. Lúðvíksson*, Ólafur Thorarensen*, Björn Árdal**, Ásbjörn Sigfússon*, Helgi Valdi- marsson* Frá *Rannsóknastofu HÍíónœmisfrœði, **barna- deild Landspítalans Fylgst hefur verið með úrtakshópi barna (n=161) frá fæðingu til fjögurra ára aldurs. Þegar börnin voru um tveggja ára greindust marktæk tengsl milli lágrar þéttni IgA og ofnæmisvanda- mála eða eyrnabólgu. Á þessum aldri hafði of-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.