Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 59
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34
59
Aðhaldsaðgeröir síðustu ára innan formlega
(opinbera) þjónustugeirans hafa að ýmsu leyti
aukið álag á hinu óformlega hjálparkerfi einstak-
linganna og beint athygli manna á ný að tengslum
formlegrar og óformlegrar þjónustu.
Rannsókn þessi er langtíma (panel) athugun á
tengslum geðræns vanda og notkunar á óform-
legri og formlegri þjónustu og byggir á heilbrigð-
iskönnunum meðal tilviljunarúrtaks 20-70 ára
íbúa á Stór-Reykjavíkursvæðinu (N=705). Kynnt
eru níu ólík líkön (model) um tengsl geðræns
vanda og formlegrar og óformlegrar þjónustu og
lagt mat á þau með hjálp aðhvarfsgreiningar.
Niðurstöður benda til að andlegur stuðningur
(emotional support)frá vinum og vandamönnum
auki notkun geðheilbrigðisþjónustu meðal fólks
með geðræn vandamál, en efnisleg aðstoð (mat-
erial support) dragi úr notkun geðheilbrigðis-
þjónustu meðal sama fólks. Þá kemur í ljós að fólk
með geðræn vandamal leitar oftar en aðrir ráð-
legginga (informational support) frá vinum og
vandamönnum sem aftur eykur notkun geðheil-
brigðisþjónustu. Fræðileg og hagnýt þýðing nið-
urstaðnanna verður rædd.
E-91. Meinvirkni visnuveiru án
dUTPasa-gens
Guðmundur Pétursson*,**, Priscilla Turelli**,
Sigríður Matthíasdóttir* Guðmundur Georgs-
son*, Ólafur S. Andrésson*, Sigurbjörg Þor-
steinsdóttir*, Robert Vigne**, Valgerður Andrés-
dóttir*, Guðrún Agnarsdóttir* Gilles Quérat**
Frd *Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum,
**INSERM U372, Campus de Luminy í Mar-
seille, Frakklandi
Ensímið deoxyúridín þrífosfatasi (dUTPasi)
finnst í frumum dreifkjörnunga og heilkjörnunga.
Það hvatar rofi dUTP í dUMP og PPi og leggur
þannig til hvarfefni fyrir thymidylat syntasa á
meginsamtengingarslóð TTP. Virkni þess lækkar
einnig hlutfall dUTP/TTP og dregur þannig úr því
að uracil komist inn í DNA. Virkni dUTPasa er
háð frumuhring, há í vaxandi frumum en lág í
frumum sem ekki skipta sér, svo sem í einkjarna
átfrumum (makrófögum).
dUTPasi hefur fundist í nokkrum veirum:
herpesveirum, bóluveirum, retróveirum B og D
og í sumum lentiveirum. Gen sem skráir fyrir
þessu ensími er í lentiveirum sauðfjár, geita,
hrossa og katta en hvorki í lentiveirum manna né
apa. Talið er að ensím þetta auðveldi samteng-
ingu á veiru-DNAi í hýsilfrumum með lágan styrk
deoxynúkleotíða og geri veirunum kleift að fjölga
sér í frumum sem ekki skipta sér, svo sem makró-
fögum en þeir síðarnefndu eru taldir helstu
markfrumur sýkingar í visnu.
Við höfum áður sýnt fram á að lentiveirur geita
og sauðfjár með úrfellt dUTPasagen vaxa hægar
en villigerðin í ræktuðum makrófögum geita (1).
Það kemur hins vegar á óvart að visnuveira með
óvirku dUTPasageni veldur álíka svæsnum
skemmdum og óstökkbreytt veira sé þeim spraut-
að í heila kinda.
HEIMILDIR
1. Turelli P, Pétursson G, Guiguen F, Mornex
J-F, Vigne R, Quérat G. J Virol 1996; 70:1213-7.
E-92. Vaxtarhindrandi væki í mæði-
visnu veiru
Robert R. Skraban, Sigríður Matthíasdóttir,
Ólafur S. Andrésson, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir,
Katherine A. Staskus, Valgerður Andrésdóttir
Frd Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum
Mæði-visnu veiran (MVV) er af þeim undir-
flokki retróveira er nefnast lentiveirur og var fyrst
einangruð í frumurækt 1957. Veiran veldur tveim-
ur ólíkum sjúkdómum í sauðfé, mæði sem er
lungnabólga og visnu sem er heilabólga. Eitt meg-
in einkenni lentiveira er að veiran helst í líkaman-
um alla ævi. dýrið losnar aldrei við hana þrátt fyrir
öflugt mótefnasvar. Vaxtahindrandi (neutra-
lizing) mótefni, sem eru mjög sérhæfð fyrir veiru-
stofninn sem sýkir dýrið, myndast einum til sex
mánuðum eftir sýkingu. Annað vaxtarhindrandi
mótefni, sem er breiðvirkt, en ekki eins öflugt og
hið fyrra, myndast tveimur til 10 mánuðum seinna
í flestum kindum. Sama mynstur sést í HIV.
Markmið þessarar rannsóknar var að kort-
leggja vaxtarhindrandi vækiseiningar í hjúppró-
tíni mæði-visnu veiru. Notuð voru tvö klón,
KV1772-kv72/67 og LVl-lKSl. Aðeins 12 amínó-
sýru munur er á hjúpprótínum klónanna auk þess
að tvær úrfellingar eru í KV1772-kv72/67, en
vaxtarhindrandi sermi gegn KV1772-kv72/67
hindrar ekki vöxt LVl-lKSl. Breytilega svæðið
úr þessum tveimur klónum (basar 7500-7793)
hefur verið magnað upp með PCR og bútarnir
klónaðir inn í tjáningarferjuna pGEX-3X. Auk
þess hefur 150 bp bútur (basar 7614-7768) verið
klipptur úr KV1772-kv72/67, samsvarandi bútur
úr LVl-lKSl settur inn í staðinn og þannig gerðar
blendingsveirur (recombinant virus) KV1772-
kv72/67-VRl.
Sýnt hefur verið fram að sermi úr KV1772-
kv72/67 sýktum kindum binst ekki prótínbútum
úr LVl-lKSl klóninu í prótínþrykki. Sermi sem
hindra vöxt KV1772-kv72/67 hindra ekki vöxt