Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 56

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 56
56 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 Candidasýkingum. E-test® er ný aðferð til að meta lágmarksheftistyrk (MIC) lyfjanna og hefur reynst mjög áþekk hefðbundinni þynningarað- ferð. Stöðluð þynningaraðferð við mælingar á lágmarksheftistyrk var borin saman við E-test®. Eftirvirkni lyfja (postantibiotic effect, PAE) er þegar hömlun á vexti sýkla heldur áfram eftir að lyf er horfið af sýkingarstað. Eftirvirkni lyfja gef- ur möguleika á að gefa lyfið með lengra millibili en áður en með sama árangri og hugsanlega færri hjáverkunum. Aður hefur verið sýnt fram á eftir- virkni amphótericíns B gegn Candida, en engar upplýsingar eru til um eftirvirkni tríazól lyfjanna flúkonazól og ítrakonazól. Aðferðir: Lágmarksheftistyrkur sex stofna Candida, C. albicans (3), C. glabrala (1), C. kru- sei (1) og C. parapsilosis (1) var fundinn með því að bera saman E-test® og þynningaraðferð. At- huguð var eftirvirkni ítrakonazóls, flúkonazóls og amphótericíns B á þrjá stofna Candida við mis- munandi verkunartíma og margfeldi af lágmarks- heftistyrk lyfjanna. Notuð var þéttnin lx- 8xMIC í 1-4 klst. Niðurstöður: Samsvörun milli E-test® og þynn- ingaraðferðarinnar var 72%. Amphótericín B olli tveggja til 15 klukkustundna eftirvirkni, sem bæði var háð þéttni og verkunartíma (AUC). Flúkona- zól og ítrakonazól ollu ekki eftirvirkni, en ítra- konazól í þéttni undir lágmarksheftistyrk (1/ 20xMIC) dró marktækt úr vaxtarhraða. ítrakona- zól og flúkonazól drápu lítið eða ekkert eftir verk- un í eina klukkustund en mikið þéttniháð dráp var eftir amphótericín B (1-4 log10 cfu/ml). Ályktun: Þessar niðurstöður styðja klíníska notkun E-prófs við ákvörðun virkni sveppalyfja. Þær geta ennfremur haft þýðingu fyrir skömmtun azól lyfja gegn Candida sýkingum. E-84. Lyfhrif algengra lyfja á ampicillín ónæma enterókokka Tryggvi Helgason, Helga Erlendsdóttir, Sigurður Guðmundsson Frá lœknadeild HÍ, sýklafrœðideild og lyflœkn- ingadeild Landspítalans Inngangur: Sýkingum af völdum enterókokka, þar með talið ónæmra enterókokka, fer fjölgandi. Hérlendis hefa greinst stofnar ónæmir fyrir ampi- cillíni, en ekki vankómýcíni. I þessari rannsókn voru lyfhrif, þar með talið MIC/MBC, drápshraði og eftirvirkni (postantibiotic effect, PAE) nokk- urra lyfja gegn enterókokkum könnuð. Efniviður og aðferðir: Frá september 1993 til desember 1994 ræktuðust sex ampicillfn ónæmir E. faecium stofnar frá 11 sjúklingum á Landspítal- anum. Ur blóði greindust þrír, þvagi tveir, sárum einn, og í einu tilviki var um sýklun að ræða (colonisation). Könnuð voru lyfhrif (MIC, dráp og eftirvirkni) ampicillíns (A), gentamýcíns (G), vankómýcíns (V), og ímipenems (I) einna sér og í samsetningum gegn fjórum þessara stofna. í öll- um tilraunum var E. faecalis ATCC 29212 hafður með sem viðmið. Lyfjaþéttni var l-8xMIC fyrir ampicillín og vankómýcín, l-2x fyrir gentamýcín og ímipenem, auk 0,5x MIC fyrir gentamýcín í samsetningum. Pol var skilgreint sem (MBC/MIC >32). MIC var mælt með E-prófi og örþynningu. Niðurstöður: Bakteríudráp lyfjanna var mjög stofnaháð. Hjá tveimur var dráp allra lyfja <1,4 log10CFU/mL/2 klst) en meira gegn hinum, til dæmis 3-5 log10CFU/mL í samsetningum ampicill- ín og gentamýcín. Imipenem hefur litla virkni umfram ampicillín. Eftirvirkni lyfjanna var einnig háð stofnum, og að meðaltali: ampicillín 0,6-2,0 klst; gentamýcín 2,2-3,1 klst; blöndur ampicillíns og gentamýcíns 1,1-3,6 klst; vankómýcín 0,4—1,2 klst; blöndur vankómýcíns og gentamýcíns 2,1- 2,6 klst; ímipenem 0,5-1,6 klst; blanda ímipen- ems og gentamýcíns 3,5 klst. Allir stofnar sem mældir voru reyndust þolnir gegn vankómýcíni nema staðalstofninn. Tveir voru með (MBC/MIC 8-16) fyrir gentamýcín. Ályktun: Hérlendir enterókokkastofnar eru þolnir fyrir vankómýcíni, þótt ónæmi sé óþekkt enn. I samsetningum með ampicillíni jók genta- mýcín (í þéttni <MIC) verulega dráp. Eftirvirkni var mjög háð stofnum en jókst venjulega í sam- setningum. E-85. Virkni penicillíns og ceftríaxóns gegn pneumókokkum í tilraunasýktum músalungum Viöar Magnússon, Helga Erlendsdóttir, Sóley Ómarsdóttir, Sigurður Guðmundsson Frá læknadeild HÍ, sýklafrœðideild og lyflœkn- ingadeild Landspítalans Inngangur: Ónæmi pneumókokka gegn fjölda sýklalyfja er vaxandi vandamál. Meðferð þeirra er oftast með þriðju kynslóðar cefalósporínum eða glýkópeptíð lyfjum. Við könnuðum hvort unnt væri að nota penicillín gegn ónæmum pneu- mókokkum, sé skammtur og skammtabil eins og best verður á kosið. Aðferðir: Við bárum saman virkni mismunandi skammtapenicillíns (P) og ceftríaxóns (C) gegn tveimur klínískum stofnum af gerð 6B, ónæmum (R, MIC P 1,0 pg/ml, C 0,75 (ig/ml) og næmum (S, MIC P 0,012 pg/ml, C 0,016 pg/ml) í lungnabólgu í ónæmisbældum músum. Mýsnar voru sýktar með ásvelgingu ~5xl06 cfu lausnar frá nösum í pentó- barbital svæfingu. Meðferð hófst 18 klukkustund-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.