Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 59

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 59
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 59 Aðhaldsaðgeröir síðustu ára innan formlega (opinbera) þjónustugeirans hafa að ýmsu leyti aukið álag á hinu óformlega hjálparkerfi einstak- linganna og beint athygli manna á ný að tengslum formlegrar og óformlegrar þjónustu. Rannsókn þessi er langtíma (panel) athugun á tengslum geðræns vanda og notkunar á óform- legri og formlegri þjónustu og byggir á heilbrigð- iskönnunum meðal tilviljunarúrtaks 20-70 ára íbúa á Stór-Reykjavíkursvæðinu (N=705). Kynnt eru níu ólík líkön (model) um tengsl geðræns vanda og formlegrar og óformlegrar þjónustu og lagt mat á þau með hjálp aðhvarfsgreiningar. Niðurstöður benda til að andlegur stuðningur (emotional support)frá vinum og vandamönnum auki notkun geðheilbrigðisþjónustu meðal fólks með geðræn vandamál, en efnisleg aðstoð (mat- erial support) dragi úr notkun geðheilbrigðis- þjónustu meðal sama fólks. Þá kemur í ljós að fólk með geðræn vandamal leitar oftar en aðrir ráð- legginga (informational support) frá vinum og vandamönnum sem aftur eykur notkun geðheil- brigðisþjónustu. Fræðileg og hagnýt þýðing nið- urstaðnanna verður rædd. E-91. Meinvirkni visnuveiru án dUTPasa-gens Guðmundur Pétursson*,**, Priscilla Turelli**, Sigríður Matthíasdóttir* Guðmundur Georgs- son*, Ólafur S. Andrésson*, Sigurbjörg Þor- steinsdóttir*, Robert Vigne**, Valgerður Andrés- dóttir*, Guðrún Agnarsdóttir* Gilles Quérat** Frd *Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum, **INSERM U372, Campus de Luminy í Mar- seille, Frakklandi Ensímið deoxyúridín þrífosfatasi (dUTPasi) finnst í frumum dreifkjörnunga og heilkjörnunga. Það hvatar rofi dUTP í dUMP og PPi og leggur þannig til hvarfefni fyrir thymidylat syntasa á meginsamtengingarslóð TTP. Virkni þess lækkar einnig hlutfall dUTP/TTP og dregur þannig úr því að uracil komist inn í DNA. Virkni dUTPasa er háð frumuhring, há í vaxandi frumum en lág í frumum sem ekki skipta sér, svo sem í einkjarna átfrumum (makrófögum). dUTPasi hefur fundist í nokkrum veirum: herpesveirum, bóluveirum, retróveirum B og D og í sumum lentiveirum. Gen sem skráir fyrir þessu ensími er í lentiveirum sauðfjár, geita, hrossa og katta en hvorki í lentiveirum manna né apa. Talið er að ensím þetta auðveldi samteng- ingu á veiru-DNAi í hýsilfrumum með lágan styrk deoxynúkleotíða og geri veirunum kleift að fjölga sér í frumum sem ekki skipta sér, svo sem makró- fögum en þeir síðarnefndu eru taldir helstu markfrumur sýkingar í visnu. Við höfum áður sýnt fram á að lentiveirur geita og sauðfjár með úrfellt dUTPasagen vaxa hægar en villigerðin í ræktuðum makrófögum geita (1). Það kemur hins vegar á óvart að visnuveira með óvirku dUTPasageni veldur álíka svæsnum skemmdum og óstökkbreytt veira sé þeim spraut- að í heila kinda. HEIMILDIR 1. Turelli P, Pétursson G, Guiguen F, Mornex J-F, Vigne R, Quérat G. J Virol 1996; 70:1213-7. E-92. Vaxtarhindrandi væki í mæði- visnu veiru Robert R. Skraban, Sigríður Matthíasdóttir, Ólafur S. Andrésson, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Katherine A. Staskus, Valgerður Andrésdóttir Frd Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum Mæði-visnu veiran (MVV) er af þeim undir- flokki retróveira er nefnast lentiveirur og var fyrst einangruð í frumurækt 1957. Veiran veldur tveim- ur ólíkum sjúkdómum í sauðfé, mæði sem er lungnabólga og visnu sem er heilabólga. Eitt meg- in einkenni lentiveira er að veiran helst í líkaman- um alla ævi. dýrið losnar aldrei við hana þrátt fyrir öflugt mótefnasvar. Vaxtahindrandi (neutra- lizing) mótefni, sem eru mjög sérhæfð fyrir veiru- stofninn sem sýkir dýrið, myndast einum til sex mánuðum eftir sýkingu. Annað vaxtarhindrandi mótefni, sem er breiðvirkt, en ekki eins öflugt og hið fyrra, myndast tveimur til 10 mánuðum seinna í flestum kindum. Sama mynstur sést í HIV. Markmið þessarar rannsóknar var að kort- leggja vaxtarhindrandi vækiseiningar í hjúppró- tíni mæði-visnu veiru. Notuð voru tvö klón, KV1772-kv72/67 og LVl-lKSl. Aðeins 12 amínó- sýru munur er á hjúpprótínum klónanna auk þess að tvær úrfellingar eru í KV1772-kv72/67, en vaxtarhindrandi sermi gegn KV1772-kv72/67 hindrar ekki vöxt LVl-lKSl. Breytilega svæðið úr þessum tveimur klónum (basar 7500-7793) hefur verið magnað upp með PCR og bútarnir klónaðir inn í tjáningarferjuna pGEX-3X. Auk þess hefur 150 bp bútur (basar 7614-7768) verið klipptur úr KV1772-kv72/67, samsvarandi bútur úr LVl-lKSl settur inn í staðinn og þannig gerðar blendingsveirur (recombinant virus) KV1772- kv72/67-VRl. Sýnt hefur verið fram að sermi úr KV1772- kv72/67 sýktum kindum binst ekki prótínbútum úr LVl-lKSl klóninu í prótínþrykki. Sermi sem hindra vöxt KV1772-kv72/67 hindra ekki vöxt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.