Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 65

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 65
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 65 V-2. Hæfíleiki frumna til framleiðslu á IgE Kristbjörn Orri Guðmundsson*, Leifur Porsteins- son*, Sveinn Guðmundsson*, Ásgeir Haralds- son** Frá *Blóðbankanum, **Barnaspítala Hringsins Landspitalanum Inngangur: Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar til að freista þess að finna forspárgildi fyrir myndun ofnæmis og astma hjá börnum og full- orðnum. Meðal rannsóknanna eru mælingar á IgE í naflastrengsblóði nýfæddra barna. Rann- sóknir þessar hafa ekki gefið óyggjandi niðurstöð- ur. Mögulegt kann að vera að betri forspárgildi fáist ef reynt er að meta hæfileika frumna til að hefja framleiðslu IgE við ákveðna hvatningu. Rannsókn okkar var sett upp til að beita aðferð- um ónæmisfræðinnar við að mæla hæfni frumna til framleiðslu á IgE undir ákveðnum kringum- stæðum. Aðferðir: Blóði var safnað úr heilbrigðum, full- orðnum einstaklingum og einstaklingum með of- næmi. Jafnframt fékkst blóð úr sjúklingi með of- myndun á IgE (hyper-IgE syndrome). Frumulín- ur voru gerðar með EBV-sýkingu. Mæld var hæfni frumulínanna til framleiðslu á IgE með ELISPOT aðferð. Bornar voru saman niðurstöð- ur án hvatningar og með IL4-hvatningu. Niðurstöður: Blettir (spots) voru fáir án hvatn- ingar en margfölduðust við hvatningu með IL4. Sjúklingur með ofmyndun á IgE hafði umtals- verðan fjölda bletta án hvatningar og breyttist fjöldinn ekki við IL4 hvatningu. Ályktun: Aðferðin er greinilega nothæf við mat á fjölda IgE framleiðandi frumna. Ljóst er einnig að hvetja má frumuna til IgE framleiðslu með IL4, svo sem þekkt er. Athyglisvert er að fjöldi IgE framleiðandi frumna hjá sjúklingi með of- myndun á IgE breyttist ekki við hvatninguna. Fyrirhugað er að beita aðferðinni á nafla- strengsblóð nýfæddra einstaklinga og meta for- spárgildi blettafjölda með tilliti til ofnæmis og astma. V-3. Þéttni IgD í sermi barna Soffía G. Jónasdóttir*, Weemaes CMR **, van de Wiel G ***,Klasen 1 ***, Göertz /***, Ásgeir Haraldsson* Frá *Barnaspítala Hringsins Landspítalanum, **barnadeild Háskólasjúkrahússins í Nijmegen, Hollandi, ***rannsóknastofu Háskólasjúkra- hússins í Nijmegen Inngangur: Hlutverk IgD í ónæmiskerfi manna og dýra er ekki að fullu ljóst. Talið er að IgD hafi hugsanlega hlutverki að gegna í minni ónæmis- kerfisins eða í stjórn þess. Rannsóknir hafa ekki sannað óyggjandi þessar kenningar. Ofmyndun IgD (hyper IgD syndrome) er heilkenni sem ein- kennist af hita, stækkuðum eitlum og einkennum um sjálfsónæmissjúkdóm. Orsakir heilkennisins, sem oftast byrjar í barnæsku, eru óljósar. í heilbrigðum fullorðnum einstaklingum er magn IgD í sermi yfirleitt lágt. Einnig er almennt álitið að magn IgD í börnum sé lágt þó ákveðin viðmiðunarmörk séu ekki til staðar. Skortur á slíkum viðmiðunarmörkum er frekari rannsókn- um á IgD í börnum til trafala. Tilgangur rannsóknarinnar var að finna við- miðunarmörk fyrir IgD í sermi heilbrigðra barna. Aðferðir: Sermi var safnað úr heilbrigðum ís- lenskum börnum og magn IgD mælt með ELISA aðferð. Mælingar fóru fram við Háskólasjúkra- húsið í Nijmegen Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að IgD er mjög lágt í nýfæddum börnum og ungbörnum og hækkar í barnæsku. Um 10-12 ára aldur virðast börnin hafa náð fullorðinsgildum. Umræða: Niðurstöður okkar benda til að IgD hækki í barnæsku. A þessum árum eru börn einn- ig útsett fyrir fjölmargar nýjar sýkingar sem ónæmiskerfið þarf að vinna bug á og læra að þekkja. Þessar upplýsingar geta verið mikilvægar í frekari rannsóknum á IgD, þar með talið rann- sóknum á minni og stjórnun ónæmiskerfisins. V-4. Fyrirburar, innan við 1500 gr, fæddir á árunum 1976-1995 Hördur Bergsteinsson, Atli Dagbjartsson, Gestur Pálsson, Gunnar Biering Frá vökudeild Barnaspítala Hringsins Landspítal- anum Tilgangurinn með þessari rannsókn var að skoða árangur meðferðar á minnstu fyrirburum á vökudeild Barnaspítala Hringsins á árunum 1976- 1995. Gagna var aflað úr fæðingarskráningu, úr sjúkraskýrslum barna og mæðra þeirra barna sem voru léttari en 1500 gr við fæðingu. Á þessu árabili voru lögð inn á vökudeildina 455 börn undir 1500 gr að fæðingarþyngd, 297 (65%) lifðu, 158 (35%) dóu. Lifandi fædd börn á öllu landinu voru 87.889. Þessi hópur barna, sem er léttari en 1500 gr við fæðingu, er því um 0,516% af öllum lifandi fæddum börnum á tímabilinu, hins vegar er hlutur þessa hóps í burðarmálsdauða um 25%. Ef hópurinn er skoðaður í heild kemur í ljós að lífslíkur aukast úr um 50% á fyrstu árunum í um 80-90% síðustu árin. á þessu 20 ára tímabili. Lífslíkur eru háðar meðgöngulengd og fæðing-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.