Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 67

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 67
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 67 Ályktun: Niðurstöðurnar styðja þá tilgátu að stökkbreytt cystatín C safnist upp í frumum þeirra sem bera stökkbreytt cystatín C gen, en sé ekki losað á virkan hátt. V-7. Bakteríur sem taka þátt í næringar- námi dýrasvifs Gerður Slefánsdóttir, Ólafur S. Andrésson Frá Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum Markmið rannsóknarinnar er að meta magn, fjölbreytileika og virkni örvera í vistkerfi sjávar og mikilvægi þeirra fyrir flæði og hringrás næring- arefna í lífkeðjunni. Nýlegar athuganir sýna að margar tegundir sjávarbaktería gefa frá sér utan- fumuhvata sem flýta niðurbroti þörunga og ann- arra lífrænna efnasambanda í sjónum. Rauðáta, Calanus finmarchicus, er algengasta krabbadýr í sjónum kringum ísland og mikilvæg fæða fyrir seiði þorsks sem og margra annarra nytjafiska. Meltingarvegur flestra krabbadýra er hinsvegar mjög einfaldur. Tilgáta rannsóknarinnar er að starfsemi bakt- eríanna skipti miklu máli í meltingarvegi rauðát- unnar og auki næringarupptöku og þannig vöxt og viðgang rauðátunnar. Einnig stuðlar niðurbrots- virkni utanfrumuhvatanna að aukinni næringar- efnalosun frá saurbögglum og öðrum lífrænum úrgangi í sjónum og þannig aðgengi lífvera að þeim áður en þau hverfa til botns. Smásjártalningar með flúorljómandi litun (DAPI) gefa til kynna að í hverjum ml sjávar séu 3-10xl05 bakterfur. Þctta er mun hærra en fjöldi baktería metinn með hefðbundnum ræktunarað- ferðum. Tegundagreining með erfðafræðilegum aðferðum sýnir mikinn tegundafjölbreytileika og að stór hluti bakteríanna tilheyrir hóp gamma- próteobaktería svo sem Vibrio, Pseudomonas og Colwellia. Mælingar á virkni utanfrumuhvata sýna að virkni þeirra er mun meiri í meltingarúrgangi rauðátunnar en í sjónum umhverfis eða allt að 10 þúsundfalt hærri. Niðurstöður rannsóknanna benda til þess að bakteríur skipti miklu máli við niðurbrot lífrænna fjölliða í fæðu rauðátunnar. Rannsóknin í heild gefur fjölþættar upplýsingar um magn, tegundafjölbreytileika og virkni örvera í mismunandi vistum. V-8. Fjölbreytileiki sjávarbaktería Ólafur S. Andrésson*, Erla Björk Örnólfsdótt- ir*, ** Gerður Stefánsdóttir* Frá *Tilraunastöð HI í meinafrœði að Keldum, **Department of Oceanography, Texas A&M University, College Station, Texas Talningar í smásjá gefa til kynna að lagarbakt- eríur séu tveimur til fimm stærðargráðum fleiri en sá fjöldi sem greinist með ræktun á agarskálum. Nýjar aðferðir sameinderfðafræði hafa gert mönnum kleift að lýsa ætterni og fjölbreytileika óræktaðra baktería í nokkrum sjávarvistkerfum. Hér verður greint frá athugun á bakteríum í flæð- armálinu við Gróttu og í Sundahöfn þar sem bæði ræktaðar (um 3xl03/ml) og óræktaðar bakteríur (um 2xl05/ml) voru greindar með mögnun og rað- greiningu erfðaefnis. Hluti af 16S ríbósóm RNA genum ræktaðra baktería var magnaður með vísum samsvarandi sterklega varðveittum röðum og síðan raðgreind- ur. Sama svæði (um 276 bp) var magnað úr órækt- uðum bakteríum, mögnunarafurðir einræktaðar (klónaðar) í M13 genaferjum og raðgreindar. Samtals voru 166 genaferjur raðgreindar og fram komu 156 mismunandi raðir. Petta er meiri fjöl- breytileiki en lýst hefur verið áður í sambærileg- um athugunum. Við nánari athugun sást að helm- ingi raðanna mátti skipta í sjö vel afmarkaða hópa þar sem einhverjar raðanna voru náskyldar (minna en 9 basa munur) og fáar fjarskyldar (meira en 15 basa munur). Lítill skyldleiki er með- al þeirra 86 raða sem eftir standa og ef til vill er sérhver þeirra fulltrúi fyrir afmarkaðan „tegund- arhóp“. Pessir tegundarhópar kunna að vera nátt- úrulegar erfðafræðilegar og/eða vistfræðilegar einingar, ef til vill sambærilegar við tegundir eða stofna hjá heilkjörnungum. Rannsóknin sýnir að hinn mikli munur í heild- artölu og ræktartölu er bæði vegna óræktanlegra tegunda/tegundarhópa og vegna óræktanlegra forma af ræktanlegum tegundum/tegundarhóp- um. V-9. Kortlagning meingens marmara- beinveiki (osteopetrosis) í íslenskri fjöl- skyldu Unnur Styrkársdóttir*, Wim Van Hul**, Ólafur Jensson* Frá *sameindalíffrœðideild Landspítalans, **Department of Medical Genetics, University of Antwerp Arfgeng víkjandi marmarabeinveiki (osteop- etrosis), hefur greinst í fjórum fjarskyldum ein- staklingum á íslandi (1). Pessi sjúkdómur leiðir til dauða ungbarna eða nýbura (2). Aðaleinkenni veikinnar koma fram í beinum sem eru mjög þétt og óeðlileg að lögun. Orsökina má rekja til galla í starfsemi beinátfrumna (osteoclasta), svo eðlilegt niðurbrot og nýmyndun beina á sér ekki stað. Þekkt eru osteopetrosis stökkbrigði í dýrum sem hafa gefið miklar upplýsingar um eðli marm-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.