Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 53

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 53
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 53 gát varðar, svo og kröftug, breiðvirk sýklalyf er vandamálið enn að hluta óleyst. Mikilvægt er að kanna og fylgjast með breytingum á faraldsfræði þessara sýkinga enda eru slíkar upplýsingar hag- nýtar hvað meðferð varðar. Aðferðir: Sjúkraskýrslur allra nýfæddra barna á íslandi með greininguna blóðsýking og/eða heilahimnubólga af völdum sýkla eða sveppa á 20 ára tímabili 1976-1995 voru yfirfarnar. Aflað var upplýsinga um nýgengi og tegund sýkinga, sjúk- dómsgang og dánartíðni.Tímabilinu 1976-1995 var skipt í fjögur fimm ára tímabil. Niðurstöður: Af þeim 87.764 börnum, sem fæddust á íslandi á þessu 20 ára tímabili, höfðu 175 sannanlega sýkingu í blóði og/eða mænu- vökva, nýgengi tvö fyrir hver 1000 lifandi fædd börn. Kynjahlutfall (drengir/stúlkur) reyndist 1.7. Dánartíðni var 17% (30 af 175). Algengustu bakt- eríur voru: Beta-hemol. streptococci gr. B 40 (23%), coagulase-negative staphylococci 37 til- felli (21%), Staph. aureus 27 (15%) og E. coli 23 tilfelli (13%). Listeria monocytogenes ræktaðist frá sjö börnum (4%). Nýgengi sýkinga af völdum beta-hemol. streptococci gr. B fór verulega vax- andi á heildartímabilinu: 0,1/1000 lifandi fædd börn á fyrsta fimm ára tímabilinu (7% af öllum sýkingum á þessu tímabili), 0,2/1000 (15%) áöðru tímabilinu, 0,5/1000 (27%) á því þriðja og 0,9/ 1000 (37%) á því fjórða. Nýgengi sýkinga af völd- um coagulase-negative staphylococci fór lítillega vaxandi og reyndust 23% af öllum tilfellum á síðasta fimm ára tímabilinu en nýgengi sýkinga af völdum Staph. aureus og E. coli var hins vegar svipað á heildartímabilinu. Alls greindust 23 börn (13%) með heilahimnubólgu, af þeim höfðu 19 einnig jákvæða blóðræktun. Dánartíðni var 26% (6 af 23). Algengasti orsakavaldur var beta-hem- ol. streptococci gr. B, í átta tilvikum. Ályktun: Nýgengi alvarlegra sýkinga hjá nýbur- um á íslandi er lágt miðað við önnur lönd og dánartíðni lág. Nýgengi sýkinga af völdum beta- hemol. streptococci gr. B hefur farið verulega vaxandi á undanförnum árum. E-77. Þéttni ceftríaxóns í miðeyrna- vökva eftir einn skammt í vöðva Þórólfur Gudnason*, Karl G. Kristinsson**, Friðrik Guðbrandsson***, Franco Barsanti **** Frá *Barnaspítala Hringsins, **sýklafrœðideild Landspítalans, ***háls- nef- og eyrnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, ****Roche Laboratories Talið hefur verið að einn skammtur af ceft- ríaxóni í vöðva (50 mg/kg) geti verið fullnægjandi meðferð við bráðri eyrnabólgu, jafnvel af völdum fjölónæmra pneumókokka. Hins vegar er ekki vitað hversu vel ceftríaxón kemst inn í miðeyrna- vökvann (MEV). Péttni ceftríaxóns var könnuð í MEV (42 börn) og plasma (46 börn) eftir einn skammt af ceft- ríaxóni (50 mg/kg) í vöðva við rörísetningu vegna langvarandi vökva í miðeyra. Börnunum var skipt í sex hópa og voru blóðsýnin og MEV tekin l-<3, 3-<5, 5-8, 10-16, 24-30 og 48-52 klst. eftir gjöf lyfsins. Péttni ceftríaxóns var rannsökuð með high-performance liquid chromatographic að- ferð. Meðalaldur barnanna var 3,1 ár (1-7,6). Engar alvarlegar aukaverkanir sáust af lyfjagjöfinni. Hámarksþéttni (Cmax) ceftríaxóns í plasma var 171 mg/1 en 35 mg/1 í MEV. Hins vegar var þéttnin í MEV mjög breytileg eftir einstaklingum. Ceft- ríaxón náði hámarksþéttni (Tmax) í plasma eftir 1,5 klst. en á þeim tíma var þéttnin í MEV 5,6 mg/1. Tmax í MEV var 24,2 klukkustundir. Helmingun- artími (t1/2) ceftríaxóns í plasma var sex klukku- stundir en áætlaður 25 klukkustundir í MEV. Þéttni ceftríaxóns í MEV mældist yfir tíföldum lámarksheftistyrk (xlO MIC) mikið penicillín ónæmra pneumókokka (MIC >2 mg/1) í um 42 klst. Búast má við að þéttni ceftríaxóns í MEV sé 1,6 mg/1 eftir 144 klukkustundir og haldist lengi yfir þreföldu MIC gildi gegn H. influenzae (um 78 klukkustundir), M. catarrhalis (um 100 klukku- stundir) og mikið penicillín ónæmum pneumó- kokkum (um 78 klukkustundir) eftir einn skammt af ceftríaxóni í vöðva (50mg/kg). Þessar niðurstöður benda því til þess að einn skammtur af ceftríaxóni í vöðva (50 mg/kg) geti verið árangursrík og örugg meðferð til að uppræta algengustu orsakavalda eyrnabólgu í miðeyranu þar á meðal fjölónæma pneumókokka með miklu ónæmi gegn penicillíni. E-78. Meðferð eyrnabólgu af völdum fjölónæmra pneumókokka með einum skammti af ceftríaxóni Þórólfur Guðnason*, Laufey Ýr Sigurðardóttir*, Karl G. Kristinsson**, Kristleifur Kristjáns- son***, Þröstur Laxdal*** Frá *Barnaspítala Hringsins, **sýklafrœðideild Landspítalans, ***barnadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur Áhrifamesta meðferðin við eyrnabólgu af völd- um fjölónæmra pneumókokka er ekki þekkt. I þessari framvirku rannsókn voru 15 börn (aldur 10-24 mánaða) með eyrnabólgu af völdum fjöló- næmra pneumókokka meðhöndluð með einum skammti af ceftríaxóni í vöðva (50 mg/kg). Tvö börn endursýktust og voru því meðhöndluð tví-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.